Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 59

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 59
59MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Iðjuþjálfunarfræði BS Hjúkrunarfræði BS Sjávarútvegsfræði BS Náttúru- og auðlindafræði diplóma Viðskiptafræði BS Félagsvísindi BA Fjölmiðlafræði BA Kennarafræði, leik- og grunnskólastig BEd Diplómanám í leikskólafræðum Nútímafræði BA Sálfræði BA Ingibjörg Smáradóttir, sími 460 8036 netfang: ingibs@unak.is að kynna sér hvernig fyrirkomulag er í því námi sem þeir hyggjast innrita sig í. Umsóknarfrestur til 5. júní Heiða Kristín Jónsdóttir, sími 460 8039 netfang: heida@unak.is Fyrirspurnir um kennaranám: Torfhildur S. Þorgeirsdóttir, sími 460 8042 netfang: torfhild@unak.is Ása Guðmundardóttir, sími 460 8037 netfang: asa@unak.is Upplýsingar um námið veitir Upplýsingar um námið veita Upplýsingar um námið veitir Fjarnám VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI unak.is Nemendur í 4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar fóru í hjólaferð á dögunum. Ferðin var hluti af átt- hagafræðinámi barnanna en reynt er að fara á hverju vori hjólandi í Skarðsvík ef veður leyfir. Þennan dag var fínasta veður og krakkarnir duglegir að hjóla. Þegar í Skarðsvík var komið fengu þau sér nesti sem þau höfðu sjálf undirbúið í heimil- isfræði í skólanum og léku sér dá- lítið áður en þau hjóluðu til baka. Það voru þreyttir og ánægðir hjóla- krakkar sem komu til baka í skól- ann með kennurunum sínum. þa Hjóluðu í Skarðsvík „Við opnuðum 1. maí og sumar- ið fer vel af stað, betur en í fyrra og við erum bjartsýnir á að kom- andi sumar verði bara gott. Ég tók við núna í vor. Er eiginlega nýr í bransanum og því alltaf með loftnetið úti, ef svo má segja, að læra allt sem skiptir máli,“ sagði Logi Guðjónsson, nýr hótelstjóri í Bjarkalundi þegar blaðamann Skessuhorns bar þar að garði á fimmtudaginn síðasta. Hótel Bjarkalundur á sér langa sögu, er elsta sumarhótel lands- ins, byggt á árunum 1945-47 og undanfarin ár hefur verið unnið að endurbótum á hótelinu og um- hverfi þess. „Maður verður þess var að Vestfirðingar þekkja vel til staðarins, stundum sést blik í aug- um fólks að vestan. Margir eiga héðan góðar minningar og koma alltaf við,“ sagði Logi. En það eru ekki aðeins Vestfirðingar sem gera þar stutta töf á för sinni. „Fólk al- mennt kemur við hér, það sér eitt- hvað við staðinn, það er einhver orka sem fólk finnur hér. Ég hef fundið hana sjálfur. Það er ekkert mál að standa hérna 12-14 tíma vaktir, ég væri uppgefinn eftir það ef ég væri enn fyrir sunnan,“ sagði Logi. Aukinn straumur erlendra ferðamanna Bjarkalundur hefur hingað til helst verið þekktur sem áninga- staður ferðalanga á ferð þeirra um landið en vonir stjórnenda standa til að það muni breytast. „Stefnan er byggja vel upp og gera Bjarka- lund að eftirsóttum ferðamanna- stað, gera hann að einhverju meira en bara stoppistöð. Til þess vantar að einhverju leyti frekari uppbyggingu í ferðamannaþjón- ustu hér um slóðir. Fólk er til- búið að vera lengur ef það getur sótt afþreyingu í næsta nágrenni,“ sagði Logi og nefnir í því sam- hengi meðal annars stangveiði- menn. „Berufjarðarvatn tilheyrir hótelinu og við munum kannski selja veiðileyfi í það í framtíðinni. Það kostar vinnu að koma því á en er eitthvað sem okkur langar til að gera,“ bætti hann við. „Fyrst um sinn ætlum við þó að einbeita okkur að því á að hér verði áfram góð þjónusta í mat og drykk, við leggjum mikla áherslu á gæði þar. Erum með flottan matseðil og tökum vel í allar óskir ef fólk finn- ur ekkert sem höfðar til þess.“ Það sem helst hefur breyst und- anfarið að sögn Loga er aukinn straumur erlendra ferðamanna. „Bókanir standa vel, hér verður fólk í gistingu á hverjum degi al- veg fram á haust og nær allra bók- anirnar standa. Mikið eru þetta erlendir ferðamenn sem skipu- leggja ferðir langt fram í tímann. Þeir ætla sér að mæta og standa við það,“ segir hann. „Við höf- um lagt okkur fram við að fylgj- „Margir eiga héðan góðar minningar“ spjallað við Loga Guðjónsson, nýjan hótelstjóra í Bjarkalundi ast með veðri og færð fyrir ferða- menn áður en þeir fara í burtu og það er þjónusta sem þeir kunna vel að meta. Einnig bendum við þeim á áhugaverða staði í nágrenninu,“ bætti hann við og kvaðst hafa fulla trú á ferðamannastraumnum. „Eins og ég sagði áðan erum við hér í Bjarkalundi bjartsýn á kom- andi sumar og stefnum á að byggja upp góða ferðamannaþjónustu hér á sunnanverðum Vestfjörð- um,“ sagði Logi að lokum. kgk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.