Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 50
50 PRESSAN 22. mars 2019 Þ riðjudagurinn 3. febrú- ar 1959 verður að eilífu skráður í sögubækurnar en þennan dag lést ein stærsta tónlistarstjarna samtímans ásamt þremur öðrum í hörmulegu flug- slysi. Tólf árum síðar lýsti banda- ríski söngvarinn og lagahöfund- urinn Don McLean þessum degi sem deginum sem tónlistin dó. Þetta gerði hann í hinu klassíska lagi sínu American Pie. Aðeins fjórum mínútum eft- ir flugtak frá Mason City Munici- apl-flugvellinum, sem er nærri Clearlake í Iowa, hrapaði lítil flug- vél til jarðar þann 3. febrúar 1959. Flugmaðurinn var Roger Peter- son, 21 árs, en hann var reynslulít- ill flugmaður. Auk hans voru í vél- inni Buddy Holly, 21 árs, Ritchie Valens, 17 ára, og J.P. Richardson, 28 ára, en hann var kallaður The Big Bopper. Þremenningarnir, en þó aðal- lega Buddy Holly og Ritchie Val- ens, voru í fararbroddi rokksins sem fór sigurför um heiminn á þessum tíma. Það var þó byrjað að láta aðeins undan og hélt sú þró- un áfram á sjötta áratugnum. Sú þróun lagði samtímis grunn að annarri tónlistarbyltingu. Árið 1959 voru margar af helstu stjörnum rokksins í pásu eða gátu ekki sinnt tónlistinni. Elvis Presley var í Þýskalandi þar sem hann gegndi herþjónustu. Little Ric- hard hafði sífellt meiri áhuga á gospeltónlist og Chuck Berry var mikið í umræðunni fyrir ýmislegt annað en tónlist. Bar þar einna hæst kynferðisofbeldi. En víkj- um aftur að hinum unga Buddy Holly. Eitt helsta vörumerki hans voru stór gleraugu með svartri umgjörð. Hann naut mikilla vin- sælda með hljómsveit sinni, The Crickets, og hafði átt marga smelli á vinsældalistum. Má þar nefna That’ll Be The Day, Not Fade Away og Peggy Sue. Ritchie Valens sló í gegn 1958 með lögunum La Bamba og Donna. Sama ár sló J.P. Richardson í gegn með Chantilly Lace. Löng tónleikaferð General Artist Corporation vildi nýta sér þessar miklu vinsæld- ir þremenninganna og sendi þá því saman í langt og strangt tón- leikaferðalag undir heitinu The Winter Dance Party. Það hófst 23. janúar í Million Dollar Ball- room í Milwaukee í Wisconsin. Þar kom Buddy Holly fram með hljómsveit sem Waylon Jennings, Tommy Allsup og Carl Bunch skipuðu. Ritchie Valens, J.P. Ric- hardson og Dion DiMucci komu einnig fram ásamt hljómsveitinni The Belmonts. Það var ljóst frá upphafi að eina markmið General Artist Cor- poration var að græða peninga og það hratt. Velferð tónlistar- mannanna var algjört aukaatriði. Halda átti 24 tónleika í 24 borgum og bæjum i Miðvesturríkjunum og voru tónleikar á hverju kvöldi. Tónlistarmennirnir voru fluttir á milli staða í gömlum rútum sem biluðu oft. Þeir þurftu stundum að aka 500 kílómetra á milli tónleika- staða. Skipulagningin var slæm og oft þurfti að aka marga ónauðsyn- lega kílómetra vegna þess. Það var ekki til að bæta ástandið að vet- urinn var harður, allt að 30 stiga frost. Tónlistarmennirnir urðu oft að halda hita á sér með því að kveikja bál í bíl- unum og reyna að þrauka ís- kaldar næt- urnar. Aðstæð- urnar urðu til þess að margir þeirra fengu kvef og háan hita og aðra kól. Trommuleik- arann Carl Bunch kól svo illa að hann var lagður inn á sjúkrahús í Wiscons- in. Stemningin í hópnum var því allt annað en góð þegar örmagna hópurinn kom í Surf Ballroom í Clearlake í Iowa að kvöldi 2. febr- úar. Buddy Holly hafði fengið nóg af þessum ömurlegu aðstæðum sem tónlistarmönnunum var boð- ið upp á. Hann leigði því flugvél á næsta flugvelli til að fljúga með til Moorhead í Minnesota næsta dag en þar áttu tónlistarmennirn- ir að koma fram á The Armory um kvöldið. Örlagaríkt sætaval Vandinn var að vélin var eins hreyfils og gat aðeins tekið þrjá farþega. Það lá í augum uppi að Holly yrði einn þeirra en ólíkum sögum fer af því hvernig hinir tveir voru valdir. Ein sú lífseigasta er að Holly hafi beðið Waylon Jennings og Tommy Allsup að fljúga með sér en að J.P. Richardson hafi verið svo veikur og magnvana að hann hafi talið Jennings á að láta sitt pláss eft- ir. Ritchie Vallens er sagður hafa verið svo ákaf- ur í að komast með að hann og Allsup köstuðu mynt upp á hvor fengi síðasta sætið. Tommy Allsup stað- festi þessa frásögn í ítarlegu viðtali við AP 2007. Að tónleikunum í Surf Ballroom loknum var þre- menningunum ekið til EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI NÓTTIN SEM TÓNLISTIN DÓ n Buddy Holly og fleiri stjörnur fórust í flugslysi n Samsæriskenningar á lofti Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Buddy Holly Ein skærasta tónlistarstjarna síns tíma. Ritchie Valens Aðeins sautján ára gamall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.