Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 52
52 22. mars 2019 H vernig ætli elsta vín heims- ins smakkist? Ábyggilega illa, enda er það nærri 1.700 ára gamalt, kekkj- ótt og orðið óáfengt. Hugsanlega er það eitrað. Langelsta vín sem fundist hefur er Römervínið sem fannst í grafhýsi Rómverja og er nú geymt í litlu safni í Þýskalandi. Fannst árið 1867 Að eldast eins og gott vín er mál- tæki sem flestir þekkja. Mörg vín verða betri með aldrinum en ár- gangar eru þó misjafnir að gæð- um. Til að mynda þykja Bordeaux- vín frá árinu 1961 mjög góð en sams konar vín frá 1960 hreinasti óþverri. Þó að vín séu innsigluð breyt- ast þau með tímanum og eftir ákveðinn tíma verða þau vond og ódrekkandi. Slíkt á ábyggilega við um hið fræga Römervín sem fannst árið 1867. Römervínið er langelsta vín sem fundist hefur og talið vera frá árunum 325 til 350 eftir Krist. Til samanburðar má nefna að hið næstelsta er frá árinu 1472. Römervínið fannst í grafhýsi í Rínarhéruðum Þýskalands, ná- lægt bænum Speyer. Grafhýsið var í eigu rómversks aðalsmanns og í því fundust kistur karlmanns og konu. Í kistu karlsins fundust tíu vínflöskur og sex í kistu konunnar. Aðeins ein flaskan var heil og enn með víni í. Ekki hægt að rannsaka vökvann Römervínið er geymt og haft til sýnis í héraðssafni Speyer. Fræði- menn og vínáhugamenn hafa lengi deilt um hvort eigi að opna flöskuna og rannsaka innihaldið. Þó að talið sé að flaskan inni- haldi vín er ekki hægt að fullyrða það fyrr en flaskan hefur ver- ið opnuð. Margir ótt- ast hins vegar að mik- il eðlisbreyting gæti orðið ef innsiglið rofnar og vökvinn kemst í beina snertingu við andrúms- loftið. Að öllum líkind- um er þó um vín að ræða og staður- inn sem flaskan fannst á er frægt vín- gerðarhér- að. Fræði- menn hafa reynt að greina inni- haldið án þess að opna flösk- una. Talið er að allt alkó- hól sé farið úr henni. Í vín- ið hafa ver- ið settar ýms- ar jurtir og þykk ólífuolía. Þetta sést á því að vökvinn er lagskiptur, tær neðst en þykk- ur við barminn. Heitt vax hefur síðan verið not- að til þess að inn- sigla flöskuna. Það sem er hvað forvitnilegast varð- andi flöskuna er að hún er úr gleri. Gler var afar sjaldan notað til þess að geyma vín á tímum Rómverja. Safnstjórinn sá eini sem þorir Í Speyer er grannt fylgst með Römervíninu. Ludger Tekampe, safnvörður á héraðssafninu, seg- ist ekki hafa séð neina breytingu á því síðan hann tók við fyrir 25 árum. Vínið hefur verið geymt á sama stað í safninu í meira en öld. Tvisvar hefur Tek- ampe handleikið það en aðr- ir starfsmenn hafa ekki þor- að að snerta flöskuna. En hvernig myndi vín sem er tæplega 1.700 ára gam- alt smakkast? Fræðimenn eru sammála um að það sé ekki sniðugt að smakka það. Hugsanlega er vínið orðið eitr- að. Ef ekki þá er bragðið að öllum lík- indum við- bjóðslegt og vínandinn farinn. n GODDI.IS Auðbrekku 19 - kópAvogi - S. 544 5550 Saun - og gistitunnur ásamt viðarkyntum pottum Sjáðu úrvalið á goddi.is Margar gerðir Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð aðeins 58.500 kr. Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð frá 58.500 kr. Vilko.is • Sími 452 4272 • Húnabraut 33 • 540 Blönduósi Netverslun með stærri einingar TÍMAVÉLIN - ERLENT Elsta vínflaska heims frá tímum Rómverja n Þora ekki að opna flöskuna n Hugsanlega eitrað „Talið er að allt alkóhól sé farið úr henni Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Ludger Tekampe Sá eini sem þorir að snerta flöskuna. Römervínið Ábyggilega viðbjóður á bragðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.