Ófeigur - 15.05.1956, Page 31

Ófeigur - 15.05.1956, Page 31
ÓFEIGUR 29 sókninni innan þess hrings, sem hafði mestra hagsmuna að gæta. Styrkár tók að sér að yfirheyra með nokkr- um röskleik þá menn, sem líklegastir voru til að vita um gróðaplön og fjáraflaaðgerðir við Keflavíkurvöll. Skyldi rannsóknin gerð með skyndingu og hvatleik, með aðstoð þeirra, sem mest kom við að vitneskja bærist ekki út um gróðalindir fésýslumanna og hindra að þeir grunuðu gætu borið hverir öðrum fregnir af þessari einkarannsókn. * Margir voru yfirheyrðir, en hér verður aðeins minnst tveggja ,,grunáðra“. Styrkár sat í rannsóknarherberg- inu í djúprn stól og lagði fætur upp á borðið að sið vestrænna auðmanna. Sakborningur kom inn glaður í bragði, enda höfðu þeir Styrkár oft unnið að kaup- sýslu saman. Var komumaður í gönguklæðum, vetrar- frakka og með harðan hatt. Hélt sakborningur þegar hann kom inn í herbergið, að þar ætti að bera undir hann nýja hlutafélagsstofnun á Vellinum. En í stað þess ávarpaði styrkár manninn í harkalegum tón og skipaði viðstöddum réttarþjóni að taka við skjólföt- um af manninum og flytja þau út úr herberginu. * Næst var sakborningi skipað að setjast í stól and- spænis dómaranum. Styrkár vék sér þá formálalaust að manninum og mælti í þungum áfellistón: „Þú ert grunaður um að hafa stolið og selt til birtingar þýð- ingarmikil skjöl. Við því broti liggur þriggja ára betr- unarhúsvinna." Sakborningur sór og sárt við lagði, að sér hefði ekki komið til hugar að stela nokkrum skjöl- um, hvorki þýðingarlitlum eða verðmætum plöggum. En Styrkár sótti því fastar á til að freista að knýja fram játningu, en þegar yfirheyrzlunni lauk, var sak- bomingurinn í því ástandi, að hann brá sér strax til útlanda og naut þar langrar og nauðsynlegrar hvíldar. # Síðan kallar Styrkár á sinn fund ungan og röskan skrifstofumann og bar á hann skjalaþjófnað. Maður- inn brást hið versta við þessum ásökunum og sneri vöm upp í sókn. Kvað hann ásakanir Styrkárs í hans garð tilefnislausan óhróður og minnti rannsóknardóm- arann sjálfan á gamlar og nýjar syndir hans, og væri

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.