Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 54
54 FÓKUS - VIÐTAL 22. mars 2019
sé búinn að átta sig á því að það er
annaðhvort að samþykkja mig eða
það slitni upp úr sambandi okk-
ar. Nú er ég kominn með barn svo
það er aðeins meira í húfi, og ég
er einkabarnið hans. Pabbi er að
reyna og hann hefur bætt sig hell-
ing,“ segir Henrý.
Þeir feðgar búa saman og seg-
ir Henrý það hjálpa. „Með því að
búa hjá honum er ég að bjóða
honum upp á að kynnast mér og
þessu betur. Þá þarf hann að um-
gangast mig á hverjum degi, frekar
en til dæmis að hringja einu sinni
í viku.“
Sjálfstraustið jókst
Eftir að Henrý kom út úr skápnum
sem trans fór hann að nota karl-
kyns fornöfn. Aðspurður hvort það
hafi verið erfitt fyrir fólk í kring-
um hann að nota rétt fornöfn fyrir
hann svarar Henrý játandi.
„Já, það var erfitt fyrir mig líka,“
segir Henrý og brosir. „Þetta voru
viðbrigði fyrst. Það var tímabil
þar sem ég hreinlega forðaðist að
nota fornöfn. Mér fannst það eitt-
hvað skrýtið. En svo fór þetta að
passa. Ég áttaði mig líka á því að
þegar aðrir notuðu rétt fornöfn
jókst sjálfstraustið heilmikið. Þess
vegna fattaði ég að þetta passaði
vel. Mest svekkjandi var þegar ein-
hver notaði rétt fornafn og leiðrétti
sig svo og notaði þá rangt fornafn,“
segir Henrý og hlær.
Óléttur transmaður
Henrý Steinn er fyrsti transmaður-
inn sem verður óléttur í kynleið-
réttingarferli. Hann var tiltölulega
nýbyrjaður í kynleiðréttingarferl-
inu þegar í ljós kom að hann gekk
með barn undir belti.
„Ég var svolítið smeykur við
það að láta transteymið vita að
ég væri óléttur. En það gekk vel.
Ég tók pásu frá viðtölum hjá tran-
steyminu á meðan ég var óléttur
og meðan dóttir mín var á brjósti.
Þegar ég hætti með hana á brjósti
fór ferlið aftur í gang,“ segir Henrý.
Henrý var með dóttur sína á
brjósti í mánuð. „Ég held að það
hafi verið stressið í kringum nafna-
veisluna sem gerði það að verkum
að ég hætti með hana á brjósti. Ég
var að hugsa hvernig ég ætti að
fara að þessu á almannafæri. Mér
fannst það ekki þægileg tilhugsun.
Mér fannst líka brjóstagjöf ekki
vera þessi dans á rósum sem allir
tala um. Þetta var erfitt fyrir mig,
andlega og líkamlega. Meira stress
en gleði. Það eru til vísindamenn
sem sérhæfa sig í að búa til full-
komna næringu fyrir ungbörn. Af
hverju ekki að nýta sér það?“ segir
Henrý og bætir hlæjandi við: „Ekki
allir geta sagt að pabbi sinn hafi
verið með sig á brjósti.“
Fæðingardeildin
Henrý átti dóttur sína, Védísi,
þann 13. apríl 2016. Til að búa
sig undir fæðinguna gekk Henrý
í Facebook-hóp fyrir transmenn
sem eru, hafa verið eða vilja verða
barnshafandi.
„Frá meðlimum hópsins fékk
ég þá hugmynd að skrifa efst í
fæðingarskýrsluna mína: „Ég
heiti Henrý Steinn og nota karl-
kyns fornöfn. Ég vil biðja ykkur að
virða það.“ Ég gerði það og svo var
mamma mín viðstödd fæðinguna.
Hún sagðist ætla að passa upp
á þetta og að ég ætti ekki að hafa
áhyggjur af neinu nema að fæða,“
segir Henrý og hlær.
„Mamma hefur verið stoð mín
og stytta. En fyrir utan fæðinguna
sjálfa þá var þetta allt mjög auð-
velt.“
Henrý Steinn og barnsfað-
ir hans hættu saman stuttu eftir
fæðingu dóttur þeirra. Þeir ákváðu
að búa saman fyrstu mánuðina í
lífi Védísar svo að þeir gætu notið
þess dýrmæta tíma með henni.
Hann segir það ekki hafa ver-
ið skrýtið að búa saman eftir sam-
bandsslitin. „Við höfum alltaf ver-
ið góðir vinir.“
Sviðsljósið
Þegar Henrý Steinn var óléttur
kom hann fram í mörgum viðtöl-
um á Íslandi, meðal annars við DV
og Gay Iceland. Gay Iceland er al-
þjóðlegur fjölmiðill um hinsegin
menningu á Íslandi. Viðtalið birt-
ist því á ensku og fljótlega fóru er-
lendir miðlar að veita Henrý og
sögu hans áhuga. Í kjölfarið fór
Henrý að sjá fréttir um sig á mörg-
um erlendum fjölmiðlum, eins og
Daily Mail.
www.gilbert.is
VELDU ÚR MEÐ SÁL
101 ART DECO
„Það eru ótrúlegustu
hlutir sem manni
hefði ekki dottið í hug að
myndu gleðja mann
Óléttur Henrý Steinn
á síðustu metrum
meðgöngunnar. Mynd úr
einkasafni.
Stoltur
pabbi Mynd úr
einkasafni.
Henrý Steinn og Védís