Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Blaðsíða 20
20 FÓKUS - VIÐTAL 22. mars 2019 töluðu þeir um að félagsskapurinn væri góður. En sumir voru í sömu stöðu og ég, höfðu misstigið sig í lífinu og vildu koma út sem betri samfélagsþegnar. En þeir voru þvi miður ekki margir.“ Ekkert að fela „Þegar ég losnaði út af Litla Hrauni fór ég á Vernd. Ég fékk að stunda mína vinnu en þurfti alltaf að vera kominn inn fyrir klukkan 18 á kvöldin og mátti fara út klukk- an 7 á morgnanna. Á Vernd var ég skyldugur til þess að sækja fundi hjá SÁÁ. Mér fannst það gott. Ég fékk styrk á þessum fundum. Lærði að tjá mig og lærði að hlusta á aðra. Það er mikilvægt í lífinu,“ segir Kristján. „Þegar upp er staðið, þá finnst mér erfiðast að fyrirgefa sjálfum mér fyrir að hafa brotið af mér. En að mörgu leyti er ég þakklátur fyrir allt saman. Ég hef lært mik- ið, en þetta var mjög harður skóli og hefur verið erfið lífsreynsla. Hluti af þessu fyrir mig, til þess að finna sálarró er að koma fram, ræða þessa hluti og miðla af minni reynslu. Þetta er líka hluti af því sem mig langar til þess að kenna börnum mínum.“ Hver er lærdómurinn? „Mér finnst gott að krakkar sjái það og læri af foreldrum sínum að öllum getur orðið á í lífinu. Það er hluti af lífinu að mistakast og það verður að kenna krökkum hvernig á að tækla það. Ég tel mig reyndar ekki hafa gert það nógu vel og má þar nefna að ég sagði elstu drengj- um mínum fyrst frá þessu í fyrra. Sem er allt of seint. Mín afsökun var alltaf að þeir væru ekki tilbúnir að hlusta og skilja mig. En ég hafði rangt fyrir mér. Þessi stund með mínum drengjum var sú erfiðasta sem ég hef upplifað, en rosalega mikill léttir á sál minni. Ég þurfti mikinn kjark til þess. Ég sagði svo mínum yngstu frá þessu, í síð- ustu viku, ræddi við þá um þetta, en þeir eru 8 og 9 ára gamlir. Þeir skildu mig og fannst gott og gam- an að pabbi þeirra ræddi svona hluti við þá. Ég fann fyrir því frá þeim að þeir líta upp til mín og það var góð tilfinning.“ Sögusagnirnar bíta Síðan málið kom upp og Krist- ján hlaut sinn dóm, hafa loðað við hann sögur. Sögusagnir hafa reynst honum þungur baggi. „Maður vill geta varið sjálf- an sig. En svona Gróusögur fara á kreik og eignast sjálfstætt líf. Oft eru menn að ýkja og reyna að vera fyndnir og alltaf er bætt í. Sumar sögurnar festast og þær særa mig alltaf.“ Ein af þessum sögum tengjast þekktum auglýsingum Fiskikóngs- ins. Sá kvittur komst á kreik að þær væru einhvers konar dulmál fyrir eiturlyfjasölu. Kristján segir þetta ekki eiga við rök að styðjast. „Sumar sögur eru bara nokkuð fyndnar og hvernig fólk hefur hug- myndaflug í þetta. En í markaðs- fræðinni er talað um að illt umtal sé betra en ekkert. Ég get ekki ann- að en þakkað þessu ágæta fólki fyrir að auglýsa fyrir mig, þó ég sé alls ekki stoltur af þessu leiðinlega umtali. En allar sögur særa mig og þá sérstaklega sögur sem eru ekki sannar. Þó svo ég hafði myndað brynju fyrir alls kyns sögum, þá særa þær alltaf og hafa þau áhrif að mér líður illa,“ segir Kristján. Skrýtið að vera frægur fisksali Við segjum ekki alveg skilið við auglýsingar Fiskikóngsins, enda hafa þær verið lengi í gangi og vekja ávallt athygli. Kristján lýsir því hvernig þær komu til. „Fiskverslanir hafa ekki mikinn pening til að auglýsa sig og standa í markaðsstarfi. Ég ákvað að hafa auglýsingarnar stuttar, einfald- ar og hnitmiðaðar. Stór fyrirtæki framleiða langar og dýrar aug- lýsingar með miklu sjónarspili. Áhorfandinn er jafnvel kominn í einhverja hugarleikfimi til að átta sig á því hvað sé að gerast á skján- um. Það eru engin geimvísindi á bak við mínar auglýsingar. Ég vil koma sem mestum upplýsingum á sem skemmstum tíma til fólks. Af því að þær eru stuttar get ég birt þær oftar. Ég tala sjálfur inn á allar auglýsingarnar og það er einföld ástæða fyrir því, það er ódýrara.