Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 4
4 22. mars 2019FRÉTTIR Guðaleikurinn H erra Ólafur Ragnar Gríms- son og Dorrit Moussaieff eru nú að basla við að láta klóna hundinn sinn Sám. Í janúar var greint frá því að Sám- ur væri dauður en lífsýni voru tek- in úr honum. Verða þau send til Bandaríkjanna þar sem fyrir- tækið ViaGen Pets mun sjá um að klóna hann í maí. Alveg eins og í myndinni The 6th Day með Arnold Schwarzenegger. Þetta sýnir hversu mikið for- setahjónin fyrrverandi elskuðu Sám. Einnig sýnir þetta hversu litla trú þau hafa á öðrum hund- um en Sámi. Flestir myndu láta nægja að fá sér annan hund og nefna hann einnig Sám, eða kannski Sám II. Út frá þessu fer Svarthöfði að velta því fyrir sér hvort ekki sé ráð að klóna önnur fræg íslensk dýr. Lítið mál væri að klóna stóð- hestinn goðsagnakennda Orra frá Þúfu. Sæði hans var dreift um ger- vallt landið. Annar frægur lífsýnadreifari var hvalurinn Keikó. Keikó var fangaður við Íslandsstrendur árið 1976 og geymdur í Sædýrasafninu um stund. Var hann síðan seld- ur til Ameríku til þess að verða Hollywood-leikari. Hægt væri að klóna Keikó til að leika með Arnold í The 6th Day II. Gaman væri að hitta apann Bongó aftur. Uppstoppaður ham- ur hans er geymdur til sýnis í Borgarleikhúsinu í tilefni af sýn- ingu söngleiksins Elly. Söngkon- an Elly Vilhjálms var lengst af eigandi Bongós en losaði sig við hann þegar hann var ekki lengur húsum hæfur. ViaGen Pets hljóta að geta sigtað óþekktina úr hon- um. Mörg fleiri dýr væri hægt að klóna, heilan dýragarð í raun og veru. Hundinn Lúkas, ísbjörn- inn Björn, nautið Guttorm, tíkina Lucy og svo mætti lengi telja. Svarthöfði spyr sig þá: Af hverju að stoppa þar? Fyrst við erum á annað borð farin að leika guði þá ættum við ekki að láta málleysingja duga. Klónum fræga Íslendinga líka og stofnum skemmtigarð. Í þeim garði væri hægt að kveðast á við Jónas Hallgrímsson, hlaupa undan Axlar-Birni, kasta Ólöfu eskimóa og tefla við Bobby Fischer. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Argentínumaðurinn Emilio Marcos Palma var fyrsta manneskjan sem fæddist á Suðurskautslandinu. Hann fæddist 7. janúar árið 1978. Líftími skýja er 10 til 60 mínútur. Lutrafóbía er ótti við otra. Mikill bragðmunur átti að vera á föstumat og jólakræsingum. Skata var borðuð á Þorláksmessu af því að hún þótti sérstaklega vondur matur. Sextán Norðmenn hafa verið biskupar á Íslandi, sjö Danir, þrír Englendingar, einn Svíi, einn Þjóð- verji og einn Hollendingur. YFIRHEYRSLAN Hjúskaparstaða og börn? Ég er þriggja barna faðir. Elst er Rannveig Íva, 22 ára, sem er lögregluskólanemi og í lögreglunni í Reykjavík. Næstur er Albert Elí, 15 ára, og svo Patrekur Veigar, bráðum 11 ára. Ég er fráskilinn. Ertu ættrækinn? Því miður get ég ekki svarað þessu jákvætt, mér þykir vænt um uppruna minn og á mínu fólki allt að þakka. Foreldrar, ömmur og afar og gott frændfólk. Vonandi er ég að fara á lífsskeið þar sem þetta breytist. Spilar þú á hljóðfæri? Hljóðfæri spila ég ekki á, því miður, ég held ég láti bara aðra um þá list og njóti héðan í frá. Ertu A- eða B-manneskja? Ég hef alltaf haldið að ég væri B-manneskja og fundist gott að vaka fram eftir. Í vetur hef ég hins vegar snúið þessu við og farið á æfingar klukkan 6, nokkrum sinnum í viku. Núna er uppáhaldstíminn minn milli 7 og 8, eftir æfingu, algjör ró. