Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 8
8 22. mars 2019FRÉTTIR U ppeldi er sú aðferð sem notuð er til þess að styðja tilfinninga-, samfélags-, vitsmuna- og líkamlega þróun barns frá fæðingu til full- orðinsára. Algengasta form upp- eldis er frá kynforeldrum til barna en einnig getur sú staða kom- ið upp að aðrir fjölskyldumeð- limir eða ókunnugir ali börn upp. Uppeldi hefur í gegnum árin ver- ið mjög margvíslegt og er talið að það ráðist mikið til af samfélags- legum aðstæðum foreldranna, stétt þeirra og efnahag. Það þarf ekki að líta langt aft- ur í tímann til þess að sjá að upp- eldi hefur breyst gífurlega og ef skoðaður er munurinn á uppeld- isaðferðum frá árinu 1960 til dags- ins í dag má sjá miklar breytingar. Sumar jákvæðar, aðrar neikvæðar. Það eru líklega margir foreldrar sem kannast við það að hafa heyrt foreldra, ömmur og afa missa út úr sér orðin: „Þú ert að gera þetta vitlaust“ þegar kemur að upp- eldisaðferðum. Þau orð geta ver- ið röng í einhverjum tilfellum, en eru þau það alltaf? Getur verið að það sé eitthvert vit í þeim ráð- um sem jafnvel reynslumikið fólk er að reyna að deila? Ef við skoð- um aðeins hvernig uppeldisstefna hefur mótast hérlendis hefur mikil framþróun orðið, mest til góðs en annað ekki. Lítið var gert úr hlutverki feðra í uppeldinu Árið 1970 lét Rauðsokkahreyf- ingin í sér heyra varðandi jafnrétti kynjanna og vegna þeirra breytt- ist margt. Konur sóttu fram og sýndu hvað í þeim bjó en þrátt fyr- ir það var ávallt talað um mæður sem aðal umönnunaraðilann allt til ársins 1980. Á þessum árum fóru feður þó að taka meiri þátt í heimilislífinu en hlutverk föð- ur í lífi barnsins var þó ekki talið jafn mikilvægt og hlutverk móður. Talið var að móðirin bæri ábyrgð á og ætti að stjórna uppeldinu og gert var minna úr hlutverki feðra. Þegar breytingar urðu í samfé- laginu og konur fengu kosninga- rétt, aukin réttindi og þær fóru að fara út á vinnumarkaðinn í meira mæli varð stofnun leikskóla al- gengari. Frá þessum árum og fram til dagsins í dag hefur viðhorf fólks til uppeldis barna breyst töluvert. Það sem margt eldra fólk velt- ir þó fyrir sér í dag er hvort þessi mikla breyting sem orðið hefur á uppeldisstefnu teljist yfirhöfuð til ávinnings. Fólk hefur velt því fyrir sér hvort foreldrar í dag séu farn- ir að ofvernda börnin sín. Foreldr- ar séu farnir að ganga of langt í að passa að börnin hafi ávallt gaman og eitthvað til afþreyingar og jafn- vel farnir að tipla á tánum í kring- um tilfinningar barna. Sem hafi síðan orðið til þess að foreldrar séu að missa tökin á uppeldinu smám saman. Getur verið að það sé eitthvert vit í þessu eða eru þetta vanga- veltur frá kynslóð sem stundum er talin hafa vanrækt börnin sín? Gjarnan hefur fólk sem fæddist á árunum 1960 til 1990 sagt að unga kynslóðin í dag sé umvafin bómull, hún þurfi ekki að taka þátt í heimilisverkum, fái að hag- ræða tíma sínum of frjálslega og eyði allt of mörgum stundum fyr- ir framan skjáinn. Þá er jafnframt oft talað um einfaldari tíma. Tíma þar sem Jón gekk yfir til Gunna og spurði hann hvort hann vildi „vera memm“. Þá hafi vinirnir far- ið út og verið tímunum saman í að klifra í klettum, moka