Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Page 60

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2019, Page 60
60 MATUR 22. mars 2019 LOKAÐIR STURTUKLEFAR MEÐ TOPPI, SPORNA GEGN RAKA OG MYGLU Kíktu á sturta.is og skoðaðu úrvalið S. 856 5566 Eldar rétti í stafrófsröð Ingibjörg Sólrún fékk nóg af því að elda alltaf sömu réttina I ngibjörg Sólrún Ágústsdóttir hefur alltaf haft gaman af því að elda góðan mat og baka ljúffenga eftirrétti. Hún var hins vegar komin með leiða af því að vera alltaf að elda sömu gömlu réttina sem hún þekkti og ákvað því að skora á sjálfa sig í skemmtilegu verkefni. Eldar sig í gegnum Evrópu „Ég var eins og margir aðr- ir, föst í sömu gömlu réttunum og orðin smá leið. Ég fékk þá hugmynd að elda mig í gegn- um Evrópu í stafrófsröð. Hvert land fær eina viku og þvílík fjöl- breytni. Þetta byrjaði nú bara sem smá hugdetta hjá mér, en mér finnst þetta svo ótrúlega skemmtilegt að ég ákvað að deila því hvernig mér gengur og hvað ég er að brasa,“ segir Ingi- björg. Aðspurð hvaðan hugmyndin hafi sprottið segist Ingibjörg hafa fengið hana eftir að hún hafði au pair á heimilinu sem hafði mikinn áhuga á Íslandi. „Hún hafði mikinn áhuga á Íslandi og fannst mjög gaman þegar ég eldaði venjulegan ís- lenskan heimilismat. Hún sagði oft að hún hefði haldið að Ís- lendingar borðuðu bara súrmat og aðra skrítna rétti og var hissa á því hvað íslenskur heimilis- matur væri góður. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvað væri dæmigerður heimilismatur í öðrum löndum og áttaði mig á því að ég vissi afskaplega lítið hvað aðrar þjóðir eru að borða.“ Ingibjörg fór því beint í að leita sér upplýsinga og fannst mjög spennandi að skoða mat- arvenjur í öðrum löndum. Flest allt verið ljúffengt „Einnig virtist þetta vera frekar einfalt í framkvæmd. Með þessu vonaðist ég eftir fjölbreytni í eldamennskuna hjá mér og hef svo sannarlega fengið hana. Ég hef reynt að finna uppskrift- ir sem eru gerlegar, ódýrar og þægilegar. Ég hef bæði bak- að og eldað og flest hefur ver- ið mjög ljúffengt þó svo að það hafi ekki alltaf orðið raunin. Ég reyni að gera þrjá rétti frá hverju landi en er þó ekki með ákveðna reglu á því. Ég geri í raun bara það sem heillar mig hverju sinni. Albanía lék mig örlítið grátt með öðruvísi upp- skriftum og bragði sem er langt frá því sem ég er vön.“ Ingibjörg ákvað að bjóða fólki að koma með sér í Evrópu- reisu sína í eldhúsinu og deil- ir uppskriftunum og reynslu sinni af eldamennskunni á Instagram undir notandanafn- inu: ingaagusts. n Evrópulanda Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is COCA brauð / Myndir: Instagram: ingaagusts Tómatpastasósa Apfelstrudel „Albanía lék mig örlítið grátt“ „Hvert land fær eina viku og þvílík fjölbreytni“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.