Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 19
FÓKUS - VIÐTAL 1922. mars 2019 an í skóla, þá ekki að læra heldur að leika mér og taka þátt í félags- lífinu. Tólf eða þrettán ára var ég byrjaður að þeyta skífum og má segja að ég hafið tekið við af Sigga Hlö sem plötusnúður í Seljaskóla.“ Ætlaði að verða kokkur Hvað vildir þú verða? „Á mínum yngri árum lang- aði mig til þess að verða kokk- ur. Ég gekk í Fjölbraut í Breiðholti fyrsta árið, og var á matvælabraut. Kennararnir þar kenndu mér mjög margt og nýtist það mér enn þann dag í dag. Til dæmis virðingu, um- gengni við aðra, kurteisi og svo lærði ég að sjálfsögðu að elda mat, gera sósur, súpur og pönnu- kökur. Þessi þekking hefur kom- ið sér mjög vel alla mína ævi. Má þar nefna að ég bakaði mjög oft pönnukökur í afplánun minni inni á Litla Hrauni,“ segir Kristján og brosir. „Ég fór snemma að vinna í fiski og lærði fljótt að handflaka fisk. Ég var mjög snöggur og varð sem dæmi Íslandsmeistari í handflök- un á karfa á sínum tíma. Ég hafði virkilega góðar tekjur en vinnu- tíminn var langur, flesta daga vann ég frá 7 til 22 á kvöldin.“ Kristján segir viðskiptavitið einnig hafa komið á þessum tíma. „Á einum stað fékk ég útborg- að í smáýsu, ýsu sem ekki var hægt að selja. Ég flakaði hana eftir að vinnutíma lauk, gekk í hús og fyr- irtæki og seldi. Þannig gat ég tvö- faldað launin mín með þessari smá auka vinnu. Ég hef aldrei sett það fyrir mig að vinna. Þegar ég hugsa út í þetta allt saman hef ég komist að því að ég er sennilega „vinnualki“,“ segir Kristján og bros- ir. „Árið 1989 stofnaði ég Fiskbúð- ina VÖR og var hún staðsett í JL húsinu.“ Fíknin ávanabindandi og hættuleg „Árið 1995 var ég í félagsskap þá- verandi „vina minna“. Við vor- um ungir, fullir af ævintýraþrá og vildum prófa okkur áfram í lífinu. Alsæla var á þessum tíma alveg nýtt, það var spennandi og margir krakkar á mínum aldri á þeim tíma vildu prófa. Ég var því mið- ur einn af þeim. Ég prófaði, en þá var bara ekki aftur snúið. Fíknin tók völdin og ég gerði hluti sem ég sé enn þá eftir í dag,“ segir Kristján alvörugefinn. „Við félagarnir fórum saman í helgarferð til London. Og það var djammað út í eitt. Okkur bauðst að kaupa e-pillur, sem við þáðum. Við keyptum 500 töflur og ætluð- um að flytja til landsins, fyrir okk- ur félagana. Enda vorum við orðn- ir háðir þessari pillu og fannst skemmtilegt að djamma og dansa, allar helgar á Tunglinu, heitasta staðnum á þessum tíma. Það var ekki planlagt að gera þetta, frekar skyndiákvörðun og má nefna að við fórum ekki einu sinni með gjaldeyri út til London. Ég var ný- lega kominn með VISA-kort og það var því bara farið í hraðbank- ann og tekinn út peningur fyrir þessu. Ég hef aldrei reykt á ævinni. Aldrei tekið smók og hef aldrei verið í vandræðum með áfengi. Ég hef alltaf verið á móti eiturlyf- jum og er þetta eina eiturlyfið sem ég hef tekið inn. Í rauninni finnst mér, og fannst, þetta ekki vera „að dópa“. Þetta lítur út eins og ein saklaus pilla sem maður setur upp í sig og kyngir. „Að dópa“ fannst mér vera þegar fólk er að sprauta sig eða sjúga eitthvað upp í nefið. Þetta virkar saklaust, en er eiturlyf. En það er gott að vera vitur eftir á. Allir þessir fyrrverandi vinir mín- ir eiga í dag, fjölskyldur og eru í vinnu. Þannig að ég var í rauninni ekki í slæmum félagsskap að mínu mati og tel ég þetta ekki vera þeim að kenna, heldur vorum við ungir strákar í ævintýraleit.