Ófeigur - 15.05.1956, Side 21

Ófeigur - 15.05.1956, Side 21
ÓFEIGUR 19 æskunnar í Bláa hellinn og upp á Vesúvíus mundu falla niður. Það fækkaði hinum glöðu dögum „góðu áranna“. % Hér á landi er lýðræði og fólkið hæstiréttur. Fólkið hefur aldrei séð eins mikla peninga og aldrei fengið eins mikið af þeim gæðum, sem dauðlegar verur þrá mest eins og nú. Fólkið veit, að þessi óvenjulega velsæld kemur frá Keflavík. Þenna brunn vilja fáir byrgja. Kommúnistar úr Dagsbrún, portfólk, rauð stúdents- efni frá Laugarvatni, embættismenn, bændur og eig- endur skipa og véla vilja ekki stöðva gullstrauminn sunnan með sjó. Þeir tala illa um herinn og Völlinn og Ameríku, en enginn af málskrúðsmönnum vinstri stjórnarmanna vill missa af gróðanum og lífsþægind- unum. Þessvegna segja 400 Framsóknarfulltrúar ekkert um skuggahliðar þeirrar fjármálastjórnar, sem elur alla atvinnuvegi á skynditekjum af neyðarráðstöfun- um þjóða, sem fórna fé og blóði fyrir frelsi heimsins. # Hinir kænu stjórnmálamenn, sem stýra landinu, vita vel um hug fólksins í þessu efni. Þeir vita, að fólkið vill óbreytta stefnu og forráðamennsku lítið breytta, nema ef einum krata væri skotið inn í staðinn fyrir dr. Kristinn, sem fer væntanlega til London. Þrístjórarnir Bjarni, Eysteinn og Ólafur hafa ákveðið að hafa mála- myndar ýfingar um stund, til að hita kjósendum, svo að þeir komi á kjörstað og skili fulltrúum fyrir næsta kjörtímabil. Stjórnin segir af sér, en ráðherrarnir sitja sem starfstjórn í nokkrar vikur. Innanhúss er samkomu- lagið hið bezta. Eftir kosningar sezt stjórnin aftur á sína stóla, lítið eða ekki breytt. Ef til vill hefur hún feng- ið Emil eða Harald til að bera að sínu leyti byrðar hins daglega lífs. Þeir menn, sem stóðu að myndun þjóð- stjórnar 1939 sjá að sagan endurtekur sig. # Flokksþingin eru sjónarspil. 1 fyrra stýrði Ólafur sínu flokksþingi þannig, að aldrei var hallað á sam- starfsflokkinn. Ef ófriðlega leit út og óánægður kaup- maður vildi senda SlS hnútu, bægði Ólafur hættunnl frá með því að láta senda afmælisskeyti til ljósmóður sem átti 80 ára afmæli þann dag. Nú er Eysteini nauð-

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.