Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Qupperneq 8

Skessuhorn - 03.06.2015, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Mikil verðmæti úr sjó í febrúar LANDIÐ: Verðmæti afla upp úr sjó hér við land nam tæpum 16,2 milljörðum króna í febrúar, 41,7% meira en í febrúar 2014. Vegur þar þyngst aflaverðmæti loðnu sem nam tæpum 6 millj- örðum og jókst um um 4 millj- arða samanborið við febrú- ar 2014. Verðmæti þorskaflans nam 6,2 milljörðum í febrú- ar sem er ríflega 24% aukning miðað við sama mánuð 2014. Aflaverðmæti á tólf mánaða tímabili frá mars 2014 til febrú- ar 2014 nam 142,6 milljörðum og er nánast óbreytt miðað við tólf mánaða tímabil árið áður. Á tímabilinu hefur vermæti botn- fisks- og uppsjávarafla aukist en á móti hefur aflaverðmæti flat- fisks og skel- og krabbadýra dregist saman. –mm Atvinnuleysi var 5,5% í apríl LANDIÐ: Samkvæmt Vinnu- markaðsrannsókn Hagstofu Ís- lands voru að jafnaði 191.600 á aldrinum 16-74 ára á vinnu- markaði á öllu landinu í apríl síð- astliðnum, sem jafngildir 82,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 181.000 starfandi og 10.600 án vinnu og í atvinnuleit. Hlut- fall starfandi af mannfjölda var 77,8% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 5,5%. –mm Bláfáninn í þrettánda sinn STYKKISH: Á þriðjudag- inn í síðustu viku var bláfáninn afhentur Stykkishólmshöfn í þrettánda skipti. Það gerði Sal- ome Hallfreðsdóttir starfsmaður Landverndar. Bláfáninn var fyrst afhentur Stykkishólmshöfn 13. júní 2003 og var smábátahöfnin í Stykkishólmi fyrsta höfnin til að hljóta þessa alþjóðlegu viður- kenningu hér á Íslandi. Fáninn er alþjóðlegt merki fyrir hafn- ir sem uppfylla ströng skilyrði í umhverfis- og öryggismálum og hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis smá- bátahafna og baðstranda. Smá- bátahöfnum er veittur Bláfán- inn hafi þær lagt sig fram um að vernda umhverfið, bæta örygg- ismál og aðstöðu í höfninni og veita fræðslu um náttúruna og umhverfisvernd. Þessi viðleitni á að treysta verndun umhverfis hafnarinnar og alla þá þjónustu sem höfnin býður upp á og vera öllum þeim sem nota eða heim- sækja höfnina til hagsbóta. –mm AmabAdamA afhrímar Frystiklefann RIF: Þann 24. júní næstkom- andi verða Jónsmessutónleikar Frystiklefans í Rifi á Snæfels- nesi haldnir í fyrsta sinn. Það verður reggae hljómsveitin AmabAdamA sem ríður á vað- ið og mætir í Snæfellsbæ. Sveit- in hefur notið mikilla vinsælla í vetur eftir að hafa gefið út sína fyrstu plötu í fyrra. Sérstaklega er tekið fram að einungis um tveggja tíma akstur sé frá höf- uðborgarsvæðinu til tjaldstæða Snæfellsbæjar og þegar hef- ur verið opnað fyrir miðasölu á midi.is. –mþh Velgengni í þurrkun á kolmunna MIÐIN: Færeyingar þurrka nú kolmunna í auknum mæli til sölu á markaði í Níger- íu. Í Fiskifréttum nýver- ið var viðtal við Íslending- inn Lúðvík Haraldsson sem er framkvæmdastjóri og að- aleigandi fiskþurrkunarverk- smiðjunnar Faroes Apama í Vági í Færeyjum. Lúðvík var áður framkvæmdastjóri Laugafisks í Þingeyjarsýslu. Faroe Apama hefur þurrkað hausa og hryggi af tegund- um á borð við þorsk og