Ófeigur - 15.05.1956, Side 30

Ófeigur - 15.05.1956, Side 30
28 ÓFEIGUR ingarframkvæmda .011 þessi vinna er borguð eftir hæstu gjaldskrá. Margar búðir við Völlinn, sem selja sæl- gæti og ýmiskonar dýrar munaðarvörur eru í eign íslenzkra gróðamanna. Spretta þær upp eins og gorkúlur, hvar sem unnt er að koma við verzlun á Vell- inum eða í nánd við hann. # Mikil hagsýni kemur fram í gróðasókn spekúlanta á Vellinum. Tvær sérstakar gróðalindir eru nafnkennd- ar. Önnur í sambandi við sorphreinsun staðarins. Hitt er svínarækt, sem stunduð er í nánd við Völlinn. Lifa svínin á matarúrgangi frá borðhaldi varnarliðsins og hinna mörgu íslenzku starfsmanna, sem vinna fyrir varnarliðið. Kunnugir menn telja, að hreinn gróði af sorphreinsuninni geti ekki verið minni en 30 þús. doll- ara árlega. Svínin, sem lifa á úrgangi varnarborgar- innar munu skipta mörgum hundruðum. Er á þess- um stað um að ræða miklar gróðalindir, þó að fæstar þeirra verði hér taldar # Þegar vitneskja barst um Reykjavík, að blað mjög óvinveitt allri starfsemi Atlantshafsbandalagsins hefði á dularfullan hátt komizt í leyndustu skýrslur gróða- manna á Vellinum, sló miklum ótta á þá menn, sem stóðu að hinni árangursríku fésýslu suður hjá Kefla- vík. Var þeim mjög í hug að komast fyrir, með hvaða hætti njósnarliðið í Reykjavík hefði komizt að bókfest- um umræðum og ákvörðunum um þetta viðkvæma mál. Kom gróðamönnum fyrst saman um að gera „prívat“ húsrannsókn á heimilum 10 manna, sem gætu hafa haft leyfilegan eða óleyfilegan aðgang að skjölum er snerti gróðabrall þeirra og sálufélaga, sem áttu þar hagsmuna að gæta. # Einn af atkvæðamestu hjálparmönnum gróðabrall- ara Vallarins getur heitið Styrkár, af því að hann er sterkur í betra lagi. Þegar rætt var að um að fá fyrir- skipaða húsrannsókn, benti hann á að fara yrði „prí- vat“-leið í þessu efni, því að dómsmálaráðherra væri oft heldur svifaseinn í þessháttar málum, og mundi hentara fyrir gróðamennina að ganga sjálfir fram til atlögu gegn hugsanlegum skjalaþjóf og halda rann-

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.