Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Síða 70

Skessuhorn - 03.06.2015, Síða 70
70 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Á hvaða bæjarhátíðir ætlar þú í sumar? Spurning vikunnar Guðmundur Ólafsson „Ég ætla á Reykhóladagana og kannski Hamingjudaga á Hólmavík.“ Björn Fannar Jóhannesson „Reykhóladaga og Írska daga.“ Sandra Rún Björnsdóttir „Hamingjudaga á Hólmavík og Reykhóladaga.“ Bragi Jónsson „Írska daga, Reykhóladaga, Blómstrandi daga í Hveragerði og Fiskidaginn mikla á Dalvík.“ Hrefna Karlsdóttir „Reykhóladaga og Írska daga.“ (Spurt í Reykhólasveit) Víkingur Ólafsvík heimsótti Þrótt R. á gervigrasvöllinn í Laugardaln- um í fjórðu umferð fyrstu deildar karla síðastliðinn föstudag. Leik- urinn fór fjörlega af stað. Strax á fimmtu mínútu fengu Þróttarar dauðafæri eftir góða sókn og innan við tíu mínútum síðar hefði Ingólf- ur Sigurðsson getað komið Víking- um yfir en skot hans small í stöng- ina. Eftir líflegar upphafsmínút- ur róaðist leikurinn aðeins og fátt markvert gerðist utan þess að Ing- ólfur Sigurðsson fékk höfuðhögg en hélt leik áfram, nokkuð vankað- ur þar til honum var skipt af velli í hálfleik. Ólsarar hófu síðari hálfleik af krafti og voru sterkara liðið fyrstu 20 mínútur hans en tókst ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Það var hins vegar á 66. mínútu að Þróttur komst á blað. Hlyn- ur Hauksson átti þá sendingu frá vinstri sem Viktor Jónsson skall- aði í fjærhornið framhjá Christian Liberato í marki Víkinga. Var það fyrsta markið sem Ólsarar fá á sig í sumar. Á 78. mínútu voru Víkingar nálægt því að jafna. Arnar Sveinn Geirsson skallaði háa sendingu yfir markvörð Þróttar sem stóð nokk- uð framarlega í teignum en varn- armaður Þróttar mætti á síðustu stundu og bjargaði á línu. Á 85. mínútu skoruðu Þróttarar sitt ann- að mark eftir að Admir Kubat mis- tókst að hreinsa boltann frá mark- inu. Lokatölur í Laugardalnum 2-0, Þrótti í vil. Víkingar sitja í fjórða sæti deild- arinnar með sjö stig eftir fjóra leiki. Næsti leikur liðsins verð- ur gegn Þór norður á Akureyri í kvöld í Borgunarbikarnum en í næsta deildarleik mæta þeir BÍ/ Bolungarvík á Ólafsvíkurvelli laug- ardaginn 6. júní. kgk/Ljósm. af. Víkingar töpuðu í Laugardalnum Frá síðasta heimaleik Víkinga þar sem þeir sigruðu Selfyssinga á Ólafsvíkurvelli. Helgina 29.-31. maí fóru Akra- nesleikarnir í sundi fram á Jaðars- bökkum. Alls tóku þátt 367 kepp- endur frá 15 félögum víðsvegar af landinu og synt voru samtals 1691 sund. Veðrið setti svip sinn á leik- ana sem hófust í blíðskaparveðri á föstudeginum. Heldur bætti í vindinn á laugardaginn og þeir sem kepptu þá syntu í öldurótinu í Jaðarsbakkalauk. Á sunnudag kom aftur gott veður sem keppendur reyndust hæstánægðir með. Mótið er stigakeppni félaga þar sem hver sundmaður safnar stigum fyrir félagið en fjöldi sundferða á hvern keppanda er takmörkum háður. Að þessu sinni var Sund- félag Akraness stigahæsta sundlið- ið með 441 stig, í fyrsta sinn síð- an 2010. Sundfélag Hafnarfjarðar kom næst með 325 stig og í þriðja sæti hafnaði Sundfélagið Óðinn með 291 stig. Allar áætlanir um mótið stóð- ust og eiga allir þeir sem störf- uðu á Akranesleikunum hrós skil- ið því með vinnusemi sinni og já- kvæðni framkallaði það ómetan- legar minningar hjá þeim börnum og unglingum sem tóku þátt, segir í tilkynningu frá Sundfélagi Akra- ness. -fréttatilkynning Akranesleikarnir í sundi fóru fram um helgina Fjöldi keppenda við upphitun í Jaðarsbakkalaug. Keppendur stinga sér til sunds á Akranesleikunum um helgina. Vesturlandsmótið í loftgrein- um skotfimi fór fram miðviku- daginn 20. maí í skotheimili Skot- íþróttafélags Vesturlands í Borgar- nesi. Þetta mót var samvinnuverk- efni Skotíþróttafélags Akraness og Skotíþróttafélags Vesturlands. Mót- ið var skemmtileg og vel sótt mót að vanda en sigurvegari í loftskamm- byssu karla varð Thomas Viderö, Skotíþróttafélagi Kópavogs. Stef- án Sigurðsson, einnig