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Ég á margar fyrirmyndir í lífinu og fólk sem ég lít upp til, bæði ættingja, fólk sem hefur orðið á vegi mínum og ýms- ar hversdagshetjur. Mér sýnist alltaf meir og meir að ég geti lært mikið af öllu fólki. Ég held að við höfum öll okkar ljós og skugga. Allar hetjur hafa stórt ljós og stóran skugga. Hvað er það erfiðasta sem þú hefur gert? Allt sem viðkemur sorg og mótlæti hjá börnunum mínum finnst mér erfiðast. Með hvaða íþróttaliði heldur þú á Íslandi? Ég held að sjálf- sögðu með Þrótti þar sem sonur minn æfir mark í 3. flokki í fótbolta. Svo hef ég lúmskt KR-hjarta eftir íþróttaæfingar í Vesturbænum í gamla daga. Hvað værir þú að gera ef þú værir ekki prestur? Ég er mjög sáttur við mitt hlutskipti, eftir því sem ég verð eldri þarfnast ég náttúrunnar meir. Ætli ég væri ekki bóndi og trillukarl. Helst bæði. Verst hvað ég er sjóveikur. Trúir þú á geimverur? Mér finnst það óhugsandi að alheimur- inn hafi ekki annað vitsmunalíf en lífið á jörðinni. Óravíddir alheimsins geyma örugglega líf. Ertu góður dansari? Alls ekki. Mannkostir þínir? Mínir stærstu kostir geta orðið mínir stærstu gallar. Ég veit að ég er hugrakkur, hef gott innsæi, vinnu- samur. Einn kostur hefur vaxið mjög, það er vitneskjan um hversu takmarkaður ég get verið. Enda eiga helst aðrir að svara svona spurningu. En lestir? Ég er stundum mjög óþolin- móður, get verið mjög þrjóskur, stjórnsamur. Ég hefði mátt nema miklu oftar staðar í lífinu. Besta ráð sem þú hefur fengið? Ég hef fengið svo mörg góð ráð í lífinu en ég hef ekki alltaf farið eftir þeim. Sum góðu ráðin hef ég skilið löngu síðar, því miður. Áttu gæludýr? Við eigum hana Sölku, 10 mánaða, svartan, enskan Labrador. Hún telur sig ekki vera hund. Fyrsta atvinnan? Ég byrjaði pínulítill að vinna hjá afa og ömmu í sveitinni, Laxamýri í Suður-Þing- eyjarsýslu, og vann þar til tvítugs. Svo vann ég í níu mánuði við landbúnaðarstörf í Danmörku, skógarhögg. Með háskólanum var ég alltaf í lögreglunni og síðan þá hefur það verið ævistarfið. Star Wars eða Star Trek? Klárlega Star Wars. Þar eru notaðar margar klassískar mýtur, sem við finnum í árþús- unda gömlum menningararfi. Star Wars er svona nútíma riddarabókmenntir að mörgu leyti. Andlegur þroski, fall og upprisa, andleg leit og lærisveinar og meistarar, gott og illt. Ég veit ekkert um Star Trek. Hvað er mikilvægast í lífinu? Augljóslega eru það börnin í mínu tilfelli. Allt annað hefur bara verið misskilningur. Eitthvað að lokum? Ég bið að heilsa. Séra Vigfús Bjarni Albertsson er sjúkrahússprestur og mannauðsstjóri Þjóðkirkjunnar. Hann hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Árið 2016 bauð hann sig fram til forseta en dró framboðið til baka þegar útlit var fyrir að Ólafur yrði áfram. DV tók séra Vigfús í yfirheyrslu. Hver er hún n Er dómsmála- ráðherra. n Er ferðamála- ráðherra. n Er iðnaðarráðherra. n Er nýsköpunarráðherra. n Hefur tvö fornöfn, ættarnafn og eftirnafn. SVAR: ÞÓRDÍS KOLBRÚN REYKFJÖRÐ GYLFADÓTTIR. Vigfús Bjarni Albertsson 482114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.