sand eða leika löggu og bófa. Ekki hafi þurft foreldra til þess að skipuleggja „hitting“ né neinn umsjónaraðila sem horfir yfir öxl barnanna öllum stundum. Engar tölvur komu við sögu eða símar. Áhugaverð er frásögn ein á bloggsíðu frá manni, fæddum árið 1971, sem blaðamaður rakst á við skrif þessarar greinar. „Þegar kom að sumarfríi fjöl- skyldunnar þá fór ég ekki í sumar- búðir. Fjölskyldan mín hafði held- ur ekki efni á því að skipuleggja langt sumarfrí saman að skoða Evrópu. Nei, mamma mín safnaði eins miklum pening og hún gat og fór hún með okkur á ströndina eins oft og hún gat. Það fannst okkur frábært, að fá að fara og pissa í sjóinn. Það var það eina sem við vildum fá úr lífinu á þess- um tíma.“ Einnig segir hann: „Þegar ég var orðinn tólf ára þá skildi mamma eftir smá klink fyrir mig og litla bróður minn á eldhúsborðinu áður en hún fór í vinnuna ásamt bréfi sem á stóð: „Verið góðir. Sé ykkur í kvöld. Það verður svína- kjöt í matinn. Ekki slást. Elska ykkur, mamma.“ Restina af degin- um fengum við svo að ákveða. Við smurðum okkur samloku, læst- um hurðinni þegar við fórum út. Hjóluðum langar leiðir, spiluðum hafnabolta og veiddum fisk. Það var enginn sem fylgdist með okk- ur og það var enginn sem setti út á uppeldisaðferðir móður okkar í kommentakerfinu. Það vissi ekki einu sinni neinn af okkur nema mamma og hún vissi að það yrði allt í lagi með okkur þar sem hún hafði gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að kenna okkur á lífið. Nú var komið að okkur að njóta lífsins og læra á hvernig hlutirnir virkuðu.“ Aldamótin mörkuðu tímamót í uppeldisaðferðum Mikil breyting átti sér stað í upp- eldisaðferðum í kringum alda- mótin en þá voru farsímar og spjaldtölvur orðnar hluti af heim- ilinu. Krakkar skráðu sig á samfé- lagsmiðla og fóru fljótlega að eyða tímunum saman á Internetinu. Fljótlega fór að bera á því að að- laga þurfti þessa nýju tækni að lífi barna og hafa nú verið settar reglur þess efnis hverju krakkar hafa rétt á þegar kemur að notk- un hinna ýmsu forrita. Samkvæmt UNCRC hafa börn nú rétt til að taka þátt í hlutum sem viðkoma þeim á netinu. Þá hafa þau einnig rétt til að koma með eigið álit á ákveðnum málefnum og ber full- orðnum skylda til að hlusta á þau og taka mark á þeim. Hirtingar Það eru ekki mörg ár frá því að lík- amlegu ofbeldi var beitt til þess að ala upp börn. Þá var þeim gjarn- an refsað með rassskellingu eða voru slegin utan undir fyrir slæma hegðun. Í dag er þess konar hegð- un gagnvart barni talin með öllu ólíðandi og geta foreldrar misst forræði yfir börnunum ef upp kemst um slíkt. Áhugavert er því að skoða það hversu stutt er síðan þeim aðferðum var í raun og veru beitt. BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR Sérsmíðum eftir óskum hvers og eins Gylfaflöt 6-8 / S. 587 6688 / fanntofell.is Ofbeldi áður fyrr n Uppeldissögur Íslendinga n Erum við að klúðra þessu? en ofverndun í dag Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is Einfaldara líf Börn léku sér úti allan daginn áður fyrr. Reykingar Ekkert þótti til- tökumál að svæla nálægt börnum. Ofverndun Vandamál nú- tímaforeldra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.