Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Qupperneq 12

Skessuhorn - 03.06.2015, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Borgarbyggð, Orkuveita Reykjavíkur-veitur ohf, Míla ehf og Rarik ohf, óska eftir tilboðum í verkið: Kveldúlfsgata Borgarnesi Endurnýjun lagna og gangstétta Verkið er fólgið í lagnavinnu og gerð gangstétta. Fyrir Borgarbyggð skal endurnýja gangstéttar. Fyrir Orkuveitu Reykjavíkur-veitur ohf skal leggja frárennslislagnir, vatnslagnir og hitaveitu. Fyrir Mílu ehf skal leggja fjarskiptalagnir. Fyrir Rarik ohf skal sjá um jarðvinnu í sameiginlegum lagnaskurðum. Helstu magntölur eru: Lengd lagnaskurða 1750 m Niðurföll, endurnýjuð eða lokað 62 stk Kaldavatnslagnir, plast ø32-225 mm 1.120 m Endurnýjun lagna hitaveitu, stál og pex 2750 m Fjarlægja eldri hitaveitulagnir 1160 m Heimæðar og inntök, kalt og heitt 65 stk Fjarskiptalagnir 3290 m Malbikun 3000m² Steyptur kantsteinn 1000 m Skiladagur verksins er 15. október 2015. Útboðsgögn verða afhent rafrænt og án endurgjalds á skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi frá og með 4. júní n.k. Hægt er að óska eftir gögnum á netfangið gudrunh@borgarbyggd.is eða í síma 433-7100. Tilboð verða opnuð á sama stað, 19. júní 2015, kl. 11:00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. S K E S S U H O R N 2 01 5 Sjómannadagskaffi á Akranesi Slysavarnakonur á Akranesi halda upp á sjómannadaginn með glæsilegri kaffisölu í Jónsbúð, Akursbraut 13, sunnudaginn 7. júní kl. 13.30 til 16.30 Flottar veitingar Verið velkomin og styrkið gott málefni. Slysavarnadeildin Líf Tekið er við greiðslukortum. SK ES SU H O R N 2 01 5 Handverkssýning félagsstarfs aldraða og öryrkja, opnar á Bókasafni Akraness föstudaginn 5. júní kl. 15-18 Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 5 Allir velkomnir, heitt kaffi á könnunni Á sama tíma verður einnig opnuð sýningin „Vér heilsum glaðar framtíðinni“ sýning í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) leitar nú að nýju húsnæði undir bækistöð fyrir sjúkraflutn- inga á Akranesi og vegna starfsemi sjúkrahússins þar. Verið er að skoða möguleika á að HVE geti fengið keypt núverandi húsnæði Björg- unarfélags Akraness við Kalmans- Vilja skoða húsnæðiskaup fyrir sjúkraflutninga á Akranesi Hin svokallaða „gula skemma“ við höfnina á Akranesi. Húsinu hefur lítt verið haldið við mörg undanfarin ár og þarf meðal annars að skipta um klæðningu á því. velli undir þessa starfsemi. Með því kæmust sjúkraflutningar og slökkvi- lið undir eitt og sama þak. Hug- myndir eru um að Björgunarfélag- ið flytji þá bækistöð sína í svokall- aða „gulu skemmu“ við Faxabraut. Hún var áður í eigu Sementsverk- smiðjunnar en er nú í eignasafni Akranesbæjar. Vilja horfa til framtíðar Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkra- flutninga HVE, og Guðjón Brjáns- son forstjóri skrifuðu núverið bréf til bæjarstjórans á Akranesi þar sem þeir reifa hugmyndir um nýj- an húsakost fyrir sjúkraflutningana. Þeir skrifa að sé horft til framtíð- ar á Akranesi og í nágrenni bæði hvað varðar þróun íbúafjölda og at- vinnuuppbyggingar, þá sé ljóst að sá tími komi að stofnað verði atvinnu- slökkvilið á Akranesi. Það yrði þá starfrækt í samvinnu við sjúkra- flutninga enda sé slíkt fyrirkomulag víðast þar sem atvinnuslökkvilið er til staðar. Talið er hentugast að sjúkraflutn- ingar á Akranesi og til og frá bænum hafi bækistöð á svæðinu við Esju- braut frá bensínstöð Olís að Inn- nesvegi. Þetta sé miðsvæðis og þar séu greiðar leiðir í allar áttir, bæði út í sjálft bæjarfélagið en einnig út úr bænum. Sjúkraflutningamenn á bakvöktum eigi einnig greiða leið í útköll ef sjúkraflutningarnir hafi bækistöð sína á þessu svæði. Fyr- ir um það bil þremur árum var at- hugað hvort nokkuð húsnæði væri í boði á þessu svæði sem gæti hent- að. Það fannst ekki á þeim tíma. Sjúkraflutningar HVE hafa um marga ára skeið haldið til í leigu- húsnæði í eigu N1 við Þjóðbraut í næsta nágrenni við lögreglustöð- ina á Akranesi. Leigusamningurinn þar rennur út í september í haust. Framtíðarhúsnæðismál sjúkraflutn- inganna eru þannig í óvissu. Hafa augastað á Kalmansvöllum Forráðamenn HVE telja það skyn- samlegan kost að nú verði athug- að til fullnustu hvort stofnun- in geti fengið húsnæði Björgunar- félags Akraness við Kalmansvelli 2 á Akranesi til umráða eða eign- ar. Þar er Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar til húsa með sína bækistöð. Með þessu yrðu bæði sjúkraflutningar og slökkvilið kom- ið undir eitt þak á Akranesi. „Stað- setning er hentug og engar umtals- verðar breytingar þarf að gera á húsnæðinu svo það henti starfsemi sjúkraflutninga ágætlega,“ skrifa þeir í bréfi sínu. Viðræður um hugsanleg kaup HVE á húsnæði Björgunarfélagsins hafa þegar átt sér stað. Í þeim hef- ur komið fram vilji til að þetta verði skoðað frekar. Eitt af því sem málið snýst þá um er að Björgunarfélag- inu verið fundið nýtt húsnæði fyr- ir starfsemi sína. Þar beinast sjónir manna að „gulu skemmunni“ svo- kölluðu sem stendur við Faxabraut á hafnarsvæðinu á Akranesi. Bent er á að þetta hús gæti hentað vel fyr- ir starfsemi Björgunarfélagsins ekki síst þar sem það standi við höfn- ina. Það gæti því ekki síst orðið góð bækistöð fyrir sjóbjörgun sem er snar þáttur í starfsemi Björgunar- félagsins. Bréf þeirra Gísla og Guðjóns var lagt fram á fundi bæjarráðs Akra- ness 21. maí síðastliðinn. Bæjar- ráð þakkaði fyrir erindið og vísaði málinu til skoðunar á skipulags- og umhverfissviði. mþh Núverandi húsnæði sjúkraflutninga HVE við Þjóðbraut á Akranesi. Í athugun er að Björgunarfélag Akraness selji HVE hluta sinn af þessu húsi við Kalmansvelli þar sem Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar er einnig til húsa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.