“ Undirbjó afplánun með sál- fræðingi „Ég var handtekinn um tveimur mánuðum eftir að við komum til landsins. Ég hlaut 2,5 ára fangels- isdóm, fyrir innflutning á 250 al- sælutöflum. Reyndar komum við með 500 töflur, en við vorum plat- aðir uppúr skónum í London og gaurinn seldi okkur eitthvað drasl, sem var löglegt á Íslandi. Þannig að þekking okkar var mjög léleg á þessum efnum. Í dag segi ég bara sem betur fer vorum við plataðir,“ segir Kristján. Hvernig var að fá slíkan dóm? „Í dag held ég að fyrir sama magn fengi viðkomandi kannski einn til þrjá mánuði í fangelsi. Dómurinn var fordæmisgefandi. Þetta var fyrsti eða annar dómur- inn sem gekk í svona máli á þeim tíma og hann átti að vera harður og fordæmisgefandi, fælandi fyrir þá sem hugsuðu út í þetta. Varð- andi að fá dóminn, þá var það að sjálfsögðu risastórt kjaftshögg fyrir mig. En ég undirbjó mig vel undir þetta, leitaði strax hjálpar og gekk til sálfræðings,“ segir Kristján. „Ég man vel eftir mínum fyrsta fundi hjá sálfræðingi. Þá rakti ég sögu mína og gat varla talað vegna þess að ég grenjaði svo mikið. Mér fannst þetta rosalega erfitt. Þegar ég var búinn að koma þessu frá mér, þá spurði sálfræðingurinn minn: „Kristján er þetta allt? Er þetta allt sem þú hefur að segja og ert að kveinka þér yfir?“ Ég játti því. Þá sagði hann mér að hann ætti fatlað barn sem þyrfti um- önnun allan sólarhringinn. Alla daga, allt árið um kring.“ Sálfræðingurinn sagði: „Ég vildi óska þess að ég gæti skipti við þig. Setið inni í tvö og hálf ár, losnað út og ekki þurft að hafa fleiri áhyggjur. Líf þitt er full- komið. Þú gerir mistök. Átt eft- ir að fara í fangelsi. Það er tvennt sem þú getur gert. Annað hvort að halda áfram á sömu braut, leiðast út í frekari afbrot og koma út skemmdur. EÐA! Takast á við vandamálið, læra af reynslunni, snúa við blaðinu, nota þetta sem lærdóm og byggja þig upp. Hvora leiðina viltu fara? Þú hefur valið.“ „Sálfræðingurinn minn á stór- an þátt í hvar ég er staddur í dag og er ég honum ævinlega þakklát- ur fyrir. Ég sat inni á Litla Hrauni í sextán mánuði og síðan í fram- haldi í þrjá mánuði inni á Vernd.“ Tók að sér alla vinnu á Litla Hrauni Varstu smeykur við að fara í fang- elsi? „Já ég var dauðhræddur,“ seg- ir Kristján. „Að sitja inni með morðingjum, barnaníðingum, of- beldismönnum og mönnum sem hafa misstigið sig í lífinu. Margir þeirra voru ágætis menn, en mað- ur sá að þeir höfðu margir hverj- ir verið í áralangri neyslu, margir lent í misnotkun og síðan voru sumir sem ekki var hægt að bjarga. Voru og eru bara fæddir sem af- brotamenn.“ Hvernig nýttir þú tímann? „Ég nýtti tíma minn vel. Það er skóli inni á Litla Hrauni og kláraði ég verslunarprófið mitt þar og kom mér í alla þá vinnu sem bauðst. Ég skúraði allt fangelsið, íþróttahús- ið, skólann. Ég vingaðist fljótt við alla fangaverðina og finnst mér rosalega gaman að sjá mína fyrr- verandi fangaverði koma í dag og versla af mér fisk. Minnisstæð- ast er þegar ég var beðinn um að þrífa upp eftir tilraun til sjálfsvígs þar sem viðkomandi hafði skorið sig. Hann hafði brotið klósettið og komist þannig yfir glerbrot, til þess að skera sig. Allir veggir og loft voru útataðir í blóði. Hann hafði skrifað á veggina með blóði úr sér og var ég beðinn um að þrífa klef- ann,“ segir Kristján. „En mér fannst betra að vera að vinna við svona heldur en að hanga inni á klefa. Tíminn leið hratt og ég hafði ágætistekjur, þannig séð. Allan peninginn sem ég fékk sendi ég konunni minni til þess að greiða af láninu á íbúðinni sem við áttum saman. Ég vingaðist við strákanna sem voru þarna inni og hlustaði á sögur þeirra. Það var áhrifaríkt og þetta var mjög lær- dómsríkur tími.“ Hvað var erfiðast við að sitja inni? „Frelsissviptingin og fjarver- an frá fjölskyldunni var erfiðust. Fangavistin var ekki svo erfið, enda var ég mjög vel undirbúinn. Mörg- um sem ég sat inni með fannst gott að komast í fangelsið. Það var rútína á öllu; morgunmatur, heitur matur í hádeginu, rúmfötin þveg- in vikulega ásamt þvotti. Síðan Dropi af náttúrunni Nýjar bragðtegundir með lífrænum kjarnaolíum úr ferskri grænmyntu, engifer og fennil Kaldunnin þorsklifrarolía „Þegar kemur að næringu og heilsu vel ég aðeins það besta” Andri Rúnar Bjarnason Knattspyrnumaður Helsingborg „Fíknin tók völdin og ég gerði hluti sem ég sé ennþá eftir í dagFiskikóngurinn Kristján Berg hefur ekkert að fela
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.