Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 23
Allt fyrir dýrin 22. mars 2019 KYNNINGARBLAÐ Öðruvísi og spennandi gæludýr FISKÓ: Fólk er mjög ánægt með úrvalið hjá okkur enda er leitun að öðru eins úrvali af gæludýrum. Við erum með allt frá krúttlegum hömstrum og syngjandi fuglum yfir í liðugar þúsundfætlur,“ segir Jóhannes Sigmarsson eigandi Fiskó í Kauptúni, Garðabæ. Öðruvísi gæludýr „Ef þig langar í öðruvísi gæludýr þá kemurðu til okkar! Við erum með mikið úrval af froskum og öðruvísi gæludýrum eins og þúsundfætlur og fleira,“ segir Jóhannes. Það er um að gera að líta við í Fiskó og skoða þessi skemmtilegu dýr. Hver veit, kannski verðurðu ástfanginn af froski! Gríðarlegt úrval af fiskum Í Fiskó eru hátt yfir 300 fiskabúr þar sem má finna mörg hundruð tegunda af skrautfiskum. „Einnig erum við með gott úrval af sjávarfiskum og kóröllum auk þess sem við erum með brjóskfiska svo sem skötur og alvöru hákarla. Að sjálfsögðu erum við með allt fyrir fiskabúrið og fróðir starfsmenn okkar ráðleggja þeim sem vilja koma sér upp fiskabúri, hvort sem um er að ræða ferskvatns- eða saltvatnsfiskabúr.“ Úrval af vörum fyrir gæludýr „Hjá Fiskó erum við með gríðarlegt úrval af vörum fyrir öll gæludýr; hunda, ketti, nagdýr, fiska, fugla, skordýr o.fl. Mitt á milli risanna Costco, Ikea og Bónus höfum við kappkostað að bjóða sanngjörn verð eins og þeir. Þá seljum við flestar tegundir af gæða hundafóðri á góðu verði eins og t.d. Royal Canin, Brit, Brit care, Eukanuba, Barking heads, Acana og Iams. Að auki erum við með gríðarlegt úrval af öðrum vörum fyrir hunda og ketti og aðra loðna dýravini.“ Þekking, reynsla og þjónusta „Við leggjum mikla áherslu á ráð- gjöf og þjónustu við viðskiptavini. Á þeim þrjátíu árum sem verslunin hefur verið starfandi hefur safnast gríðarleg þekking og reynsla hjá starfsmönnum okkar og við hvetjum viðskiptavini okkar alltaf til að leita sér þekkingar hjá okkur um gæludýrið sitt,“ segir Jóhannes Opið alla daga vikunnar: Virka daga frá 10-19, lau. frá 10-18 og sun. 12-18. Kauptún 3, Garðabær, rétt hjá Ikea og Costco. Sími: 564-3364 Tölvupóstfang: fisko@fisko.is Facebook: Fiskó dýrabúð Nánari upplýsingar má finna á fisko.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.