Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 59
TÍMAVÉLIN 5922. mars 2019 Í slenska konan eða réttara sagt birtingarmynd hennar á póst- kortum og svokölluðum sígar- ettumyndum er á meðal ótal sýningarefna á veglegri hátíðar- sýningu Myntsafnarafélags Ís- lands helgina 22.-24. mars næst- komandi, í tilefni af hálfrar aldar afmæli félagsins. Frá upphafi ís- lenskrar póstkortasögu hafa konur leikið þar hlutverk, ekki síst klædd- ar í skautbúning, faldbúning eða upphlut fyrstu áratugina, en síðar meir sem norrænar þokkagyðjur í leik og starfi, til dæmis sem feg- urðardrottningar og flugfreyjur. Klám síns tíma Óvenjuleg undantekning frá þess- um kappklæddu konum eru póst- kort sem danskennarinn Rigmor Hanson lét sjálf útbúa á 4. áratug liðinnar aldar, en þar sést hún létt- klædd í hinum ýmsu dansstelling- um, og kannski það sem óvenju- legast þykir er að á einu kortinu sést nakið annað brjóst hennar. Nekt á íslenskum póstkortum fyr- irfinnst varla að öðru leyti og má geta sér til um að myndin hafi ögrað velsæmiskennd einhverra þeirra sem hana sáu á þessum tíma. Frumkvöðlar í listrænni ljós- myndun á 19. öld tóku margir hverjir nektarmyndir og var þá fyr- irsætunum ósjaldan stillt upp með sígild málverk að fyrirmyndum sem höfðu skírskotanir til fornalda eða goðsögulegs heims. Fyrirsæt- urnar voru þá í hlutverki gyðja eða valkyrja eða álfadísa, svo eitthvað sé nefnt. Þessar myndir þóttu hafa erótískt yfirbragð á siðprúðum Viktoríutímanum og gengu í blóra við þjóðfélagsleg gildi á því skeiði, og fyrir vikið var pukrast með þær og þeim aðeins dreift í þröngum og lokuðum hópum. Við lok 19. aldar og upphaf 20. aldar hófst síðan talsverð fram- leiðsla á póstkortum með nökt- um eða hálfnöktum fyrirsætum í Frakklandi og á Englandi, og köll- uðust þau yfirleitt „frönsk póst- kort” í enskumælandi heimi, og má ef til vill kalla klám þess tíma. Þessi kort voru ekki ætluð til almennra póstsendinga. Í fámennu samfé- lagi á borð við Ísland, þar sem all- ir þekktu alla, voru vitaskuld engar forsendur fyrir því að fólk sæti fyrir nakið hjá ljósmyndurum, hvað þá í erótísku samhengi. Frumkvöðlar í dansi Rigmor Hanson átti merkilegan feril. Hún fæddist árið 1913, dóttir Hannesar Snæbjarnarsonar Hans- son frá Helgafellssveit, og Gerdu S.P. Hanson, danskrar konu. Systur Rigmorar voru Ruth og Ása og má geta þess að Ruth varð fyrst íslenskra kvenna til að synda Eng- eyjarsund, árið 1927. Rigmor byrj- aði að æfa listdans aðeins fjögurra ára gömul og sýndi listir sínar fyrst tólf ára. Hún sigldi reglulega utan og bætti við þekkingu sína í dansmennt í hinum ýmsu lönd- um Evrópu, þekkingu sem hún flutti síðan til Íslands og miðl- aði í danskennslu sinni. Mjög lof- samleg umfjöll- un um Rigmor í Alþýðublaðinu árið 1929 end- aði með orðun- um: „Ungfrú Rigmor kann að dansa eins og á að dansa. Dans hennar er list.“ Ruth kenndi dans árum saman í Reykja- vík og naut hjálpar Rigmor við kennsluna, en þegar Ruth gifti sig til Eng- lands tók Rigmor við keflinu og rak dansskóla um áratugaskeið, auk þess að kenna látbragðsleik fyrstu árin. Ásamt örfáum öðrum frum- kvöðlum sköpuðu þær systur nýtt viðhorf hjá Íslendingum til dans- listarinnar. Mikil aðsókn var um langt skeið að skóla Rigmorar og einnig hélt hún lengi vel fjölsótt- ar danssýningar með nemendum sínum. Árið 1932 sá hún um fyrstu sjálfstæðu ballettsýninguna hér á landi á vegum Leikfélags Reykja- víkur. Rigmor giftist Sigurjóni Jóns- syni vélstjóra og járnsmíðameist- ara árið 1932 og átti með honum eina dóttur, en þau slitu samvist- um eftir ríflega tuttugu ára hjóna- band. Rigmor rak dansskóla, bæði listdansskóla og samkvæmisd- ansskóla, til margra áratuga. Hún bjó síðan um tíma í Danmörku og kenndi þá tungumál í kvöldskóla á veturna en var fararstjóri á sumr- in, lengst af við Miðjarðarhafs- löndin. Árið 1974 kom hún heim og kenndi þá aðallega tungumál hjá Málaskólanum Mími, Náms- flokkum Reykjavíkur og Náms- flokkum Hafnarfjarðar. Hún lést árið 2008. n Höfundur: Sindri Freysson, rit- höfundur og blaðamaður aðrir útsölustaðir Epal - Laugavegi 70 EPAL - Harpa Airport fashion - Leifsstöð Reykjavik Raincoats HVERFISGATA 82, vitastígsmegiNn www.reykjavikraincoats.com Sími: 5711177 - info@reykjavikraincoats.com Eina brjóstamynd íslenskrar póstkortasögu? Danskennarinn Rigmor Hanson „Í fámennu samfé- lagi á borð við Ís- land, þar sem allir þekktu alla, voru vitaskuld engar forsendur fyrir því að fólk sæti fyr- ir nakið hjá ljós- myndurum, hvað þá í erótísku sam- hengi Myndir: Rigmor Hanson, Reykjavík, Ísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.