ýsu en þurrkar nú einnig kol- munna. Á síðasta ári var kol- munni um 8% af framleiðslu færeysku verksmiðjunnar en Lúðvík segir að þetta hlutfall fari líklega í 20% á þessu ári. Hann bendir á að tvær verk- smiðjur á Íslandi stundi þeg- ar þurrkun á kolmunna en það eru Samherji á Laugum og Langa í Vestmannaeyjum. Kolmunni færeyska fyrirtæk- isins er þurrkaður hausaður og slógdreginn. Þess má geta að liður í stækkunaráætlun- um HB Granda í fiskþurrk- unarverksmiðju fyrirtækisins á Akranesi snýr einmitt að því að þurrka kolmunna. –mþh Aflatölur fyrir Vesturland 23. - 29. maí. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 17 bátar. Heildarlöndun: 22.540 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 9.949 kg í fimm löndunum. Arnarstapi 13 bátar. Heildarlöndun: 19.626 kg. Mestur afli: Óli Gísla GK: 4.595 kg í þremur löndun- um. Grundarfjörður 8 bátar. Heildarlöndun: 190.705 kg. Mestur afli: Helgi SH: 47.216 kg í einni löndun. Ólafsvík 21 bátur. Heildarlöndun: 220.222 kg. Mestur afli: Guðmund- ur Jensson SH: 52.674 kg í tveimur löndunum. Rif 21 bátur. Heildarlöndun: 236.164 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 41.067 kg í einni löndun. Stykkishólmur 18 bátar. Heildarlöndun: 76.235 kg. Mestur afli: Sunnar Rós SH: 9.936 kg í þremur lönd- unum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Helgi SH – GRU: 47.216 kg. 26. maí 2. Sóley Sigurjóns GK – GRU: 44.318 kg. 25. maí 3. Tjaldur SH – RIF: 41.067 kg. 26. maí 4. Rifsnes SH – RIF: 40.241 kg. 26. maí 5.Guðmundur Jensson SH – ÓLV: 27.874 kg. 27. maí Sturla Böðvarsson bæjarstjóri Stykkishólms sendi síðastliðinn sunnudag bréf til hreppsnefndar Helgafellssveitar, forstjóra Orku- veitu Reykjavíkur og Heilbrigðis- eftirlits Vesturlands, þar sem lýst er verulegum áhyggjum vegna fyrir- hugaðra framkvæmda við virkjun í Svelgsá í Helgafellssveit. Bæjarráð Stykkishólms telur verulega hættu á mengun vatnsbóls sem íbúar í Stykkishólmi nýta, komi til virkj- unarframkvæmda. Á fundi bæjar- ráðs Stykkishólmsbæjar á laugar- daginn var samþykkt bókun vegna áforma um framkvæmdir við virkj- un Svelgsár nærri vatnsbóli Vatns- veitu Stykkishólms, sem nú er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Í bréf- inu segir: „Tilefni þessarar sam- þykktar er sú staðreynd að virkja á mjög nærri lindunum og er það mat þeirra sem þekkja til staðhátta, að veruleg hætta sé á mengun frá framkvæmdum, sem gæti leitt til þess að vatnsbólið verði ekki nýt- anlegt. Framkvæmdasvæði fyrir- hugaðrar virkjunar nær inn á vatns- verndarsvæði vatnsveitunnar sem er mjög háskalegt. Mengist vatns- bólið hefði það alvarlegar afleið- ingar fyrir íbúa Stykkishólms, sem eiga allt undir því, að þetta vatns- ból verði áfram nýtt í þágu bæjar- búa og þeirra fyrirtækja sem nota vatnið til matvælaframleiðslu svo sem gert hefur verið frá árinu 1974 með samkomulagi við landeigend- ur í Helgafellssveit og á grundvelli vatnalaga og laga um vatnsveitur sveitarfélaga svo sem þau lög hafa verið á hverjum tíma.