Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 63
FÓKUS 6322. mars 2019 Sjáðu úrvalið á goddi.is Sauna- og gistitunnur GODDI.ISAuðbrekku 19 - kópAvogi - S. 544 5550 Sauna- og gistitunnur ásamt viðarkyntum pottum Sjáðu úrvalið á goddi.is Margar gerðir Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð aðeins 58.500 kr. Frost í kortunum? Ekki láta kuldann koma þér í vandræði Komdu við og láttu mæla rafgeyminn þinn! TUDOR Alltaf öruggt start eftir kaldar nætur MIKIÐ ÚRVAL, TRAUST OG FAGLEG ÞJÓNUSTA Bíldshöfða 12 / S. 577 1515 / skorri.is Við mælum rafgeyma og skiptum um Hr að þjónusta fangelsisdóm næstu árin. Blóð- móðir Viktoríu flutti frá fylkinu af ótta við föðurinn. Málin flæktust hins vegar tals- vert þegar félagsmálayfirvöld stigu inn í málið og reyndu að fá föð- urfjölskyldu Viktoríu til þess taka hana að sér. „Félagsmálayfirvöld í Banda- ríkjunum vilja einna helst að börn séu hjá blóðfjölskyldu,“ útskýrir Helga. „Blóðmóðir Viktoríu hafði ekkert bakland til að styðja við sig og því reyndu félagsmálayf- irvöld að fá föðurfjölskyldu Vikt- oríu til þess að taka hana, en þau vildu ekki barnið og voru sammála blóðmóður Viktoríu um að hún ætti að vera ættleidd af mér, einu mömmunni sem barnið þekkir.“ Við tók níu mánaða ferli fyr- ir bandarískum dómstólum, þar sem Helga sótti um forræði yfir Viktoríu litlu. „Það var eina leiðin til þess að hún yrði ekki send til vandalausra.“ „Gat ekki annað en grátið“ Það var tilfinningaþrungin stund í september 2018 þegar Helga fékk fullt forræði yfir Viktoríu. „Þann dag leið mér eins og ég væri stödd í bíómynd. Allan daginn voru lögfræðingar að spyrja allskonar spurninga og að lokum tók dómarinn ákvörðun. Dómarinn leit á mig og sagði að hún heyrði og sæi hvað ég elskaði Viktoríu mikið. Hún sagð- ist vita það að ég myndi gera það sem væri best fyrir Viktoríu með því að leyfa henni að vera áfram í sambandi við bræður sína og að halda sambandi við bæði föður- og móðurfjölskyldu. Þetta var rosalega tilfinninga- þrungið og ég gat ekki annað en grátið þegar ég hlustaði á dómar- ann. Hún veitti mér fullt forræði og því var þetta einn af bestu dög- um lífs míns.“ Málið tók sem fyrr segir marga mánuði og kostaði Helgu um 17 þúsund dollara eða um tvær millj- ónir íslenskra króna. Og þá er ekki allt upptalið. Eftir stendur lög- fræðikostnaður og önnur gjöld sem til falla við ættleiðingaferl- ið, samtals um 25 þúsund dollar- ar eða tæpar þrjár milljónir króna. „Það tók langan tíma að borga upp lögfræðikostnaðinn en nú er ég loksins búin að greiða hann og get því byrjað ættleiðingarferl- ið. Blóðmóðirin hefur afsalað sér réttinum til Viktoríu til þess að ég geti ættleitt hana. Ég þarf að fara aftur fyrir dómstóla og fá blóð- föðurinn til að afsala sér réttinum til hennar. En eins og áður hefur komið fram þá situr hann í fang- elsi og verður þar næstu árin. Á meðan hann situr inni hefur hann ekki verið samstarfsfús.“ Helga lýsir ferlinu sem algjör- um tilfinningarússíbana. „Við erum búin að vera á milli vonar og ótta hvort við fáum að halda henni eða hvort við missum hana. Fyrir strákana mína er þetta litla systir þeirra og við getum ekki ímyndað okkur lífið án Viktoríu.“ Mikilvægt hlutverk Fósturbörn koma oftar en ekki úr afar erfiðum aðstæðum, eins og Helga lýsir. „Ég hef fengið börn inn á mitt heimili sem kunna ekki að faðma og meiða þegar maður reynir að taka utan um þau. Að vera fóstur- móðir er að kenna fósturbörnum hvað er heilbrigt heimilislíf, að kenna þeim ást og umhyggju, gefa þeim knús og kossa og leyfa þeim að finna til öryggis.“ Framtíðin er björt hjá fjöl- skyldunni, sem heimsótti Ísland um seinustu jól. Þar bræddi Vikt- oría hjörtu allra í stórfjölskyldunni. „Við sjáum hana fyrir okk- ur blómstra áfram í faðmi fjöl- skyldunnar. Hún er lítil prinsessa sem vefur öllum um fingur sér. Hún talar íslensku og ensku, elskar hangikjöt, grjónagraut og slátur, harðfisk, skyr og kókómjólk,“ segir Helga en hún segir fósturmóður- hlutverkið ólýsanlega gefandi. „Það besta við að vera fóstur- móðir er að finna hversu mikil- vægt hlutverk mitt er við að hjálpa börnunum. Eins það að ég fæ að vera áfram í lífi þeirra eftir að þau fara heim, vitandi að við fjölskyld- an höfðum jákvæð áhrif á líf barn- anna.“ Líkt og fyrr segir sér Helga fram á langt og afar kostnaðarsamt ferli við að fá að ættleiða Viktoríu. Að- standendur Helgu hafa hrund- ið af stað söfnun á fjáröflunarsíð- unni Gofundme þar sem hægt er að styðja við bakið á Helgu með frjálsum framlögum. Hægt að leggja söfnunni lið á gofundme. com/viktorias-adoption. Einnig er hægt að leggja inn á reikn- ingsnúmer: 0326-26-003510, kt. 151061-3469. n Helga Magnea Hefur búið í Banda- ríkjunum í sjö ár. Viktoría Glímdi við heilsufars- vandamál vegna neyslu blóðmóður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.