Ófeigur - 15.05.1956, Side 14

Ófeigur - 15.05.1956, Side 14
12 ÓFEIGUR ans ráða þessari stofnun, um leið og hann framkvæmdi Alladíns-töfra í fjármálunum. Jóhann Vestmanneyja- goði var f jármálaráðherra þegar stríðsgróðinn var upp- etinn og Marshall ókominn. Var þá oft hart í búi í stjómarráðinu, og þótti þá helzt til ráða að „slá“ Þjóð- bankann. Komst skuld ríkisins þá, og stundum oftar, upp í 100 milljónir króna, en það var algert brot á Þjóðbankalögunum. Varð að fara krókaleiðir, til að gera skuldina löglega. Voru ráðherrarnir um það leyti komn- ir að þeirri niðurstöðu, að þjóðbankinn væri í eðli sínu útibú og geymslukompa ríkissjóðs. Benjamín hafði nú hug á að mæta óskum liðsodda þingsins og gera seðladeildina að hlöðu við fjósið þar sem unnt var að ná í græna, vel verkaða töðu án þess að fara út í stórhríð að vetrarlagi. Ef seðlaútgáfan var í stjómarráðinu undir húsbóndavaldi sískiptandi ráðherra, var hægt að fljóta yfir örðugleika hallæris- ára og síldarleysis með því að setja seðlapressuna í hreyfingu. Leit um tíma út fyrir að þetta mundi lánast. Seðlavaldið tekið frá þjóðbankanum og hann gerður að sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Þegar komið var að banadægri bankans, benti Jón Ámason feðmm þjóðarinnar á, að með því að niðurlægja og eyðileggja þjóðbankann, mundi útgerðin tapa allt að 100 milljóna veltufé, sem Landsbankinn hefur haft til umráða ár- lega á fyrstu mánuðum ársins, meðan verið var að koma skipum og bátum á flot. * Undir venjulegum kringumstæðum hefur þjóðin sára- lítið veltufé handbært erlendis fyrstu mánuði ársins. Er þá gripið til skyndilána hjá erlendum bönkum sem trúa Landsbankanum, eins og álit hans og traust hefur vaxið undir tryggri stjórn Magnúsar Sigurðssonar og Jóns Árnasonar. Þrásinnis hefur stjórnin fengið full- vissu um að erlendir fjármálamenn treysta Lands- bankanum vel en landsstjórnunum lítið. Hefur álit f jár- málastjórnar landsins ekki hækkað við bílakaup ríkis- ins til framdráttar togaraútgerðinni. Er skemmst af því að segja, að þegar forystumenn þjóðarinnar sáu fram á að þeir mundu svifta útgerðina því lánstrausti sem henni var hollara heldur en ganghraðir amerískir

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.