Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 60
60 MATUR 22. mars 2019 LOKAÐIR STURTUKLEFAR MEÐ TOPPI, SPORNA GEGN RAKA OG MYGLU Kíktu á sturta.is og skoðaðu úrvalið S. 856 5566 Eldar rétti í stafrófsröð Ingibjörg Sólrún fékk nóg af því að elda alltaf sömu réttina I ngibjörg Sólrún Ágústsdóttir hefur alltaf haft gaman af því að elda góðan mat og baka ljúffenga eftirrétti. Hún var hins vegar komin með leiða af því að vera alltaf að elda sömu gömlu réttina sem hún þekkti og ákvað því að skora á sjálfa sig í skemmtilegu verkefni. Eldar sig í gegnum Evrópu „Ég var eins og margir aðr- ir, föst í sömu gömlu réttunum og orðin smá leið. Ég fékk þá hugmynd að elda mig í gegn- um Evrópu í stafrófsröð. Hvert land fær eina viku og þvílík fjöl- breytni. Þetta byrjaði nú bara sem smá hugdetta hjá mér, en mér finnst þetta svo ótrúlega skemmtilegt að ég ákvað að deila því hvernig mér gengur og hvað ég er að brasa,“ segir Ingi- björg. Aðspurð hvaðan hugmyndin hafi sprottið segist Ingibjörg hafa fengið hana eftir að hún hafði au pair á heimilinu sem hafði mikinn áhuga á Íslandi. „Hún hafði mikinn áhuga á Íslandi og fannst mjög gaman þegar ég eldaði venjulegan ís- lenskan heimilismat. Hún sagði oft að hún hefði haldið að Ís- lendingar borðuðu bara súrmat og aðra skrítna rétti og var hissa á því hvað íslenskur heimilis- matur væri góður. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvað væri dæmigerður heimilismatur í öðrum löndum og áttaði mig á því að ég vissi afskaplega lítið hvað aðrar þjóðir eru að borða.“ Ingibjörg fór því beint í að leita sér upplýsinga og fannst mjög spennandi að skoða mat- arvenjur í öðrum löndum. Flest allt verið ljúffengt „Einnig virtist þetta vera frekar einfalt í framkvæmd. Með þessu vonaðist ég eftir fjölbreytni í eldamennskuna hjá mér og hef svo sannarlega fengið hana. Ég hef reynt að finna uppskrift- ir sem eru gerlegar, ódýrar og þægilegar. Ég hef bæði bak- að og eldað og flest hefur ver- ið mjög ljúffengt þó svo að það hafi ekki alltaf orðið raunin. Ég reyni að gera þrjá rétti frá hverju landi en er þó ekki með ákveðna reglu á því. Ég geri í raun bara það sem heillar mig hverju sinni. Albanía lék mig örlítið grátt með öðruvísi upp- skriftum og bragði sem er langt frá því sem ég er vön.“ Ingibjörg ákvað að bjóða fólki að koma með sér í Evrópu- reisu sína í eldhúsinu og deil- ir uppskriftunum og reynslu sinni af eldamennskunni á Instagram undir notandanafn- inu: ingaagusts. n Evrópulanda Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is COCA brauð / Myndir: Instagram: ingaagusts Tómatpastasósa Apfelstrudel „Albanía lék mig örlítið grátt“ „Hvert land fær eina viku og þvílík fjölbreytni“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.