úr SFK, varð í öðru sæti og Guðmundur Helgi Christensen SR varð þriðji. Í loft- skammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir, Skotfélagi Reykjavík- ur, Bára Einarsdóttir varð önnur og Guðrún Hafberg þriðja en Bára og Guðrún kepptu fyrir Skotíþrótta- félag Kópavog. Í loftriffli karla sigr- aði Guðmundur Helgi Christen- sen SR, Theodór Kjartansson Skot- deild Keflavíkur varð annar og Logi Benediktsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, varð þriðji. í loftriffli kvenna varð Jórunn Harðardótt- ir, SR, sigurvegari. Í stúlknaflokki sigraði Dagný Rut Sævarsdóttir, Skotíþróttafélagi Kópavogs. Einnig var keppt um titilinn Vesturlandsmeistari 2015 í karla- og kvennaflokki. Í karlaflokki bar Stefán Ingi Ólafsson sigu úr býtum. Annar var Kristján Vagn Pálsson og þriðji Jón Arnar Sigþórsson, allir úr Skotíþróttafélagi Vesturlands. Í kvennaflokki varð Berglind Björg- vinsdóttir SKA Vesturlandsmeistari og Laufey Ó Gísladóttir SV í öðru. ebm Vesturlandsmót í skotfimi Laugardaginn 30. maí var haldið Vesturlandsmót í boccia í Íþrótta- miðstöðinni á Hvammstanga. Mót- ið var í umsjón Félags eldri borg- ar í Húnaþingi vestra með dyggri aðstoð gamals Hvammstangabúa; Flemmings Jessen á Hvanneyri, sem annaðist undirbúning og var yfir- dómari. Mótið setti Eggert Karls- son varaformaður Feb. í Húnaþingi vestra og Guðmundur Haukur Sig- urðsson var mótsstjóri. Alls mættu 13 lið til leiks; tvö frá Akranesi, tvö úr Borgarbyggð, tvö úr Snæfellsbæ, fjögur frá Stykkishólmi og þrjú frá Húnaþingi vestra. Vesturlandsmeistarar 2015 í boccia varð sveit frá Akranesi skipuð þeim Þorvaldi Valgarðssyni, Böðv- ari Jóhannessyni og Gunnari Guð- jónssyni. Í öðru sæti sveit úr Borg- arbyggð skipuð þeim Þorbergi Eg- ilssyni, Guðmundi Egilssyni, Guð- mundi Bachmann, Ágústi Haralds- syni og Ragnari Ólafssyni. Í þriðja sæti varð sveit frá Akranesi skipuð Sigfríði Geirdal, Guðrúnu Sigurð- ardóttur og Gylfa Jónssyni. Næsta Vesturlandsmót í boccia verður haldið í Snæfellsbæ í maí 2016. ghs Vesturlandsmót í boccia var leikið á Hvammstanga Berglind Björgvinsdóttir. Tvö efstu liðin taka hér við verðlaunum. Ljósm. Anna Scheving. Í vetur hefur Frjálsíþróttafélag Borg- arfjarðar lagt í það stórvirki að kaupa ný og fullkomin tímatökutæki til þess að hægt sé að halda lögleg frjáls- íþróttamót í Borgarnesi. Tækin eru komin og af því tilefni hefur félagið boðið til barna- og unglingamóts miðvikudaginn 10. júní nk. Borg- firðingar bjóða öllum krökkum 16 ára og yngri að koma og taka þátt í mótinu, einnig þeim sem eru á Sam- Vest-svæðinu (Vesturland og sunn- anverðir Vestfirðir). Einnig krökk- um sem ekki hafa æft frjálsar en vilja prófa einhverja grein/greinar. Dagskrá mótsins verður þannig að barnamót er áætlað frá kl. 17:00 - 17.50. Það er fyrir börn 10 ára og yngri (4. bekkur og yngri). Keppt verður í fjórum flokkum: Piltar 8 ára og yngri, stúlkur 8 ára og yngri, piltar 9-10 ára og stúlkur 9-10 ára. Greinar sem eru í boði eru 60 m hlaup, boltakast og 600 m hlaup. Unglingamót er síðan ráðgert frá kl. 18:00 - 20:00. Það er fyrir kepp- endur á aldrinum 11-16 ára. Hver keppandi ræður því í hvaða grein- um hann tekur þátt, en þessar grein- ar eru í boði: Piltar/stúlkur 11-12 ára geta keppt í 60m hlaupi, langstökki, kúluvarpi, hástökki og 600m hlaupi. Piltar/stúlkur 13-14 ára og piltar/ stúlkur 15-16 ára geta keppt í 60m hlaupi, langstökki, spjótkasti, há- stökki, 60m grind og 800m hlaupi. Öllum er boðið að vera með og því er hér á ferð kjörið tækifæri til þess að prófa að taka þátt í einhverri grein frjálsra íþrótta. Boðið verður uppá grillveislu um klukkan 18 fyrir yngri krakkana og gesti. Síðan verður aftur grillað að móti loknu klukkan 20. Skráningar þurfa að berast á netfangið bjarni@ menntaborg.is mm Frjálsíþróttaveisla verður í Borgarnesi 10. júní Frá vinstri: Kristján Vagn, Stefán Ólafs og Jón Sigþórsson.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.