Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 62
62 FÓKUS 22. mars 2019 H elga Magnea Eyþórsdótt- ir háði marga mánaða bar- áttu fyrir bandarískum dómstólum til að fá forræði yfir fósturdóttur sinni. Litla stúlk- an, sem síðar fékk nafnið Viktor- ía, var rúmlega sólarhrings göm- ul þegar Helga fékk hana fyrst í fangið en blóðmóðir hennar hef- ur háð baráttu við eiturlyfjafíkn og blóðfaðir afplánar fangelsisdóm. Að fá forræði var stórt skref en þar með er þó aðeins hálfur sigur unn- inn. Helga vinnur nú að því að fá að ættleiða Viktoríu og sér fram á langt og kostnaðarsamt ferli. Draumur að verða fósturmóðir Helga hefur verið búsett í Banda- ríkjunum undanfarin sjö ár, nánar tiltekið í Virginíufylki og unir hag sínum vel vestanhafs. „Ég flutti ásamt strákunum mínum til Virginíu, árið 2011 til þess að hefja nám. Ég var í East Carolina University og útskrifaðist með BS gráðu í viðskiptafræði. Eft- ir að ég kláraði skólann, ákvað ég að vera áfram í Virginíu og fór að vinna sem fasteignasali.“ Helga segist alltaf hafa átt sér þann draum að verða fósturmóðir. „Ég vissi að við strákarnir mínir gætum boðið börnum sem þyrftu á okkur að halda betra líf, ást, hlýju og öruggan stað til að vera á. Ég fór að kynna mér þetta betur á meðan að ég var í háskólanum og ákvað að byrja ferlið. Það var margt sem þurfti að skoða og það var ekki ein- falt, sérstaklega af því að ég er ís- lensk, einstæð móðir og í námi. Fyrsta barnið sem við vorum með í fóstri var lítil stelpa en hún kom til okkar aðeins tveggja vikna og var hjá okkur í þrjá mánuði áður en hún fór til fjölskyldu sem ætt- leiddi hana.“ Hafði aðeins klukkustund Það var síðan árið 2017 að Helgu bauðst að taka að sér nýfædda stúlku, sem síðar fékk nafnið Vikt- oría. „Viktoría á þrjá eldri bræður, sammæðra sem voru allir í fóstri á meðan mamma þeirra gekk með Viktoríu. Til þess að byrja með var ég með elsta bróður hennar í stutt- an tíma þar til hann fór annað og yngsti bróðir hennar kom til mín og miðbróðurnum var komið fyr- ir hjá vinkonu minni. Yngsti bróð- irinn var þá nýorðinn tveggja ára og ég hafði ekki hugmynd um að móðirin gengi með annað barn. Á sama tíma var ég með annað barn í fóstri hjá mér sem þá var að- eins átta mánaða, en hún kom frá annarri fjölskyldu. 6. júní 2017 fór ég að sækja þann litla úr heimsókn frá föð- urfólki sínu og þar var mér sagt frá því að mamman hefði eign- ast stúlku kvöldið áður. Það var ekki vitað hvað myndi gerast með litla barnið þar sem hún átti ann- an föður. Ég fór heim í hálfgerðu sjokki, hugsandi hvað yrði um það barn. Morguninn eftir var ég að vinna og fékk símtal kl. 10:30 þar sem mér var tilkynnt að félagsmálayfir- völd væru að taka Viktoríu af for- eldrunum og var ég beðin um að koma á skrifstofu félagsmálayf- irvalda sem fyrst til þess að taka hana í fóstur,“ segir Helga en hún hafði aðeins rúma klukkustund til að útvega helstu nauðsynjar fyr- ir litlu stúlkuna, sem var ekki enn komin með nafn og var kölluð „baby girl“. Flókin barátta Næsta hálfa árið tók virkilega á hjá Helgu, sem skyndilega var orðin einstæð móðir sex barna. Viktor- ía gekk í gegnum fráhvörf þar sem móðir hennar hafði neytt eiturlyfja á meðgöngunni, og var þar að auki magakveisu- og eyrnabarn. „Hún grét meira og minna fyrstu þrjá og hálfa mánuðinn. Að vera með þrjú pínulítil börn sem öll eru með einhverjar sérþarfir var rosalega erfitt. Bróðir Viktor- íu er á einhverfurófi með snertió- þol og fleiri greiningar. Hin stúlk- an sem ég fóstraði á sama tíma er með snertióþol líka og mikla þroskaskerðingu.“ Í desember 2017 fluttu bræður Viktoríu til föðurfjölskyldu sinnar. Blóðmóðir Viktoríu bað hins vegar Helgu um að ættleiða dótturina. Blóðfaðir Viktoríu hafði stuttu áður verið handtekinn fyrir morð- tilraun og sölu og vörslu eiturlyf- ja og kemur til með að sitja af sér OnePortal er vefgátt sem gerir rirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru t ngdir við þjónustu átt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma sk l m lu m í la ? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 Dragháls 14-16 Sími 412 1200 110 Reykjavík www.isleifur.is Straumhvörf í neysluvatnsdælum Grundfos Scala 3-45 Álagsstýrð, heldur jöfnum þrýsting og hljóðlát. Dregur vatn allt að 8 metra Innbyggð þurrkeyrsluvörn Afkastar 8 aftöppunar stöðvum Helga tók stúlku í fóstur með dags fyrirvara Blóðforeldrarnir í eiturlyfjaneyslu Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Mæðgur Fjölskyldur blóð- foreldra eru sammála um að Viktoríu sé best borgið hjá Helgu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.