“ Á fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að koma fram athugsemdum við stjórnendur Orkuveitu Reykja- víkur og hreppsnefnd Helgafells- sveitar um að tryggt verði að engin hætta stafi af virkjanaframkvæmd- um gagnvart vatnsbóli bæjarins sem er við Svelgsárhraun. Jafnframt verði Heilbrigðiseftirliti Vestur- lands gert viðvart og þess krafist að gengið verði úr skugga um að öll- um reglum verði fylgt gagnvart því að tryggja hagsmuni vatnsnotenda í Stykkishólmi sem eiga mikið undir því að vatnsbólið verði ekki meng- að vegna framkvæmda og mikils rasks við fyrirhugaðar virkjunar- framkvæmdir við Svelgsá. mm Telja hættu á að vatnsból spillist komi til virkjunar í Svelgsá Svelgsá séð til austurs úr lofti. Eyðijörðin Tóftir á nesinu í baksýn en til hægri er Álftafjörður. Ljósm. Mats Wibe Lund. Skipulagsstofnun hefur fallist á beiðni Vegagerðarinnar um endur- upptöku á úrskurði stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum Vest- fjarðarvegar um Reykhólahrepp. Um er að ræða 15 kílómetra vegar- kafla sem áformaður er frá Þorska- firði og vestur fyrir Gufufjörð og fer meðal annars um svokallaðan Teigsskóg. Teigsskógur er lágvax- inn birkiskógur sem teigir sig yfir land sem er í eyði en þar eru sum- arhús. Eigendur þeirra hafa barist gegn vegarlagningu um landið og því hefur þjóðleiðin áfram legið yfir illfæran og stórhættulegan Hjalla- hálsinn. Fram kemur í tilkynningu frá Skipulagsstofnun nú að í endur- upptökubeiðni Vegagerðarinnar sé lögð fram tillaga að breyttri veg- línu. Hún felist meðal annars í til- færslu á veglínu frá leið B að hluta. Auk þess eru op breikkuð á brúm yfir Djúpafjörð og Gufufjörð og fallið er frá efnistöku í Teigsskógi, segir í tilkynningu Skipulagsstofn- unar. Þar kemur einnig fram hvað varðar efnistöku að framkvæmda- áformin taki verulegum breyting- um. Horfið hafi verið frá efnistöku í Teigsskógi og dregið úr efnistöku á Grónesi. Áform um vegagerð um Teigs- skóg eiga sér áratugar langa sögu og endurspegla hvað skipulags- lög og túlkun þeirra til hins ítrasta geta haft hamlandi áhrif á vega- bætur. Ýmsir hafa bent á að þar hafi smærri hagsmunir verið teknir framyfir stærri. Margir samgöngu- og innanríkisráðherrar hafa kom- ið við sögu, án þess að fá rönd við reist í þessu máli. Samgöngubæt- ur um sunnanverða Vestfirði hafa þannig verði í stjórnsýsluflækju um vegagerð um Teigsskóg. Nú verður málið semsé tekið upp að nýju. Skógræktarmenn mæla með vegi Skógræktarfélag Íslands og skóg- ræktarfélög á Vestfjörðum ályktuðu í fyrrahaust vegna nýrrar tillögu Vegagerðarinnar vegna hins um- deilda vegar um Teigsskóg. „Ekki er ástæða til að leggjast gegn fyr- irætlunum um vegagerð um Teigs- skóg í Þorskafirði. Aðeins um 1% skógarins fer undir veg samkvæmt nýrri tillögu um vegstæði sem Vegagerðin hefur lagt fram. Skaði er því óverulegur,“ sagði í álykt- un skógræktarfélaganna. Forsvars- menn Vegagerðarinnar sögðu í október í fyrra að þarna hafi kveð- ið við nýjan tón og auki það bjart- sýni þeirra á lausn málsins sem hef- ur lengi þvælst hjá skipulagsyfir- völdum og dómstólum. mm Horft yfir kjarrið í Teigsskógi. Vegagerð um Teigsskóg verður skoðuð að nýju
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.