Ófeigur - 15.05.1956, Qupperneq 58
56
ÓFEIGUR
„Hátf til lofts og vítt til veggja".
Andlega lífið í landinu kostar mikið fé, en nær þó
ekki tilgangi sínum eins og æskilegt væri. Kirkjusókn
er mjög stopul. Æskan í skólum landsins er of oft
þreytt og leið á löngu og ærið andlitlu námi. Náms-
þreytan er orðin landlægur sjúkdómur. Almenn gleði
er í allflestum skólum þegar leyfi gefast og prófi er
lokið hvert vor. Gleðisamkomur æskunnar jafnt í byggð
og bæ eru mjög oft andstyggilegir ölæðisfundir, til
sárra leiðinda þeim minnihluta, sem ekki drekkur. Og
vinsælustu bókmenntir skólaæskunnar eru glæparitin.
Ég fékk í vor í góðri búð lánuð 20 slík rit, svo að af
miklu er að taka, enda er útgáfa þessara rita hinn
mesti gróðavegur
Heimilið, kirkjan og skólinn eru aflstöðvar uppeld-
isins í landinu. Vitaskuld er þar margt vel og nytsam-
lega gert, en það þýðir ekki að loka augunum fyrir
því, að glæparitin og ölæði æskumanna á samkomnm
í flestum sýslum og kaupstöðum eru staðreyndir, sem
ekki tjáir að neita. Það eru nokkuð sjúk lungu 1 þjóð-
líkamanum. Vissulega má gleðjast yfir atorku margra
upprennandi manna við atvinnustörfin á sjó og landi;
við fiskveiðar, aðgerð í fiskhúsum, vega- og bygginga-
vinnu, ræktun og bílakstur í erfiðu landi. Þetta er þakk-
arvert. En glæparitinu eru að allt of miklu leyti kom-
in í stað hinna sígildu bókmennta, bæði fornra og
nýrra, og drykkjuskapur á fjölmennum danssamkom-
um bætir ekki upp kirkjusókn fyrri tíma.
*
Skóla og kirkjuþreytan er viðgeranlegt böl. Ef fólki
leiðist í stofu hjá kennara eða í kirkju hjá presti, þá
er þessum andlegum leiðtogum um að kenna. Bömum
leiðist ekki hjá mæðrum sínum. Þóra í Skógum hefir
ekki kunnað mikið í málfræði og ekki neitt í erlend-
um tungum, en þegar Matthías, hinn mikla sonur henn-
ar, gerði yfirlit um þroskaferil sinn, þá hafði hann