Ófeigur - 15.05.1956, Side 18
16
ÓFEIGUR
ófáanleg. Austfirðingar sitja eftir vonbitnir og lítilis-
virtir af sínum trúnaðarmönnum.
#
Tveir rithöfundar og fræðimenn á Akureyri hafa
skrifað greinar í norðanblöðin um að ég hafi sagt
rangt til um heimilisfang í 12 ár. Ég hafi látizt vera
búsettur utan Þingeyjarsýslu þennan tíma, en það
hafi verið misskilningur. Þeir þóttust vita betur. Af
því að þetta voru greinagóðir menn um ýmsa hluti,
þótti mér rétt að sannprófa, hvort þeir hefðu þessa
meinloku úr Brynleifi eða þingmannatalinu, og opnaði
þær bækur. Þar stóð svart á hvítu sá einfaldi sann-
leikur, að ég hefði í þessi ár ýmist dvalið erlendis
eða verið búsettur í Reykjavík. Þetta er sagt til leið-
beiningar þessum rithöfundum.
Eysteinn Jónsson hefur tekið Stalin sáluga til fyrír-
myndar um margt, þó að Rússinn væri stærri um vallar-
sýn, hæfileika og yfirsjónir. Báðir sóttust þessir menn
eftir að vera flokksritarar, til að þjóna einkahagsmun-
um á kostnað embættisskyldunnar. Báðir sóttust eftir
einræði án alþjóðlegs tilgangs. Báðir strituðu við að
undirbúa vafasama gröf. Báðir höfðu mikla hneigð
til að_ ,,hreinsa“ samverkamenn sína úr víngarði starfs-
ins. I Rússlandi voru hjálparmenn Stalin fluttir yfir
til betri heima frá meinlegum forlögum. Á Islandi
gerðu tveir gistivinir kommúnista nafnaskrá yfir 42
Reykvíkinga og tiltölulega marga utan bæjar, þar á
meðal ýmsa merka Húnvetninga. Þessi skrá er kölluð
svarti listinn. Gistivinir höfðu þessa skrá við hendina
til að muna hvaða fólki mátti ekki fela félagsleg trún-
aðarstörf.
Á svartalista höfuðstaðarins voru eingöngu nöfn
manna, sem höfðu stutt að eflingu samvinnufé-
laganna. Framsóknarflokksins, strandsiglinga, vís-
inda, uppeldismála, blaðamennsku o. s. frv. Þetta var
örlagaríkt fyrir Framsóknarflokkinn. Hann missti
frá stuðningi og forsjá menn, sem hann mátti
ekki án vera. Flokkurinn hætti að vaxa, því að for-
kólfarnir lögðu áherzlu á, eftir getu, að svæfa starfs-
menn blaðanna, þingmenn flokksins og aðra dugandi