Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 53
FÓKUS - VIÐTAL 5322. mars 2019
H
enrý Steinn kom fyrst fram
í sviðsljósið á Íslandi fyrir
þremur árum. Þá átti hann
von á barni sem hann bar
sjálfur undir belti. Henrý Steinn er
fyrsti transmaðurinn á Íslandi sem
verður óléttur í miðju kynleið-
réttingarferli. Margir fjölmiðlar,
bæði íslenskir og erlendir, fjölluðu
um Henrý og sögu hans á sín-
um tíma. Síðastliðin þrjú ár hefur
Henrý mestmegnis haldið sig frá
sviðsljósinu og einbeitt sér að föð-
urhlutverkinu.
Blaðamaður DV hitti Henrý
til að spjalla um lífið sem faðir
og transmaður. Við ræddum um
fæðinguna, brjóstagjöfina, fjöl-
miðlafárið og fordómana.
Fór á hinsegin fund
Við hittum Henrý Stein á kaffihúsi í
Grafarvogi. Hann býr á Dalvík með
dóttur sinni, en kom til Reykjavík-
ur vegna aðgerðar sem hann er að
fara í daginn eftir viðtalið. Henrý
er einlægur og brosmildur. Það er
stutt í hláturinn og hann skellir oft
upp úr meðan á viðtalinu stendur.
Henrý Steinn fór í fyrsta sinn
á hinsegin fund þegar hann var í
níunda bekk. Hann fór með vin-
konu sinni sem var að koma út
sem lesbía og vantaði stuðning.
„Við fórum á hvern einasta fund
í nokkra mánuði. Með tíman-
um áttaði ég mig á því að ég hafði
ekki bara áhuga á karlmönnum og
opnaði á þann möguleika að ég
væri tvíkynhneigður,“ segir Henrý.
Komst að því í sögutíma að
hann væri trans
Nokkrum árum síðar, eftir fyrstu
önn sína í framhaldsskóla, kom
Henrý út úr skápnum sem trans.
Hann segir að samtökin Hinsegin
Norðurland hafi hjálpað honum
mikið á þessum tíma.
Henrý segir söguna af því
hvernig hann uppgötvaði að hann
væri trans vera frekar fyndna. „Ég
hafði lengi spáð í hvað trans væri
og var orðinn frekar fróður um
það allt saman. Svo einn morgun-
inn í sögutíma í VMA, sem ég var
augljóslega ekki mikið að fylgj-
ast með, poppaði þetta allt í einu
upp í hausnum á mér. Að ég væri
sennilega bara ekki kvenkyns. Út
frá því fór ég að láta fólk vita að ég
ætlaði að prófa mig áfram og reyna
að finna mig. Ég byrjaði að klæða
mig frekar karlmannlega, hætti að
reyna að passa í eitthvert norm og
var bara ég,“ segir Henrý og held-
ur áfram:
„Það liðu ekki margar vik-
ur af þessari tilraunastarfsemi
þar til ég áttaði mig á að það
gladdi mig vandræðalega mik-
ið þegar fólk „ruglaðist“ og not-
aði karlkyns fornöfn og karlkyns
lýsingarorð yfir mig. Ég fór svo á
mannanafnanefndarsíðuna og
skrollaði þar þangað til ég fann
nafn sem ég tengdi við.“
Kom út sem transmaður
Tveimur til þremur mánuðum
seinna ákvað Henrý að koma út úr
skápnum sem transmaður.
„Ég boðaði mömmu á kaffihús,“
segir Henrý og hlær. „Ég vildi ná
henni í einrúmi. Mömmu grun-
aði að ég ætlaði að segja henni
eitthvað, maður boðar ekki aðra
á kaffihús sí svona. Það fyrsta sem
hún spurði eftir að ég kom út sem
trans var: „Þarftu ekki að prófa að
vera með stelpum fyrst?“ Ég svar-
aði því neitandi og sagði henni að
það virkaði ekki svoleiðis. Ég út-
skýrði þetta betur fyrir henni, að
kyn og kynhneigð séu ekki sam-
tengd. Við erum og höfum alltaf
verið rosalega góðir vinir. Ég er
langyngstur af fimm systkinum
og við vorum aðeins tvö í langan
tíma.“
Pabbi lengur að samþykkja
Faðir Henrýs Steins var lengi að
taka hann í sátt eftir að hann kom
út úr skápnum. „Ég held hann
PIZZERIA
DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI
DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI
Það hafa verið
fjölskylduerjur á
milli fólks út af þessu
Föðurhlutverkið,
fjölmiðlafárið og
fordómarnir
Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
gudrunosk@dv.is
Fyrsti transmaðurinn Henrý Steinn er fyrsti
transmaðurinn á Íslandi til að vera óléttur í
kynleiðréttingarferli. Mynd: Hanna/DV