Ófeigur - 15.05.1956, Síða 56

Ófeigur - 15.05.1956, Síða 56
54 ÓFEIGUR kemur dögum oftar í Sambandshúsið til að hrinda kaup- unum áleiðis. Þegar þarf að semja við fjáraflamenn- ina, kemur Ólafur Þorgrímsson til skjalanna, en ekki Einar B. Guðmundsson, hinn hagvani lögfræðingur fyr- irtækisins. Ólafur játar sjálfur fyrir rétti, að hann hafi engin störf haft fyrir Gunnarsbúð, fyrr en hann samdi við Jón Hreggviðsson og stallbræður hans. Hins vegar var svo gömul og gróin vinátta með Hermanni og Ólafi, að Hermann gaf honum bezta bitling, sem ríkisstjórnin réð yfir, um leið og glímugarpur Fram- sóknar stóð endanlega upp af stól forsætisráðherra 1942. Enginn hafði áður sýnt Ólafi slíkan trúnað sem Hermann. Ef Hermann leit á sig sem afa í Gunnars- búð og taldi mestu skipta að fá til samninganna við fjáraflamennina mann sér mjög handgenginn og þó æfðan í volki veraldarlegra hluta, þá hlaut honum að koma í hug maðurinn, sem átti honum óvanalega þakk- arskuld að gjalda. Val Ólafs í samninganefndina sann- ar hvaða maður hafði beint þessum lögmanni inn á viðskiptaslóðir Hermanns Jónassonar. * ♦ Hermann er fyrsti maður sem sér rjúka upp úr rústum Gunnarsbúðar og fyrstur til að kalla á úrræða- mikla hjálp. Málvinurinn vinnur dyggilega 1 hans anda. Ólafur kemur samningafjötrum á flestalla fjárafla- mennina. Hann fær mikinn stuðning, því ábyrgðar- menn Gunnars fyrir 300 þús. "króna áhættupeningum styðja Ólaf einlæglega, bæði með lægni og hörku. TJti um bæinn átti Ólafur hauka í horni hjá mönnum, sem áttu meginið af okurfénu og óttuðust opinber reikn- ingsskil. Jón Hreggviðsson dró ekki dul á áhuga Her- manns við að lokka fjáraflamennina inn í uppgjafar- stíuna og leyndi ekki þeirri skoðun í samtölum við aðra áður en rannsókn hófst. En einhver styrk- asta stoðin í rökleiðslu um vinsemd Hennanns við eigendur Gunnarsbúðar er hin mikla harka okraranna í garð hans, eftir að hann kom af stað málaferlum og nokkurri athugun á fjármálum þeirra. Ef Hermann hefði ekki komið nærri þessum málum, hvildi engin ábyrgð á honum þó að okurmálin væru hafin. En hann virðíst hafa staðið fyrir herförinni, sem leiddi til uppgjafar okraranna. Síðar hafði Hermann forgöngu um að leitast við að knýja dómsmálaráð-

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.