Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Qupperneq 70

Skessuhorn - 03.06.2015, Qupperneq 70
70 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Á hvaða bæjarhátíðir ætlar þú í sumar? Spurning vikunnar Guðmundur Ólafsson „Ég ætla á Reykhóladagana og kannski Hamingjudaga á Hólmavík.“ Björn Fannar Jóhannesson „Reykhóladaga og Írska daga.“ Sandra Rún Björnsdóttir „Hamingjudaga á Hólmavík og Reykhóladaga.“ Bragi Jónsson „Írska daga, Reykhóladaga, Blómstrandi daga í Hveragerði og Fiskidaginn mikla á Dalvík.“ Hrefna Karlsdóttir „Reykhóladaga og Írska daga.“ (Spurt í Reykhólasveit) Víkingur Ólafsvík heimsótti Þrótt R. á gervigrasvöllinn í Laugardaln- um í fjórðu umferð fyrstu deildar karla síðastliðinn föstudag. Leik- urinn fór fjörlega af stað. Strax á fimmtu mínútu fengu Þróttarar dauðafæri eftir góða sókn og innan við tíu mínútum síðar hefði Ingólf- ur Sigurðsson getað komið Víking- um yfir en skot hans small í stöng- ina. Eftir líflegar upphafsmínút- ur róaðist leikurinn aðeins og fátt markvert gerðist utan þess að Ing- ólfur Sigurðsson fékk höfuðhögg en hélt leik áfram, nokkuð vankað- ur þar til honum var skipt af velli í hálfleik. Ólsarar hófu síðari hálfleik af krafti og voru sterkara liðið fyrstu 20 mínútur hans en tókst ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Það var hins vegar á 66. mínútu að Þróttur komst á blað. Hlyn- ur Hauksson átti þá sendingu frá vinstri sem Viktor Jónsson skall- aði í fjærhornið framhjá Christian Liberato í marki Víkinga. Var það fyrsta markið sem Ólsarar fá á sig í sumar. Á 78. mínútu voru Víkingar nálægt því að jafna. Arnar Sveinn Geirsson skallaði háa sendingu yfir markvörð Þróttar sem stóð nokk- uð framarlega í teignum en varn- armaður Þróttar mætti á síðustu stundu og bjargaði á línu. Á 85. mínútu skoruðu Þróttarar sitt ann- að mark eftir að Admir Kubat mis- tókst að hreinsa boltann frá mark- inu. Lokatölur í Laugardalnum 2-0, Þrótti í vil. Víkingar sitja í fjórða sæti deild- arinnar með sjö stig eftir fjóra leiki. Næsti leikur liðsins verð- ur gegn Þór norður á Akureyri í kvöld í Borgunarbikarnum en í næsta deildarleik mæta þeir BÍ/ Bolungarvík á Ólafsvíkurvelli laug- ardaginn 6. júní. kgk/Ljósm. af. Víkingar töpuðu í Laugardalnum Frá síðasta heimaleik Víkinga þar sem þeir sigruðu Selfyssinga á Ólafsvíkurvelli. Helgina 29.-31. maí fóru Akra- nesleikarnir í sundi fram á Jaðars- bökkum. Alls tóku þátt 367 kepp- endur frá 15 félögum víðsvegar af landinu og synt voru samtals 1691 sund. Veðrið setti svip sinn á leik- ana sem hófust í blíðskaparveðri á föstudeginum. Heldur bætti í vindinn á laugardaginn og þeir sem kepptu þá syntu í öldurótinu í Jaðarsbakkalauk. Á sunnudag kom aftur gott veður sem keppendur reyndust hæstánægðir með. Mótið er stigakeppni félaga þar sem hver sundmaður safnar stigum fyrir félagið en fjöldi sundferða á hvern keppanda er takmörkum háður. Að þessu sinni var Sund- félag Akraness stigahæsta sundlið- ið með 441 stig, í fyrsta sinn síð- an 2010. Sundfélag Hafnarfjarðar kom næst með 325 stig og í þriðja sæti hafnaði Sundfélagið Óðinn með 291 stig. Allar áætlanir um mótið stóð- ust og eiga allir þeir sem störf- uðu á Akranesleikunum hrós skil- ið því með vinnusemi sinni og já- kvæðni framkallaði það ómetan- legar minningar hjá þeim börnum og unglingum sem tóku þátt, segir í tilkynningu frá Sundfélagi Akra- ness. -fréttatilkynning Akranesleikarnir í sundi fóru fram um helgina Fjöldi keppenda við upphitun