Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 51
PRESSAN 5122. mars 2019 Mason City Municipal-flugvallar- ins þar sem Roger Peterson tók á móti þeim. Hann hafði ekki hlotið þjálfun í að fljúga blindflug en það var nauðsynlegt í þeim aðstæð- um sem voru þessa nótt, snjó- komu og myrkri. Vélin tók á loft klukkan 00.55 og tók stefnuna á Hector-flugvöllinn í Fargo en sá flugvöllur var næst The Armory í Moorhead. Fólk sem var á flugvell- inum fylgdist með flugtakinu en fljótlega hvarf vélin sjónum. Að- eins fjórum mínútum eftir flugtak hvarf hún alveg og fjarskiptasam- bandið rofnaði. Eigandi vélarinn- ar fór strax til leitar næsta morgun í annarri flugvél og kom fljótlega auga á flugvélina þar sem hún hafði hrapað til jarðar á snæviþak- inn akur skammt frá flugvellinum. Þegar Bill McGill lögreglustjóri kom á vettvang fyrstur manna sá hann gjörónýta flugvélina og lim- lest lík tónlistarmannanna þriggja við hlið hennar. Lík Peterson fannst í flakinu. Hinir tónlistarmennirnir í hópnum fóru með rútu til The Armory eins og fyrirhugað var. Þeir fréttu ekki af slysinu fyrr en þeir komu á áfangastað. Þrátt fyrir hið hörmulega slys voru þeir nánast neyddir á svið og tónleikaferðinni var síðan haldið áfram án þrem- enninganna. Slysið og dauði þessara þriggja ungu tónlistarmanna hafði mik- il áhrif í Bandaríkjunum og víða um heim. Það var og er sér- staklega Buddy Holly sem hef- ur lifað í minningunni og verið sagður áhrifavaldur margra tón- listarmanna. Margar hljómsveitir sem slógu í gegn á sjötta áratugn- um hafa nefnt Holly sem mikla fyrirmynd og áhrifavald og má þar nefna Bítlana, Rolling Stones, Elton John og Eric Clapton. Í lok september 1959 komst rannsóknarnefnd flugslysa að þeirri niðurstöðu að orsök flug- slyssins hefði verið sú að Peter- son var ekki nægilega þjálfaður til að fljúga við jafn slæmar veð- urfarslegar aðstæður eins og voru þessa nótt og hafi ekki getað flogið blindflug. Samsæriskenningar fóru á kreik Tveimur dögum eftir slysið voru lík hinna látnu krufin. Krufningar- skýrslurnar hafa síðan verið krufn- ar ofan í kjölinn af mörgum. Ýms- ar samsæriskenningar hafa verið á lofti um dánarorsök þremenn- inganna og því hafa margir talið nauðsynlegt að kafa djúpt ofan í krufningarskýrslurnar. Það var ekki til að draga úr hugmynda- smíði samsæriskenningasmiða að við hlið flugvélarinnar fannst skammbyssa, sem er talin hafa ver- ið í eigu Buddys Holly. Óstaðfestur orðrómur komst á kreik um að skotgöt hefðu verið á flugmanns- sætinu og að skotið hefði verið úr skammbyssunni. Þetta kom síð- an af stað öðrum orðrómi um að flugmaðurinn hefði verið skotinn skömmu eftir flugtak, þó ekki að yfirlögðu ráði heldur hafi verið um slysaskot að ræða. Auk þess var orðrómur um að J.P. Richardson hefði orðið fyrir voðaskoti. En ekki nóg með það því einnig flaug sú fiskisaga að hann hefði lifað í tölu- verða stund eftir slysið og reynt að ganga af stað til að sækja hjálp, en hefði síðan hnigið örendur niður. J.P. Richardson var lagður til hinstu hvílu í Forest Lawn Cemet- ery í Beaumont í Texas. Þegar ríkið vildi setja bronsstyttu á gröf hans 2007 krafðist stjórn kirkjugarðsins þess að lík hans yrði flutt í aðra gröf. Í tengslum við þann flutn- ing lét sonur hans, Jay Richard- son, kryfja líkið á nýjan leik. Jay fæddist eftir lát föður síns. Niður- staða krufningarinnar, sem var gerð í byrjun mars 2007, var að J.P. Richardson hefði ekki getað gengið eitt einasta skref eftir slys- ið. Hann lést samstundis eins og hinir þrír. Einnig var hægt að vísa á bug orðrómi og samsæriskenning- um um að Richardson hefði verið skotinn. Það má síðan geta þess að upp- runaleg líkkista J.P. Richardson var um tíma til sýnis á Texas Musici- ans Museum í Hillsboro í Texas og síðan í útibúi sama safns í Waxa- hachie. Hún var síðan til sýn- is í Roadside America Museum í Hillsboro. Það vakti mikla reiði 2009 þegar fyrrnefndur Jay Ric- hardson reyndi að selja kistuna á eBay. Hann hætti síðan við það en ekki er vitað hvar kistan er nú niðurkomin. Eiginkonan frétti af slysinu í útvarpinu Eiginkona Buddys Holly, Maria Elena Holly, frétti af dauða eigin- mannsins í útvarpinu. Hún brotn- aði algjörlega saman og nokkrum vikum síðar missti hún fóstur. Þetta varð til þess að settar voru reglur um að ekki mætti skýra frá nöfn- um þeirra sem far- ast af slysförum fyrr en búið væri að til- kynna ætt- ingjum um slysið. Marie var svo illa á sig komin eft- ir slysið að hún gat ekki verið við- stödd útför eigin- mannsins og hefur aldrei farið að gröf hans. Árum saman hlustaði hún ekki á tónlist hans en hún samþykkti, fyrir áeggjan eiginmanns síns, 1978 að gerð yrði Hollywoodmynd um Buddy Holly, The Buddy Holly Story. Hún hefur alla tíð staðið vörð um arfleifð Buddys og vöru- merkið sem hann er, en það veltir enn háum fjárhæðum. Í Lubbock í Bandaríkjunum er sérstakt safn til heiðurs Buddy Holly, The Buddy Holly Center, og reglu- lega eru haldn- ir tónleik- ar og farið í tón- leikaferðir til að minnsta hans. Ný kenning Fyrir fjórum árum sagði flug- maðurinn L.J. Coon að hann hefði fund- ið óvefengjanlegar sann- anir fyrir að ástæðan fyr- ir flugslysinu hafi verið að þyngdardreifing í vél- inni var mjög ójöfn. Slys- ið hafi ekki haft neitt með reynsluleysi flugmannsins að gera. Bandaríska flug- slysanefndin íhugaði að taka málið aftur til rann- sóknar en tilkynnti í apr- íl 2015 að hún hefði ekki fundið neitt sem styddi kenningu Coon og því var ekkert aðhafst. n LEIÐANDI Í GREIÐSLULAUSNUM Greiðslulausnir tengdar helstu afgreiðslukerfum Allir posar frá Verifone taka við snertilausum greiðslum með farsímum Sjálfstandandi greiðslulausnir og handfrjálsir posar Hlíðasmára 12 201 Kópavogi verifone@verifone.is S: 544 5060 NÓTTIN SEM TÓNLISTIN DÓ Brak vélarinnar Samsæriskenningar hafa grasserað um afdrifin. J.P. Richardson Gekk undir nafninu The Big Bopper.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.