Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 55
FÓKUS - VIÐTAL 5522. mars 2019
„Það sprakk allt út fyrir land-
steina eftir að ég fór í viðtal hjá
Gay Iceland. Áður en ég vissi af
voru fjölmargar erlendar fréttasíð-
ur að fjalla um mig og sögu mína.
Það voru myndbönd á YouTube
um mig og ég var að finna þetta
alls staðar,“ segir Henrý.
Aðspurður hvernig það hafi
verið að vera skyndilega í sviðs-
ljósinu og í öllu fjölmiðlafárinu,
segir Henrý:
„Það voru alveg viðbrigði. Sam-
býlismaður minn á þeim tíma,
hinn faðir dóttur minnar, fékk al-
veg nóg. Þegar ég var boðaður
í þriðja viðtalið spurði ég hann
hvort honum þætti þetta orðið of
mikið. Hann sagði að svo væri. Ég
kláraði viðtalið sem ég hafði lof-
að mér í og ákvað síðan að stíga til
hliðar,“ segir Henrý.
„Það var líka skrýtið að fólk var
farið að heilsa mér úti á götu og
tala við mig. En ég bjóst svo sem
alveg við því á þessu litla landi.“
Tekur spurningum fagnandi
Henrý Steinn segir að hann hafi
fengið fjölmargar vinabeiðnir á
Facebook í kjölfarið. Hann segir að
honum hafi liðið eins og fólk hafi
viljað fylgjast með honum frekar
en að tala við hann. Henrý segist
taka öllum spurningum og skila-
boðum fagnandi, en vill síður að
ókunnugt fólk njósni um hann og
persónulegt líf hans á Facebook.
„Ég setti inn opna færslu þar
sem ég tók það fram að ég hleypti
ekki hverjum sem er inn, ég væri
að fara að eignast barn og vildi
hafa það út af fyrir mig. En ef fólk
langaði að þekkja mig og spyrja
mig spurninga þá mætti það senda
mér skilaboð, það væri meira en
velkomið,“ segir Henrý.
Fordómar á netinu
Athugasemdirnar voru vægast sagt
„líflegar“ við viðtölin við Henrý og
greinarnar um hann. Henrý seg-
ir að fólk hafi gert það að reglu
að segja ekki ljóta hluti við hann
heldur um hann. Athugasemda-
kerfið væri mjög vinsæll vettvang-
ur fyrir neikvæð ummæli.
„Ég náttúrlega skoðaði
kommentakerfin við greinarnar
um mig, þar var margt sem ekki
allir myndu höndla. En ég veit al-
veg að fólk skilur þetta ekki og
að þetta er bara fáfræði sem býr
til fordóma. Þetta hafði lítil áhrif
á mig þannig séð,“ segir Henrý.
„En ég var líka duglegur að svara
spurningum þar.“
Kostur við athugasemdakerfin
að sögn Henrýs Steins er sá að
auðvelt er að velja út fólk sem
hann vill ekki eiga neina samleið
með.
Fjölskylduerjur
Ekki hafa allir í fjölskyldu Henrýs
Steins tekið honum opnum örm-
um. Hann segir þó fjölskyldumeð-
limi aldrei segja neitt beint við
hann.
„Ég heyri það frá öðrum fjöl-
skyldumeðlimum sem þau hafa
talað við. Það hafa verið fjölskyldu-
erjur á milli fólks út af þessu. Um
mig. Til hvers?“ segir Henrý Steinn
og hlær og verður svo alvarlegri á
brún.
„Ég er ekki að missa af neinu.
Þetta er þá ekki fólk sem ég vil vera
í sambandi við. Þeir vinir sem hafa
sýnt einhverja mótspyrnu eru ekki
lengur vinir mínir,“ segir Henrý, en
bætir við að það hafi aðeins verið
ein vinkona sem hann hafi þurft
að loka á.
Kynleiðréttingarferlið
Henrý fór í brjóstnám 17. október
2017. Hann segir að það hafi verið
allt annað líf eftir það.
„Það eru ótrúlegustu hlutir sem
manni hefði ekki dottið í hug að
myndu gleðja mann. Ég get núna
gengið í hvítum bolum,“ segir
hann og bætir við að hann sé ekki
viss hversu langt hann ætlar í kyn-
leiðréttingarferlinu.
„Ég er ekki búinn að taka end-
anlega ákvörðun þar sem neðri
aðgerðir í dag eru ekki komnar á
það stig sem ég vildi óska. Ég ætla
að gefa því nokkur ár. Ég hrífst
meira af karlmönnum en kon-
um og er bara sáttur við það sem
ég hef í rauninni. Það er að nýt-
ast mér ágætlega,“ segir Henrý og
hlær. „Ég er ekki að stressa mig á
því.“
Aðspurður hvort hann langi
í fleiri börn verður Henrý hugsi.
„Sko, já og nei. En ég veit ekki
hvort ég myndi leggja það á mig að
ganga með það. Það er alveg klár-
lega í myndinni að ættleiða eða
taka barn í fóstur. Ég veit ekki hvort
ég myndi höndla það að ganga aft-
ur með barn.“
Föðurhlutverkið
„Það mjög skemmtilegt, en mjög
erfitt á sama tíma,“ segir Henrý um
föðurhlutverkið.
„Ég er búinn að átta mig á því
að Védís skilur þetta hefðbundna
fjölskyldumynstur. Ef hún er í
einhverjum leik þá er það alltaf
mamma og pabbi, en hún á tvo
pabba. Það fer örugglega að koma
að því að hún átti sig á því að það
er ekki eins. Ég stefni að því að
svara því þegar þar að kemur. Það
kemur henni algjörlega við,“ seg-
ir Henrý. Hann segist ekki vera
stressaður fyrir því en kvíði fyrir
öðrum hlutum.
„Ég er ekki stressaður fyrir því
að tala við hana um þetta, held-
ur frekar fyrir því hvort hún verði
fyrir aðkasti. Líka að þetta eigi eft-
ir að hafa einhver áhrif á hana á
mæðradaginn til dæmis,“ segir
Henrý og rifjar upp atvik sem er
honum sérstaklega minnisstætt.
„Við Védís vorum stödd á Ak-
ureyrarflugvelli. Védís var að
hlaupa um og ein eldri kona fylgd-
ist með henni. Védís fór til henn-
ar að spjalla og konan spurði hvar
mamma hennar væri. Ég sagði að
hún væri ekki í myndinni. Mér
var frekar brugðið og vissi ekki al-
veg hvernig ég átti að svara þessu.
Konan spurði þá hvort Védís
þekkti mömmu sína og hvort hún
væri að taka á móti okkur hinum
megin. Ég endurtók mig og sagði
að hún væri ekki í myndinni. Ég
hugsaði með mér eftir þetta, hvort
þetta væri komið til að vera. En ég
hef ekki lent í þessu aftur.“
Atvik eins og þetta veldur
Henrý hugarangri en hann seg-
ir kvenímyndirnar ekki skorta í lífi
Védísar.
„Védís á þrjár ömmur og
tvær langömmur. Það var gott
tímabil sem allar ömmurnar hétu
mamma. Hún áttaði sig ekki á
muninum þar á milli, þar sem
þetta eru hennar kvenímynd-
ir. Það er hægt og rólega að koma
núna.“ n
Umboðsaðilar: Húsgagnaval Höfn Bara snilld ehf. Egilsstöðum
„Það var tímabil þar
sem ég hreinlega
forðaðist að nota fornöfn.
Jól 2018 Feðgin á
jólunum. Mynd úr
einkasafni.