Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 6
6 FÓKUS 22. mars 2019
Varahlutaverslun
og þjónusta
TANGARHÖFÐA 4
110 REYKJAVÍK
SÍMI 515 7200
www.osal.is
osal@osal.is
FAX 515 720
ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN
UMHVERFISVÆNI
RUSLAPOKINN
www.igf.is
SEGÐ
U NE
I
VIÐ P
LAST
I
Áhugavert á Instagram:
Í
sland hefur ávallt verið
kærkominn áfangastaður
erlendra ferðamanna og þekktra
einstaklinga, þrátt fyrir að létt sé
í buddu þeirra þegar þeir yfirgefa
landið. Julianna Vezza, matar- og
ferðabloggari, sem er með heima-
síðuna Bon Vivants er nýlega búin
að vera á Íslandi og á Instagram má
sjá nokkrar myndir frá dvölinni.
Vezza skellti sér að sjálfsögðu í
Bláa lónið eins og flestir sem hingað
koma, hún gisti í Tower Suites á
Höfðatorgi, fór í Brauð og Co og á
Austurlandið. Að hennar sögn eru
kanelsnúðarnir á Brauð og Co þeir
bestu sem hún hefur bragðað. Við
mælum með því að fylgja Vezza
og skoða gullfallegar myndir frá
ferðum hennar, sem innihalda mat,
fallega staði og áhugaverð lönd.
Julianne segir kanelsnúða
Brauð og Co þá bestu í heimi
María Sigrún og
Pétur Árni skilin
M
aría Sigrún Hilmars-
dóttir fréttakona á RÚV
og Pétur Árni Jónsson,
framkvæmdastjóri
Heildar fasteignafélags eru skil-
in.
Pétur Árni var áður útgef-
andi Viðskiptablaðsins og Fiski-
frétta. Hann á eftir sem áður
67 prósenta hlut í útgáfufélagi
blaðanna. Pétur Árni starfar nú
sem framkvæmda stjóri Heildar
fasteigna félags, sem rekið er af
Gamma.
Parið hefur verið saman í
nokkur ár og eiga saman þrjú
börn, auk íbúðar í gullfallegu
húsi á Ægisíðu. Þau giftu sig
árið 2011 í Dómkirkjunni og gaf
Karl Sigurbjörnsson biskup þau
saman, veislan fór fram á Kjar-
valsstöðum.
B
ergvin Oddsson, oft
kallaður Beggi blindi,
og eiginkona hans
Fanný Rósa Bjarnadóttir
hafa fest kaup á 900 Grillhúsi í
Vestmanna eyjum. Í samtali við
DV segir Bergvin:
„Ég sjálfur er úr Eyjum og við
höfum búið hér síðan 2016. Við
höfum verið í ferða þjónustunni
og rekum Aska hostel í dag.
Það eru samlegðaráhrif í því að
kaupa veitingastaðinn. Það eru
spennandi tímar framundan í
Eyjum.“
Verða gerðar breytingar á
staðnum?
„Engar stórvægilegar
breytingar. Við mun bæta
eitthvað við matseðilinn og
auka opnunartímann.“
Beggi blindi
kaupir grillhús