Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Page 12

Skessuhorn - 03.06.2015, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Borgarbyggð, Orkuveita Reykjavíkur-veitur ohf, Míla ehf og Rarik ohf, óska eftir tilboðum í verkið: Kveldúlfsgata Borgarnesi Endurnýjun lagna og gangstétta Verkið er fólgið í lagnavinnu og gerð gangstétta. Fyrir Borgarbyggð skal endurnýja gangstéttar. Fyrir Orkuveitu Reykjavíkur-veitur ohf skal leggja frárennslislagnir, vatnslagnir og hitaveitu. Fyrir Mílu ehf skal leggja fjarskiptalagnir. Fyrir Rarik ohf skal sjá um jarðvinnu í sameiginlegum lagnaskurðum. Helstu magntölur eru: Lengd lagnaskurða 1750 m Niðurföll, endurnýjuð eða lokað 62 stk Kaldavatnslagnir, plast ø32-225 mm 1.120 m Endurnýjun lagna hitaveitu, stál og pex 2750 m Fjarlægja eldri hitaveitulagnir 1160 m Heimæðar og inntök, kalt og heitt 65 stk Fjarskiptalagnir 3290 m Malbikun 3000m² Steyptur kantsteinn 1000 m Skiladagur verksins er 15. október 2015. Útboðsgögn verða afhent rafrænt og án endurgjalds á skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi frá og með 4. júní n.k. Hægt er að óska eftir gögnum á netfangið gudrunh@borgarbyggd.is eða í síma 433-7100. Tilboð verða opnuð á sama stað, 19. júní 2015, kl. 11:00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. S K E S S U H O R N 2 01 5 Sjómannadagskaffi á Akranesi Slysavarnakonur á Akranesi halda upp á sjómannadaginn með glæsilegri kaffisölu í Jónsbúð, Akursbraut 13, sunnudaginn 7. júní kl. 13.30 til 16.30 Flottar veitingar Verið velkomin og styrkið gott málefni. Slysavarnadeildin Líf Tekið er við greiðslukortum. SK ES SU H O R N 2 01 5 Handverkssýning félagsstarfs aldraða og öryrkja, opnar á Bókasafni Akraness föstudaginn 5. júní kl. 15-18 Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 5 Allir velkomnir, heitt kaffi á könnunni Á sama tíma verður einnig opnuð sýningin „Vér heilsum glaðar framtíðinni“ sýning í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) leitar nú að nýju húsnæði undir bækistöð fyrir sjúkraflutn- inga á Akranesi og vegna starfsemi sjúkrahússins þar. Verið er að skoða möguleika á að HVE geti fengið keypt núverandi húsnæði Björg- unarfélags Akraness við Kalmans- Vilja skoða húsnæðiskaup fyrir sjúkraflutninga á Akranesi Hin svokallaða „gula skemma“ við höfnina á Akranesi. Húsinu hefur lítt verið haldið við mörg undanfarin ár og þarf meðal annars að skipta um klæðningu á því. velli undir þessa starfsemi. Með því kæmust sjúkraflutningar og slökkvi- lið undir eitt og sama þak. Hug- myndir eru um að Björgunarfélag- ið flytji þá bækistöð sína í svokall- aða „gulu skemmu“ við Faxabraut. Hún var áður í eigu Sementsverk- smiðjunnar en er nú í eignasafni Akranesbæjar. Vilja horfa til framtíðar Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkra- flutninga HVE, og Guðjón Brjáns- son forstjóri skrifuðu núverið bréf til bæjarstjórans á Akranesi þar sem þeir reifa hugmyndir um nýj- an húsakost fyrir sjúkraflutningana. Þeir skrifa að sé horft til framtíð- ar á Akranesi og í nágrenni bæði hvað varðar þróun íbúafjölda og at- vinnuuppbyggingar, þá sé ljóst að sá tími komi að stofnað verði atvinnu- slökkvilið á Akranesi. Það yrði þá starfrækt í samvinnu við sjúkra- flutninga enda sé slíkt fyrirkomulag víðast þar sem atvinnuslökkvilið er til staðar. Talið er hentugast að sjúkraflutn- ingar á Akranesi og til og frá bænum hafi bækistöð á svæðinu við Esju- braut frá bensínstöð Olís að Inn- nesvegi. Þetta sé miðsvæðis og þar séu greiðar leiðir í allar áttir, bæði út í sjálft bæjarfélagið en einnig út úr bænum. Sjúkraflutningamenn á bakvöktum eigi einnig greiða leið í útköll ef sjúkraflutningarnir hafi bækistöð sína á þessu svæði. Fyr- ir um það bil þremur árum var at- hugað hvort nokkuð húsnæði væri í boði á þessu svæði sem gæti hent- að. Það fannst ekki á þeim tíma. Sjúkraflutningar HVE hafa um marga ára skeið haldið til í leigu- húsnæði í eigu N1 við Þjóðbraut í næsta nágrenni við lögreglustöð- ina á Akranesi. Leigusamningurinn þar rennur út í september í haust. Framtíðarhúsnæðismál sjúkraflutn- inganna eru þannig í óvissu. Hafa augastað á Kalmansvöllum Forráðamenn HVE telja það skyn- samlegan kost að nú verði athug- að til fullnustu hvort stofnun- in geti fengið húsnæði Björgunar- félags Akraness við Kalmansvelli 2 á Akranesi til umráða eða eign- ar. Þar er Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar til húsa með sína bækistöð. Með þessu yrðu bæði sjúkraflutningar og slökkvilið kom- ið undir eitt þak á Akranesi. „Stað- setning er hentug og engar umtals- verðar breytingar þarf að gera á húsnæðinu svo það henti starfsemi sjúkraflutninga ágætlega,“ skrifa þeir í bréfi sínu. Viðræður um hugsanleg kaup HVE á húsnæði Björgunarfélagsins hafa þegar átt sér stað. Í þeim hef- ur komið fram vilji til að þetta verði skoðað frekar. Eitt af því sem málið snýst þá um er að Björgunarfélag- inu verið fundið nýtt húsnæði fyr- ir starfsemi sína. Þar beinast sjónir manna að „gulu skemmunni“ svo- kölluðu sem stendur við Faxabraut á hafnarsvæðinu á Akranesi. Bent er á að þetta hús gæti hentað vel fyr- ir starfsemi Björgunarfélagsins ekki síst þar sem það standi við höfn- ina. Það gæti því ekki síst orðið góð bækistöð fyrir sjóbjörgun sem er snar þáttur í starfsemi Björgunar- félagsins. Bréf þeirra Gísla og Guðjóns var lagt fram á fundi bæjarráðs Akra- ness 21. maí síðastliðinn. Bæjar- ráð þakkaði fyrir erindið og vísaði málinu til skoðunar á skipulags- og umhverfissviði. mþh Núverandi húsnæði sjúkraflutninga HVE við Þjóðbraut á Akranesi. Í athugun er að Björgunarfélag Akraness selji HVE hluta sinn af þessu húsi við Kalmansvelli þar sem Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar er einnig til húsa.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.