Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 10
10 22. mars 2019FRÉTTIR „Ég man að ég var rassskellt eða slegin utan undir ef ég var með kjaft. Það er eitthvað sem ég myndi aldrei gera í uppeldi á mínu barni í dag,“ segir einn við- mælandi, fæddur 1987, blaða- konu. Þá segir annar viðmælandi, sem fæddist árið 1988: „Ég var látin bíta í sápu fyrir það að bíta bróður minn. Ég beit hann aldrei aftur en ég myndi aldrei gera þetta við mín börn. Ég var ekki einu sinni smákrakki á þessum tíma.“ Þá er einnig áhugavert að hugsa til þess að fyrir einungis ör- fáum árum taldist það eðlilegt að reykja sígarettur á heimilinu, jafn- vel á meðan leikið var við börnin. Þá voru þau gjarnan send út í búð með miða frá foreldrum þar sem á stóð að þau ættu að kaupa pakka af sígarettum og mættu velja sér nammi ef afgangur yrði. Foreldrar reyktu og drukku í kringum börnin Það þarf ekki að gera annað en að horfa á gamlar klassískar íslenskar kvikmyndir eins og myndina Stella í orlofi sem tókst afbragðsvel að fanga tíðaranda íslensks sam- félags á árum áður. Þar má sjá hvernig foreldrar reyktu daginn út og daginn inn og drukku mikið magn af áfengi þrátt fyrir að börn- in væru í kring. Börn voru hvorki í sérstökum öryggisbúnaði í bíl- um, né voru þau skikkuð til þess að setja á sig bílbelti. Þau voru án eftirlits meiri hluta dags og þurftu að taka á sig alls konar ábyrgðar- verkefni sem börnum í dag væri meinað að gera. Kona fædd árið 1962 deildi einnig reynslu sinni af mismun- andi uppeldisaðferðum, bæði frá því hún var sjálf barn og frá þeim tíma sem hún ól upp börn sjálf: „Þegar ég var að alast upp hjá ungri móður minni sem var kom- in með tvö börn nítján ára göm- ul þá þótti það ekkert tiltökumál að binda krakka úti í garði með beisli. Mamma þurfti að sinna yngri bróður mínum inni og ég var útikrakki. Ég var sett í beisli sem bundið var við girðinguna. Ég lék mér í innkeyrslunni en bandið var þó það stutt að ég komst ekki út á götu. Það voru ekki allir sáttir við þetta og ein kona hótaði að kæra mömmu til barnaverndarnefndar en þetta var samt lenskan þá.“ Hún segir að á þessum tíma hafi leikskólar ekki verið algengir en að róluvellir hafi verið í öllum hverfum. „Þar voru gæslukonur sem pössuðu krakkana og það var greitt við hliðið þegar komið var með börnin. Við lékum okkur svo úti allan tímann sem við vorum þar. Þarna voru bílar ekki mjög algeng eign þannig að það var gengið þegar við þurfum að fara eitthvert. Það þótti ekkert tiltöku- mál að ganga frá Laugarnesinu og niður á Laugaveg. Krakkar gengu ein í skólann frá sex ára aldri og ekki í fylgd með fullorðnum nema kannski fyrsta skóladaginn. Börn léku sér úti eins mikið og hægt var og þá þurfti ekki að taka eins mik- ið til á heimilinu. Pabbinn vann úti og tók ekki þátt í heimilisstörf- um nema í einstaka tilfellum. Af- þreying barna á þessum tíma voru bækur og leikur, sjónvarp var not- að spari. Þá var ekkert sjónvarp á fimmtudögum og allan júlí- mánuðinn. Á fimmtudagskvöld- um var setið og hlustað á út- varpsleikrit og þá sátu krakkarnir hljóðir og hlustuðu. Teiknuðu gjarnan eða lituðu á meðan.“ Hún segir uppeldi barna í dag ekki mikið hafa breyst frá því að hún ól sín börn upp fyrir um 20 árum. „Uppeldið var svipað og það er í dag nema tölvunotkun var ekki eins algeng. Börn léku sér meira með dót og fengu að horfa á barnatímann í sjónvarpinu og einstaka bíómynd. Þegar Lati- bær var að byrja þá voru haldin heilsupartí og borðað grænmeti og ávexti á meðan fylgst var með Íþróttaálfinum á skjánum.“ Ung tveggja barna móðir, sem er fædd árið 1995, hafði svo þetta að segja: „Þegar ég var að alast upp þá var allt nýtt þar til það nánast hrundi í sundur. Fötin voru saumuð saman aftur og aftur og notuð, sama hversu ónýt þau voru orðin. Þegar ég eignaðist svo mitt fyrsta barn árið 2015 þá kom tengdamamma mín með flíkur af pabba barnsins, sem er orðinn 37 ára í dag, til okk- ar. Hún kom ekki bara með gaml- ar flíkur heldur líka snuðin sem öll börnin hennar höfðu átt. Það átti sko aldeilis að endurnýta!“ Hún minnist þess einnig þegar hún eyddi heilum skóladegi með brákaða hönd á hörkunni. „Hörkunni og meðvirkninni var troðið í alla alls staðar. Ég var einu sinni heilan skóladag með brákað bein í framhandlegg af því að ég átti bara að hætta þessu væli. Í dag yrði sá skólastarfsmað- ur brenndur á báli bara fyrir það að láta þessi orð út úr sér.“ Já, tímarnir breytast og mennirnir með. En þá er kom- ið að því að velta fyrir sér spurn- ingunum sem lagðar voru fram hér í upphafi greinar. Getur það verið að uppeldi barna í dag sé ábótavant? Eru foreldrar í dag að ofvernda börnin sín? Getur verið að það sé eitthvert vit í þeim ráð- um sem jafnvel reynslumikið fólk er að reyna að deila? Því miður veit greinarhöfund- ur ekki svörin við þessum spurn- ingum. Hún hefur þó fulla trú á því að foreldrar í dag séu að reyna að gera sitt besta í þeim kringum- stæðum sem þeir búa við. Alveg eins og fólk gerði hér á árum áður. Erum við ekki bara öll að reyna að sníða okkur stakk eftir vexti? n Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is LÓNSBRAUT 6 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 551 7170 • SAETOPPUR.IS „Það þótti ekk- ert tiltökumál að binda krakka úti í garði með beisli Snjall- símar Stór breyting í lífi barna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.