Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 58
58 22. mars 2019 Tímavélin Gamla auglýsinginTíminn 20. nóvember 1933 Allir barna hjálmar 9.995 kr.- Fullorðins hjálmar frá 19.995 kr.- HREYFING • KRAFTUR • ÁNÆGJA Faxafen 12 108 Reykjavík Sími 534 2727 alparnir.is ÚRVAL AF HJÁLMUM OG ÚLPUM CMP herra úlpur frá 29.995 kr.- Stóra spíramálið Þúsund lítrum stolið frá ÁTVR og seldir til unglinga H austið 1982 kom upp sérstætt sakamál sem laut að sölu spíra. Hafði starfsmaður ÁTVR stolið um þúsund lítrum og selt til landasala á höfuðborgarsvæð- inu. Var spírinn síðan aðallega áframseldur til unglinga. Lög- reglan hafði hraðar hendur og kallaði til sérsveit til þess að leysa málið. Þekktur vínsölustaður Fimmtudagskvöldið 11. nóvem- ber árið 1982 voru tveir lögreglu- menn í venjubundnu eftirliti í miðbæ Reykjavíkur. Á Laugaveg- inum sáu þeir tvo fimmtán ára unglinga, pilt og stúlku, standa við tröppur verslunar. Þau helltu áfengi úr kókflösku yfir í aðra flösku. Þegar lögreglan náði þeim kom í ljós að hreinn spíri var í kókflöskunni. Farið var samstundis með unglingana niður á lögreglustöð- ina þar sem þau játuðu að hafa keypt flöskuna á 140 krónur af fimmtugum manni á Laugaveg- inum. Sögðu þau íbúðina vera þekktan vínsölustað á meðal unglinga í Reykjavík. Kallaði lögreglan þá saman sérsveit og sendi að umræddu húsi til þess að gera húsleit. Fundust þá fjörutíu lítrar af hreinum spíra og tæki til eim- ingar. Var maðurinn samstundis handtekinn. Við yfirheyrslu vís- aði maðurinn á þann sem hafði selt honum spírann. Sá mað- ur var handtekinn á föstudags- kvöldinu og viðurkenndi að hafa selt spírann til þriggja landasölu- manna, þar á meðal mannsins sem húsleitin var gerð hjá. En jafnframt sagðist hann hafa feng- ið spírann hjá starfsmanni ÁTVR. Forstjórinn grunlaus Umræddur starfsmaður ÁTVR starfaði við áfengisblöndun og hafði því aðgang að spíranum. Þegar gengið var á starfsmann- inn viðurkenndi hann að hafa stolið meira en þúsund lítr- um af spíra frá stofnuninni og selt áfram til landasala. Stjórn ÁTVR var grunlaus þegar málið kom upp. Í samtali við DV þann 19. nóvember þetta ár sagði Jón Kjartansson, forstjóri: „Nei, það var enginn grunur farinn að vakna innan fyrirtæk- isins um að spíranum hefði ver- ið stolið. Starfsmaðurinn, sem valdur er að þjófnaðinum, var búinn að starfa hér hjá okkur í um þrjú ár og var ákaflega vel liðinn.“ Fannst mörgum það skrýt- ið hvernig svona mikið magn af spíra gat horfið frá ÁTVR án þess að neinn yrði þess var, hvorki í bókhaldi né annars staðar. Þús- und lítrar hreinlega láku út. Ef reiknað er með því að hver kók- flaska af spíra kosti 140 krónur má reikna heildarsöluverðmæti spírans á 700 þúsund krónur. Kjartan sagði að þetta mál væri einsdæmi í 47 ára sögu ÁTVR og hefði komið öllum á óvart. Umræddur starfsmaður hefði haft góð meðmæli. Allir sem komu að stuldinum og dreifingu spírans játuðu sam- stundis á sig brotin. Hafði þjófn- aðurinn staðið yfir í nærri heilt ár án þess að nokkur tæki eftir. Var málið talið upplýst. n Spíri Fannst á þekktum vínsölustað unglinga. Húsleit Tæki til eimingar fundust við Laugaveg. Daloon verstar að mati dómnefndar H austið 1993 tók DV af skarið og útkljáði hvaða vorrúllur væru bestar á markaðinum. Vorrúll- ur voru geysivinsælar á þessum tíma, skyndimatur sem hentaði vel þeim sem unnu mikið. Voru vorrúllur mikið auglýstar og flestir þekktu vitaskuld Daloon vorrúllurnar. En hvernig komu þær út í samanburði við aðrar tegundir á markaði? Matgæðingar DV voru Úlf- ar Eysteinsson, Dröfn Farest- veit og Sigmar B. Hauksson. Þau voru margreynd og með bragðskerpuna upp á tíu. Mátu þau þær fjórar tegundir frystra vorrúlla sem á markaði voru; Daloon, Tortelle, Hverdag og Oriental Express. Samkvæmt pakkningum voru þó mismun- andi aðferðir notaðir við hitun. Daloon og Tortelle skyldu hit- aðar í ofni en hinar á pönnu. Kvarðinn var sá sami og gjarnan var notaður hjá DV, einkunn frá einum upp í fimm. Heilt yfir ólystugar og með slæmri áferð Athygli vakti að enginn mat- gæðingur gaf fimm stjörnur og munurinn á rúllunum heilt yfir var lítill. Fór svo að Tortelle sigraði með tíu stig, Hverdag hlaut níu en Oriental Express og Daloon rak lestina með átta. Tortelle rúllurnar voru að mati Úlfars „matarmiklar og bragðgóðar“ en áferðin of lin. Dröfn var á öndverðum meiði og fannst kakan seig. Urðu það að teljast vonbrigði og áfellisdóm- ur að þetta væru virkilega bestu vorrúllurnar sem Íslendingum bauðst. Hverdag náði silfri en fékk ekki beint skjallandi umsagnir. „Lítið spennandi,“ sagði Dröfn og „frekar lin og bragðlítil,“ sagði Úlfar. Það var hins vegar Sig- mar sem hífði Hverdag upp í einkunn. Allir þekktu Daloon rúllurn- ar og gátu sungið lagið úr aug- lýsingunni. Engu að síður fengu þær brotlendingu hjá matgæð- ingum. Dröfn gaf þeim að vera „fallegastar í útliti“ en lauk- urinn yfirgnæfði allt. Sigmar sagði „bragðið vont og kryddið undarlegt.“ Úlfar var sá eini sem kunni að meta Oriental Ex- press rúllurnar. Dröfn sagði þær „vondar og ólystugar“. Vondar vorrúllur á boðstólum Matgæð- ingar DV Slæmur dagur fyrir bragð- laukana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.