Ófeigur - 15.05.1956, Side 57
ÖFEIGUR
55
herra til framgöngu sem hlaut að vera óhagstæð og
ógeðfelld fjáraflamönnunum, sem hér voru að verki.
Það er vitað, að Hermann varð fyrir svo miklu álasi
og óvild fjáraflamanna, sem vildu frið en ekki stríð í
okurmálunum, að hann bar ekki sitt bar í margar vik-
nr eftir, að hann hafði kveikt þann eld sem lengi mun
brenna í öskuglóðum okurmálanna.
*
* Alþingi setti nefnd til að rannsaka okurmálin, en lítili
hugur fylgdi því máli. Ekkert af dagblöðum höfuðstað-
arins fylgdist með því máli af áhuga. Þórður Björnsson,
aðstoðarmaður hjá sakadómara, hóf myndarlegar yfir-
heyrslur í framhaldi af rannsókn Valdimars Stefáns-
sonar. Málsskjöl Gunnarsbúðar, að því er snertir bók-
hald fyrirtækisins, bíða í athugun Ragnars Ólafsson-
ar. Mikil drög liggja í framkomnum heimildum að upp-
hafi þessara okurmála, en óvíst er um framhaldið.
Mikill fjöldi manna er riðinn við okurmálin, með því
að Ieggja fjármagn í hendur þeirra, sem standa fyrir
útlánumun. Þögn allra blaða um kjarna þessa máls
stafar af samtilfinningu manna, sem ekki þekkjast
nema að litlu leyti, en eru þó samferðamenn í líferni
I sem hlynnir að okurstarfsemi.
Vegna þess að Ófeigur gaf almenningi byrjunar-
skýrslu í málinu, Vegna þess að Hermanni var af
grunnfærnum flokksbræðrum þrýst til að biðja dóms-
málaráðherra að sækja mig til sektar. Vegna þess
að ráðherra varð við þessum tilmælum og vegna þess
að ég fékk aðstöðu til að taka á segulband kjarna rann-
sóknanna í þessu Hermannsmáli, hefir sá hluti þjóð-
arinnar, sem vill vita um meginþætti okurmálsins í
þremur ritgerðum í Ófeigi aðalheimildir um sögu Gunn-
arsbúðar eins og hún verður handbær almenningi þar
til ríkisstjórn og dómstólar opna sín miklu forðabúr
með dómfestum myndum úr viðskiptalífi höfuðborg-
arinnar á yfirstandandi tíma.