Ófeigur - 15.05.1956, Page 45

Ófeigur - 15.05.1956, Page 45
ÓFEIGUR 43 ónir. Ekki er sýnilegt, að Hermann hafi gert neitt til að stöðva ásókn Gunnars Hall í Búnaðarbankalán. Mörg rök benda fremur til hins gagnstæða. Meðan útlit var fyrir, eftir áramótin, að SÍS mundi flytja inn í Austurstræti 10, vaknaði í hugum nokkurra helztu kaupmanna bæjarins sú ósk, að útiloka SÍS sem keppinaut úr miðborginni. Ekki var myndað ákveð- ið félag í þessu skyni, heldur leitað eftir ábyrgð fé- sterkra manna til að geta gert frú Blöndal og börn- um hennar kleift að kaupa vörubirgðir Gunnars og halda verzluninni áfram í húsi ættarinnar. Loforð um ábyrgð til stuðnings þessari ráðagerð náðu 2 milljón- um. Þegar til kom, hikaði frú Blöndal við að stíga þetta spor. Alltaf komu nýjar kröfur á Gunnarsbúð fyrir utan þann griðahring, sem Ólafur Þorgrímsson hafði reynt að mynda. Samtök væntanlegra ábyrgðar- manna voru ekki nógu traust til að byggja á í erfiðri samkeppni. Málið lá að lokum þannig fyrir, að ekki var nema um tvennt að velja. Að leita aftur til SÍS um kaup og leigu eða gera Gunnarsbúð gjaldþrota með tilheyrandi sakamálsrannsókn á allri hennar sögu. Sambandið hafði árum saman reynt að fá leyfi hjá Reykjavíkurbæ til að koma upp verzlunarhúsi í mið- bænum til að verzla þar með iðnaðarvörur sínar frá Akureyri og fyrir allskonar búvörur frá at- vinnufyrirtækjum samvinnubænda. Öllum þessum til- mælum hafði verið hafnað af yfirvöldum bæjarins til að geðjast leiðtogum kaupmanna í bænum. En nú var svo komið, að engir óskuðu fremur eftir að Sam- bandið eignaðist Gunnarsbúð heldur en margir af helztu forkólfum kaupmannastéttarinnar. Sjálfir höfðu þeir ekki aðstöðu til að bjarga fyrirtækinu. Margir kaup- menn, einkum þeir sem verzluðu með vefnaðarvöru, vildu ógjaman bíða eftir þeirri samkeppni, sem hlaut að myndast þegar hinn mikli vöruforði úr Gunnarsbúð yrði seldur á uppboðum á einum eða fleiri stöðum. Auk þess voru mál Gunnarsbúðar svo mjög ofin inn í fjármál, félagslíf og lífsbaráttu borgarbúa, að flestir létu málið skipta sig, þó að sjónarmið manna væru allólík í þessu flókna brotamáli stríðsgróðatímans. Hilmar Stefánsson var kvaddur fyrir rétt 23. maí. Hann sagðist hafa í janúarmánuði skýrt frá mál-

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.