Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 48
Brot af því besta 22. mars 2019KYNNINGARBLAÐ Steinar Smári Guðbergsson er Meindýraeyðir Íslands Fyrir alllöngu síðan bjó Steinar Smári Guðbergsson með fjölskyldu sinni á sveitabæ. Honum blöskraði músa- og köngulóa- mergðin á heimilinu og tók að halda ófögnuðinum í skefjum með mein- dýravörnum. Efni sem aðgengileg eru almenningi nægðu ekki í þessi verk og því leitaði Steinar sér menntunar á sviði meindýravarna. Allt frá árinu 2005 hefur hann starfað sem mein- dýraeyðir og starfsemin er í sífelldri þróun en fyrirtæki hans ber heitið Meindýraeyðir Íslands ehf. Margir vita ekki að starf meindýraeyðis snýst ekki bara um að farga fyrirliggjandi meindýrum heldur einnig að sinna forvörnum: „Fyrirtækjum í matvælageiranum, bæði þeim sem framleiða og fram- reiða mat, ber skylda til að vera með meindýraeyði á samningi sem setur upp meindýravarnir og heldur uppi eftirliti, sem miðar að því að halda meindýrum frá framleiðslu fyrirtækja. Það er réttur neytandans að neyslu- varan sé sem best á allan máta,“ segir Steinar. „Margir Íslendingar hugsa sjálfkrafa að ef minnst er á mein- dýraeyði þá sé eitthvað að. En það er alls ekki þannig. Forvarnirnar eru einn mikilvægasti þáttur í starfinu. Ef þú ert með meindýraeyði þá þýðir það að þú sért með hlutina í lagi. Þú ert að fyrirbyggja að meindýr komist í matinn sem þú ert að framleiða eða framreiða fyrir neytandann.“ Starfsemin er því tvíþætt, annars vegar tilfallandi útköll og hins vegar meindýraeftirlit og forvarnir. „Það eru ekki endilega bara matvæla- fyrirtæki og veitingastaðir sem þurfa á svona forvörnum og eftirliti að halda. Flugfélög, skólar, stofnanir og margs konar önnur fyrirtæki sem eru með viðkvæman og dýran búnað þurfa líka að fá eftirlitsþjónustu hjá meindýraeyði til að koma í veg fyrir að nagdýr skemmi leiðslur og þess háttar. Hótel og gististaðir hafa einnig þurft að eiga við veggjalús (bed bugs) og eru því oft með Meindýraeyði Íslands á hraðvali í símanum sínum.“ Almenningur getur líka þurft á forvörnum meindýraeyðis að halda: „Til dæmis er ágætis vani að láta eitra húsnæðið sem fólk ætlar að flytja í, því það veit ekki hvaða óæskilegu sambýlingar bíða spennt- ir eftir því. Einnig er sniðugt að láta meindýraeyði eitra á nýja staðnum, sérstaklega ef meindýra varð vart á gamla staðnum, því það kemur í veg fyrir að meindýrin sem flytjast með, nái sér á strik í nýja húsnæðinu.“ Óvelkomnum gestum fer fjölgandi Steinar Smári segir að skordýrum hafi fjölgað hér á landi, bæði í tegundum og magni, með auknum fjölda ferða- manna. „Veggjalús hefur fjölgað mikið, sem fyrir segir. Kakkalökkum hefur líka fjölgað og það er reglulega hringt í mig út af þeim. Þá hafa bæst við gestir sem hafa jafnvel ekki fengið íslenskt nafn ennþá. Fyrir ekki löngu fannst hér í fyrsta skipti svo- kallaður „ghost ant“ og fékk heitið draugamaur,“ segir Steinar. Enn fremur hefur köngulóm fjölgað á Íslandi, sérstakleg kross köngulónni, en með hlýrra veðri og auknu skjóli frá stærri trjágróðri hefur henni fjölgað mikið. „Það eru 84 tegundir af köngu- lóm á Íslandi. Hins vegar eru geitungategundirnar bara tvær, holugeitungur og trjágeitungur. Holugeitungurinn er minni en búin þeirra eru stærri og þeir eru mun árásargjarnari,“ segir Steinar Smári og kveður síðan niður algenga bábilju um köngulær: „Það er oft sagt að þar sem mikið sé um köngulær sé lítið um flugur. En þar sem ég kem til að eitra fyrir köngulóm er yfirleitt mikið um flugur líka, það fara nefnilega ekki allar flug- ur í vefina. Og svo þegar úðað hefur verið fyrir köngulónum þá hverfa flugurnar líka því eitrið virkar líka á þær.“ Rottur upp úr röri Það gefur auga leið að meindýra eyðar lendi í mörgu eftir- minnilegu og stundum er það tengt rottugangi. Steinar segir okkur eina slíka sögu. „Þar sem eldri hús eru liggja oft rör frá þakrennum niður að jörðu og stingast svo ofan í gömlu steyptu rörin sem notuð voru mikið hér áður fyrr. Oft fer álrörið neðan úr rennunni að ryðga og tærast og steypurörið molnar, þá myndast gat sem rottur komast upp úr. Á einu heimili voru tveir Bengal-kettir og þeir ákváðu að gleðja húsbændur sína með því að draga fjórar spriklandi rottur inn í hús. Húsbændunum leist hins vegar ekki betur en svo á gjöf- ina að þeir hringdu í ofboði í mein- dýraeyðinn! Þegar ég hafði náð veiði kattanna, fór ég að kanna ástæður þess af hverju þessi ófögnuður hafði borist inn. Þar sem mig grunaði að fráfallsrör frá þakrennu væri ástæðan ásamt veiðigleði kattanna, fór ég út fyrir til að kíkja á, grunur minn reyndist réttur því ég sá tvo aðra ketti sem biðu við rörið, tilbúnir að hremma meiri bráð sem upp úr gatinu kæmi.“ – Var strax farið í það að setja fyrir gatið. Góður tækjabúnaður og óreglulegur vinnutími Meindýraeyðir Íslands leggur metnað sinn í að hafa ávallt nýjasta og besta tækjabúnað sem til er á markaðnum og er því ávallt vel tækjum bú- inn, ásamt því að halda menntun sinni við og fylgjast með öllum nýj- ungum á sviði meindýravarna hjá einstaklingum og fyrirtækjum. „Sem dæmi um tól sem ég þarf að beita eru til dæmis gufubyssa, hita- byssa og skammbyssa annars vegar og hins vegar alls konar ferómón, gildrur og límspjöld. Límbúnaðurinn er á undanhaldi og ég beiti honum bara í neyð og þá undir stöðugu eftirliti. Ég er með mjög góðar dælur til notkunar bæði inni og úti.“ Eins og nærri má um geta er vinnutími meindýraeyðis mjög óreglulegur en í grundvallaratriðum má segja að Steinar sé alltaf til taks: „Ég loka nú oftast ellefu eða tólf á kvöldin. En ef það er neyðartilvik, til dæmis rotta í svefnherberginu, þá kem ég á vettvang á hvað a tíma sólarhringsins sem er. En það er óþarfi að bregðast það hratt við ef þú sérð silfurskottu, því það þarf meiri undirbúning ásamt því að enginn má vera inni við án öndunargrímu.“ Nánari upplýsingar eru á vefsíð- unni www.eydir.is og í síma 897- 5255. Einnig er hægt að finna Meindýraeyði Íslands á Facebook.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.