Ófeigur - 15.05.1956, Síða 63
ÓFEIGUR
61
Samvinnumenn hafa verið svo heppnir að fá í sinn
hóp nokkra óvenjulega vel hæfa menn, sem hugðust
starfa við háskólann, en fóru aðra leið. Er þar átt við
Tryggva Þórhallsson, Sveinbjörn Högnason og nú síð-
ast Guðmund Sveinsson, skólastjóra í Bifröst. Hefir
Guðmundur skólastóri Samvinnuskólans hafið í skóla
sínum ýmiskonar heppilega nýbreytni í heimavistar-
skóla. Þar er inntökupróf og vandleg eftirgrennslan
um persónugildi nýrra nemenda. Borðsalur er stór. Sitja
fjórir við borð, snyrtilega klæddir. Mikil setustofa er
til afnota fyrir nemendur og kennara. Einn af yngri
kennurum skólans er um leið íþróttafélagi og ráðu-
nautur nemenda, ekki sízt um heppilega notkun tóm-
stunda. Er það í fyrsta sinn, sem hin enska tutor-venja
er notuð á Islandi, í breyttri mynd þó.
#
Hvað er að hinni nýju skólamálastefnu sem Brynj-
ólfur Bjarnason lögfesti 1946 með stuðningi allra þing-
manna nema okkar Gísla Jónssonar? Það er fyrst og
fremst sá höfuðglæpur, að neyða þúsundir fermingar-
bama til að byrja að stauta frumatriði tveggja erlendra
tungumála, meðan unglingarnir hafa hvorki löngun tii
þess náms eða viðunandi vald á móðurmálinu og bók-
menntum þjóðarinnar. Þetta fráleita og tilgangslausa
tungumálanám veldur því, að þessir unglingar eiga
erfitt með að öðlast þjóðlega menntun og sæmilegt
vald yfir móðurmálinu. Það er ekki tilviljun, að ungu
skáldin reyna að yrkja rímlaust og öll bókmenntavið-
leitni þessara viðvaninga er hliðstæð fálmi hinna ungu
klessumálara. Langflestir imglingar, sem byrja á tveim
málum á fermingaraldri, lesa hvorki á ensku eða dönsku
annað en auglýsingar og reyfara, og fleiri þessháttar
,,bókmenntir“.
*
Allir Islendingar, sem vilja nema erlend mál vegna
daglegra þarfa, geta gert það án þess að vera þving-
aðir til þess á bernskuárum. Hinsvegar sækist jafnvei
greindum ungmennum seint skyldunám skólanna. Ég
gerði eitt sinn tilraim með mjög greindan ungan mann,
sem var fæddur og uppalinn á bókelsku heimili og var
fjöllesinn í íslenzkum bókum. Hann hafði numið ensku
í góðum gagnfræðaskóla í 3 ár og önnur þrjú í fram-
haldsskóla. Ég léði honum góða, fremur létta og mjög