Ófeigur - 15.05.1956, Blaðsíða 15
ÓFEIGUR
13
bílar, þá var um sinn horfið frá að leggja Landsbank-
anna niður, til að gera veg Benjamíns nægilega mikinn.
*
Stjórninni opnuðust aðrar dyr nálega óvænt til að
bæta úr hásætisvöntun fyrir hinn peningalega Krishna-
murta þjóðarinnar. Bandaríkin höfðu gefið íslenska
ríkinu mörg hundruð miljóna virði í matvælum, olíu,
fóðurbæti og skildingum, en kröfðust að andvirði gjafa-
vörunnar yrði lagt í sjóð sem kalla mætti viðreisnar-
stofnun landsins. Fé þetta var í fyrstu geymt í Lands-
bankanum og er það raunar enn að því er snertir bók-
hald og trygga skápa. Var eðlilegast að fjárstjórnin
væri líka þar til húsa án stórvægilegra umbúða. Nú
sá landstjórnin að þar sem Benjamín var ofar henni,
um vissa og ekki þýðingarlitla þætti stjórnmálanna, Varð
hann að geymast í þeim umbúðum sem hæfðu stöðunni.
Var nú afráðið að leigja fyrir Benjamínsbanka gott hús-
næði á sjötta sal í húsi Útvegsbankans, ákveða töfra-
manninum hálfönnur ráðherralaun og fullsmíða banka-
ráð þar sem Eysteinn væri í forsæti með valinni fylgd
antialmúgamanna.Benjamín hafði vissulega unnið fyrir
háu kaupi. Brynjólfur Bjarnason leit með velþóknun á
viðleitni þessa lærða og einlæga bolsivika til að koma
fjármálum borgaranna í æskilegt horf. Benjamín hóf
starf sitt með því að leggja til að ráðuneyti Steingríms
Steinþórssonar lækkaði krónuna um 74% gagnvart
dollar. Næsta stig var að lögfesta bátagjaldeyri.
Tii að tryggja bátaútgerðina skyldi taka frá af óskift-
um gjaldeyri þjóðarinnar ca. 150 milljónir kr. Fyrir
það mátti kaupa óhófsvörur og skran, hvar sem slíkt
hnossgæti væri fáanlegt á heimsmarkaðinum. Með þessu
var krónan enn felld og hraðaukin dýrtíð. Nú vildu
togaraflotinn ekki sigla úr höfn nema Benjamín útveg-
aði fríðindi. Ekki stóð á þeim, því að nú lét Benjamín
kaupa bíla af beztu gerð fyrir 100 miljónir til að fá
100% af stofnverðinu í flotholt fyrir hinn stolta ný-
sköpunarflota. Enn sat allt fast í landvari, bæði bátar
og stórskip. Þá fengu Ólafur og Eysteinn fyrirmæli
ofan úr 6. sal í Útvegsbankanum: Bræður, leggið millj-
jarðsfjórðung í neyzlusköttum á almúgann. Þá fljóta
skip og bátar.
#
Banki Benjamíns tók til starfa með vissum hætti.