“ Fiskikóngurinn er samof- inn persónu Kristjáns og auglýs- ingarnar eru hluti af ástæðunni. Kristján hefur einnig komið sér á framfæri á öðrum sviðum. Til að mynda hefur hann bæði stjórn- að útvarps- og sjónvarpsþátt- um, hann hefur verið plötusnúð- ur í 35 ár og rekur einnig fyrirtæki sem selur heita potta. Hann er þó þekktastur fyrir verslunina og er langþekktasti fisksali landsins. Nýtur þú sviðsljóssins? „Mér finnst það stórmerkilegt að komast á forsíður blaðanna fyr- ir að selja fisk. Mér hefur aldrei fundist það merkilegt starf, en heldur ekki ómerkilegt. Frægðin hefur aldrei stigið mér til höfuðs. Ég mæti í vinnuna klukkan sjö og fer heim klukkan sjö. Á þeim tíma reyni ég að vinna sem mest og þéna sem mest. Eftir að ég varð þekktur hef ég hins vegar þurft að passa mig á því að segja ekki hvað sem er. Ég forðast að ræða hita- mál eins og stjórnmál og íþróttafé- lög, það eru þessi tvö atriði sem ég forðast helst að ræða,“ segir Krist- ján og hlær. Slysið sem breytti lífsviðhorf- inu Kristjáni hefur sjaldnast gengið vel að sitja auðum höndum. Ofan á allt sem hann hafði fyrir stafni áætlaði hann að kaupa bát og koma á legg útgerð árið 2017. En þá lenti Sólveig kona hans í slysi þar sem þau hjónin voru í skíða- ferð á Ítalíu. Það slys breytti sýn þeirra á lífið og tilveruna. „Ég var nærri búinn að missa hana,“ segir Kristján alvarlegur í bragði þegar hann rifjar þetta upp. Einn daginn féll Sólveig harkalega í brekku og sagði Kristjáni að halda áfram að skíða niður. Sólveig er fimm barna móðir með háan sárs- aukaþröskuld en Kristján sá í aug- um hennar að ekki væri allt með felldu. Sólveig var borin inn á hót- el, viðþolslaus af kvölum. „Ég gaf henni eina parkódín og var að hugsa um að gefa henni svefntöflu líka, svo hún gæti hvílt sig. En þar sem þetta var um miðj- an dag ákvað ég að geyma hana fyrir kvöldið,“ segir Kristján. „Og sem betur fer tók hún ekki svefn- töfluna því þá væri hún ekki meðal okkar í dag.“ Sólveig og Kristján ákváðu að fara niður í mötuneytið en þar féll Sólveig í yfirlið. Kallað var á sjúkrabíl sem flutti þau á lítinn spítala nálægt hótelinu. Síðan var farið á stærri spítala en það gekk illa að komast að því hvað var að. Að lokum þurfti að flytja hana á þriðja spítalann. Þar var lækn- ir sem sá að um miklar innvortis blæðingar var að ræða. „Hann sagði við okkur að ef við myndum ekki finna lekann, þá ætti hún um það bil tvo til þrjá tíma eftir á lífi. Ég horfði í augun á henni og sá svartnættið en hún var samt að reyna að vera sterk.“ Sem betur fer tókst að bjarga Sólveigu en auk blæðingarinnar var hún tvíbrotin á mjöðm. Þau voru í viku á spítalanum á Ítalíu en tryggingarnar heima á Íslandi vildu flytja hana til landsins sem fyrst. Varð þetta barningur milli spítalans og tryggingafélagsins um peninga og Kristján segir að eftir á að hyggja hafi þau farið of fljótt í flugið. Þegar heim til Íslands var komið var Sólveig útskrifuð af sjúkrahúsi eftir aðeins þrjá daga og Kristján tók sjálfur að sér um- önnun hennar í næstum hálft ár. „Þessi reynsla breytti viðhorfi okkar til lífsins. Við ákváðum frekar að byggja okkur sumarbú- stað en fara í útgerð. Huga að okk- ur sjálfum og börnunum frekar en að stækka sífellt við okkur í rekstrinum. Síðan þá hef ég verið að reyna að verjast hugsunum um stækkun þó að aðstæðurnar bjóði upp á það. Ég hef því haft það að leiðarljósi undanfarin ár að sinna mínum kúnnum betur frekar en að reyna að finna nýja. Grasið er grænast þar sem það er vökvað, segir máltækið.“ Snapchat á örlagastundu Á meðan á háskanum í ítölsku Ölp- unum stóð var það hlutverk Krist- jáns að vera í sambandi við fjöl- skylduna heima á Íslandi og halda þeim upplýstum um stöðu mála. Fljótlega sá hann að skilvirkasta leiðin væri að nota Snapchat, en hann hafði aldrei notað það að ráði áður. Síðan hélt Kristján áfram að snappa um líf sitt og störf. Fylgj- endurnir bættust hratt við og í dag eru þeir um fimmtán þúsund tals- ins. Kristján segist gera þetta að gamni sínu og vill síður skilgreina sig sem áhrifavald. Hann segir þó að máttur miðilsins sé ótvíræður. „Félagi minn rekur Hótel Sel- foss og hann bauð mér að koma í söluferð fyrir heitu pottana. Ég gæti haft aðstöðu á planinu hjá sér. Ég byrjaði að snappa um morgun- inn frá ferðinni, þar á meðal frá hótelinu þar sem ég fékk mér fish and chips, bæði um hádegið og kvöldið. Ég var þarna yfir heila helgi og hann seldi langtum meira magn af fiski en vanalega. Þetta átti samt ekki að vera nein auglýs- ing, hann vissi ekki einu sinni af þessu,“ segir Kristján og hlær. Kristján notar miðilinn mikið til að fylgjast með og hefur sérstak- lega beðið sjómenn að senda sér snöpp frá störfum sínum, vondu veðri, furðulegum fiskum og þess háttar. „Ég hef gaman af þessum miðli og er mjög persónulegur. Þarna er hægt að sjá mig eins og ég er.“ n Nokia 5.1 Plus Með öflugum 8 kjarna örgjörva fyrir AR leiki Frábær orkunýting Android One 13 og 5MP myndavélar 19:916MP13MP12MP 5.8’’19:916MP13MP12MP 5.8’’ 19:916MP13MP12MP 5.8’’19:916MP13MP12MP 5.8’’ 5.8” HD+ skjár „Hann hafði skrifað á veggina með blóði úr sér og var ég beðinn um að þrífa klefann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.