Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 44
Brot af því besta 22. mars 2019KYNNINGARBLAÐ
Markaðsgreining
að kostnaðarlausu!
MARKEND:
Internetið getur verið frumskógur þegar kemur að því að átta sig á hvernig fyrirtæki gengur á
markaði. Hægt er að afla þar ým
iskonar upplýsinga og það býður
einnig upp á fjölda lausna til þess að
styrkja stöðu fyrirtækisins á markaði.
Ferðin í frumskóg internetsins getur
gefið af sér safaríkan ávöxt fyrir þá
sem þekkja til, en aðrir eiga á hættu
á að týnast í þeim myrkviði upp
lýsinga sem þar er að finna.
Frí markaðsgreining
Markaðsgreining Markend er
stórsniðug lausn fyrir t.d. rekstrar
stjóra, framkvæmdastjóra, markaðs
stjóra, fyrirtækjaeigendur og fleiri
til þess að átta sig á raunverulegri
stöðu rekstursins á netinu. Þá er
sýnileiki fyrirtækisins á leitar vélunum
greindur auk þess sem hægt er
að sjá hvernig reksturinn stendur
gagnvart samkeppnisaðilum.
Markend býður upp á fría
markaðs greiningu fyrir alla. „Það
eina sem þú þarft að gera er að
skrifa inn vefsíðu fyrirtækisins á
vefnum markend.is og við sjáum um
að afla upplýsinga um vefsíðuna og
ráðleggjum hvað mætti betur fara í
sýnileika fyrirtækisins og markaðs
herferða þess á netinu,“ segir Snorri
Már, meðeigandi Markend.
Markend sér um stafrænar
markaðsherferðir og samfélags-
miðla
Í framhaldinu getur viðkomandi
ráðið Markend til þess að sjá um
starfæna rekstrarhlið fyrirtækisins.
„Við tryggjum viðskiptavinum okkar
sýnileika á leitarvélum eins og Google
og á samfélagsmiðlum eins og
Facebook. Einnig leggjum við áherslu
á að vefsíður viðskiptavina okkar
séu ávallt í toppstandi því tæknilegir
kvillar, hægur hleðslutími eða slæm
notendaupplifun getur hrakið fólk frá
vefsíðunni. Auk þess sem leitarvélar
eins og Google vilja allra helst beina
notendum sínum á áreiðanlegar og
fljótvirkar síður.
Einnig bjóðum við upp á þjónustu
í markaðsherferðum og pössum
alltaf upp á að viðskiptavinir okk
ar hafi nóg af nýju og fersku efni til
að knýja stafrænu herferðirnar og
skila árangri.“ Hjá Markend starfa
hæfileikaríkir myndatökumenn,
grafískir hönnuður og almennir
margmiðlarar sem tryggja öflugan
straum af nýjum hugmyndum og
framúrskarandi efnistökum. Þetta
er aðeins toppurinn á ísjakanum af
þeirri þjónustu sem Markend býður
uppá.
Alltaf skýrar niðurstöður
Skýrar og auðlesanlegar niðurstöður
geta skipt sköpum í almennum rekstri
fyrirtækja enda er ótakmarkað hvað
hægt er að lesa út úr þeim. „Við hjá
Markend leggjum megináherslu á að
skila auðskiljanlegum niðurstöðum
stafrænna herferða til viðskipta
vina okkar eftir hvern mánuð fyrir
sig. Þessar niðurstöður leiða í ljós
nákvæm áhrif herferðanna sem í
gangi hafa verið. Þar er hægt að lesa
úr t.d. fjölda smella í gegnum það
efni sem hefur verið í gangi, birtingar
auglýsingaefnis og beinum sölum og/
eða bókunum,“ segir Snorri.
Nánari upplýsingar má nálgast á
markend.is
Markend er staðsett að
Katrínartúni 2, 16 hæð, 105 Reykjavík.
Vefpóstur: markend@markend.is
Sími: 5880088
Snorri Már, Theódór Magnússon
og Gunnlaugur A. Gunnlaugsson.
Google beinir fólki á fljótvirkar
og áreiðanlegar síður.
Hvernig á Facebook auglýsingin að líta út?