Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 25
Allt fyrir dýrin 22. mars 2019 KYNNINGARBLAÐ
Framkvæmdu í fyrsta
skipti hjartaaðgerð á hundi
Dýraspítalinn í Víðidal hef-ur starfað frá árinu 2001. Í dag eru átta dýralæknar
við spítalann og sá níundi bætist
í hópinn von bráðar, auk tveggja
dýra hjúkrunarfræðinga og fjölda
góðs starfsfólks. „Við sjáum um
alla almenna dýralæknaþjónustu,
læknisskoðanir, bólusetningar og
ormahreinsanir, sjúkdómsgreiningar,
meðferðir og sérhæfðar aðgerðir.
Við tökum á móti öllum gæludýrum,
hundum, köttum, fuglum og nag-
dýrum. Hér er fullbúinn hestaspítali
og þjónusta fyrir önnur húsdýr eins
sauðfé, nautgripi, svín og fleira.
Vegna aukinna umsvifa bjóðum við
nú upp á tímapantanir í síma 540-
9900 eða í gegnum tímatorg á
netinu,“ segir Halldóra Hrund Guð-
mundsdóttir, dýralæknir hjá Dýraspít-
alanum í Víðidal.
Þaulreyndir dýralæknar sem bjóða
upp á sérhæfða þjónustu
Dýralæknar Dýraspítalans í Víð-
idal eru eins og áður sagði átta
talsins og hafa allir sitt áhugasvið.
„Við sjáum öll um almennar dýra-
lækningar á stofunni, en við höfum
lagt okkar metnað í að sækja fram-
haldsmenntun á ákveðnum svið-
um dýralæknisfræðinnar. Þannig
höfum við Katrín Harðardóttir sótt
endurmenntun í skurðlækningum.
Ólöf Loftsdóttir er fagdýralæknir í
sjúkdómum hunda og katta og hefur
sótt framhaldsmenntun í hjarta-
sjúkdómum. Lísa Bjarnadóttir, einnig
fagdýralæknir í sjúkdómum hunda
og katta, er sérmenntuð í augn-
sjúkdómum. Á staðnum er sérútbúin
tannlæknastofa fyrir dýrin, sem er
sviðið hennar Hrundar Ýrar Óladóttur.
Helgi Sigurðsson er sérfræðingur í
hestasjúkdómum og sér um hesta-
spítalann ásamt Jóhönnu Helgu
Þorkelsdóttur,“ segir Halldóra.
Framkvæmdu í fyrsta skipti hjarta-
aðgerð á hundi
Þann 27. febrúar síðastliðinn fram-
kvæmdu dýralæknarnir í Víðidal
hjartaaðgerð á hundi í fyrsta skipti.
Um var að ræða ungan hund með
opna fósturæð (PDA), sem er með-
fæddur hjartagalli, en slíkur hjarta-
galli er sá eini sem hægt er að laga.
Blessunarlega gekk aðgerðin vel og
vaknaði hundurinn án aukahljóðs
frá hjarta. Hundurinn er nú mun
orkumeiri og á möguleika á lengra og
betra lífi, þökk sé dýralæknateyminu í
Víðidal og faglegum vinnubrögðum.
Nýjar víddir í sjúkdómsgreiningu
„Tove Nielsen, sérfræðingur í mynd-
greiningu tók til starfa hjá okkur í
október síðasta haust og hefur opnað
fyrir okkur nýjar víddir í sjúkdóms-
greiningu dýra.“ Aðspurð segir Halldóra
að hægt sé að mynda öll dýr, bæði stór
og smá. Góð tæki eru á staðnum og er
hægt að setja naggrísi og fugla, jafnt
sem stærri dýr, í röntgen myndatöku
og ómskoðun og til að auðvelda
sjúkdómsgreiningu.
„Yfirleitt förum við ekki heim til fólks
í vitjanir nema um sé að ræða heilt
got í hvolpa- eða kettlingaskoðun eða
heimaaflífun. Þegar kemur að því að
framkvæma læknisskoðun á dýrunum,
bólusetja þau og sjúkdómsgreina þá er
að sjálfsögðu best að koma með þau
hingað á spítalann þar sem við höfum
öll lyf, tæki og tól til þess að bjóða upp
á eins góða þjónustu og völ er á.“
Dýraspítalinn Víðidal er staðsettur
að Vatnsveituvegi 4, Reykjavík.
Sími: 540-9900
Facebook: Dýraspítalinn í Víðidal.
Bókaðu tíma á timatorg.is
MERKISDAGUR Á DÝRASPÍTALANUM Í VÍÐIDAL