Ófeigur - 15.05.1956, Page 67

Ófeigur - 15.05.1956, Page 67
ÓFEIGUR 65 Svartur listi — Hvítur listi Stalin fann upp svarta listann í blindu valda- brölti sínu. Eiturgas, framleitt í náttmyrkri á- byrgdarleysisins, kom í stað opinna átaka í fullu dagsljósi. Tœkni Stalins barst hingað til lands með söfnuði hans. Borgarar sem vildu vingast við bolsiviíca á Islandi undirbjuggu „hreinsaniru hver á sínum bœ. Þegar gistivinir kommúnista sóttu sem mest á að koma á vinstri stjórn, var ég talinn mótgangsmaður þeirrar stefnu. Þá var biíinn til sá listi, sem hér birtist eftir Ijósmynd af frumheim- ildinni, Tveir menn skrásettu margra manna vilja í þessu ritverki. Annar á gamla ritvél. Hinn með stílvopni. Það er undarlegt, að ég skyldi verða fyrstur fyrir fordæmingu svartlistastefnunnar. Ég hefi um langa œfi unnið að stofnun „hvítra lista“. Þá er treyst á það góða og lífvœnlega í samferða- mönnunum. Hefir þessi viðleitni mín mjög komið frarn við eflingu samvinnu og stéttasamtaka. I sögukveri því, sem flest íslenzk börn hafa lesið í barnaskólum undangengin JfO ár, er mest á- herzla lögð á það, sem ber vott um manndóm og þrek. Sama má segja um bók mína Fjölnismenn og Jón Sigurðsson. I þeim anda vinn ég nú að bók um „heijur“ landshöfðingjatímabilsins. Þá hefi ég ritað œfiminningar samtíðarmanna í tugatali. 1 öllum þessum verkum efli ég „hvíta lista“ t sögu þjóðarinnar með því að draga fram í dagsljós sögunnar það sem einkum verður efni- viður í kóralrif menningarinnar. Með haustinu mun ég gera athugasemdir við þennan svarta lista með því að benda á þjóðbœt- andi störf allra þeirra, sem gistivinir vilja þoka nær yztu myrkrum mannfélagsins. Með þessu œtla ég að reyna að venja fólk af að búa til svarta lista, en hvetja æskuna til að starfa undir merki þeirra, sem efla hvítlistafólk til drengilegrar framsóknar.

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.