í Jaðarsbakkalaug. Keppendur stinga sér til sunds á Akranesleikunum um helgina. Vesturlandsmótið í loftgrein- um skotfimi fór fram miðviku- daginn 20. maí í skotheimili Skot- íþróttafélags Vesturlands í Borgar- nesi. Þetta mót var samvinnuverk- efni Skotíþróttafélags Akraness og Skotíþróttafélags Vesturlands. Mót- ið var skemmtileg og vel sótt mót að vanda en sigurvegari í loftskamm- byssu karla varð Thomas Viderö, Skotíþróttafélagi Kópavogs. Stef- án Sigurðsson, einnig úr SFK, varð í öðru sæti og Guðmundur Helgi Christensen SR varð þriðji. Í loft- skammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir, Skotfélagi Reykjavík- ur, Bára Einarsdóttir varð önnur og Guðrún Hafberg þriðja en Bára og Guðrún kepptu fyrir Skotíþrótta- félag Kópavog. Í loftriffli karla sigr- aði Guðmundur Helgi Christen- sen SR, Theodór Kjartansson Skot- deild Keflavíkur varð annar og Logi Benediktsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, varð þriðji. í loftriffli kvenna varð Jórunn Harðardótt- ir, SR, sigurvegari. Í stúlknaflokki sigraði Dagný Rut Sævarsdóttir, Skotíþróttafélagi Kópavogs. Einnig var keppt um titilinn Vesturlandsmeistari 2015 í karla- og kvennaflokki. Í karlaflokki bar Stefán Ingi Ólafsson sigu úr býtum. Annar var Kristján Vagn Pálsson og þriðji Jón Arnar Sigþórsson, allir úr Skotíþróttafélagi Vesturlands. Í kvennaflokki varð Berglind Björg- vinsdóttir SKA Vesturlandsmeistari og Laufey Ó Gísladóttir SV í öðru. ebm Vesturlandsmót í skotfimi Laugardaginn 30. maí var haldið Vesturlandsmót í boccia í Íþrótta- miðstöðinni á Hvammstanga. Mót- ið var í umsjón Félags eldri borg- ar í Húnaþingi vestra með dyggri aðstoð gamals Hvammstangabúa; Flemmings Jessen á Hvanneyri, sem annaðist undirbúning og var yfir- dómari. Mótið setti Eggert Karls- son varaformaður Feb. í Húnaþingi vestra og Guðmundur Haukur Sig- urðsson var mótsstjóri. Alls mættu 13 lið til leiks; tvö frá Akranesi, tvö úr Borgarbyggð, tvö úr Snæfellsbæ, fjögur frá Stykkishólmi og þrjú frá Húnaþingi vestra. Vesturlandsmeistarar 2015 í boccia varð sveit frá Akranesi skipuð þeim Þorvaldi Valgarðssyni, Böðv- ari Jóhannessyni og Gunnari Guð- jónssyni. Í öðru sæti sveit úr Borg- arbyggð skipuð þeim Þorbergi Eg- ilssyni, Guðmundi Egilssyni, Guð- mundi Bachmann, Ágústi Haralds- syni og Ragnari Ólafssyni. Í þriðja sæti varð sveit frá Akranesi skipuð Sigfríði Geirdal, Guðrúnu Sigurð- ardóttur og Gylfa Jónssyni. Næsta Vesturlandsmót í boccia verður haldið í Snæfellsbæ í maí 2016. ghs Vesturlandsmót í boccia var leikið á Hvammstanga Berglind Björgvinsdóttir. Tvö efstu liðin taka hér við verðlaunum. Ljósm. Anna Scheving. Í vetur hefur Frjálsíþróttafélag Borg- arfjarðar lagt í það stórvirki að kaupa ný og fullkomin tímatökutæki til þess að hægt sé að halda lögleg frjáls- íþróttamót í Borgarnesi. Tækin eru komin og af því tilefni hefur félagið boðið til barna- og unglingamóts miðvikudaginn 10. júní nk. Borg- firðingar bjóða öllum krökkum 16 ára og yngri að koma og taka þátt í mótinu, einnig þeim sem eru á Sam- Vest-svæðinu (Vesturland og sunn- anverðir Vestfirðir). Einnig krökk- um sem ekki hafa æft frjálsar en vilja prófa einhverja grein/greinar. Dagskrá mótsins verður þannig að barnamót er áætlað frá kl. 17:00 - 17.50. Það er fyrir börn 10 ára og yngri (4. bekkur og yngri). Keppt verður í fjórum flokkum: Piltar 8 ára og yngri, stúlkur 8 ára og yngri, piltar 9-10 ára og stúlkur 9-10 ára. Greinar sem eru í boði eru 60 m hlaup, boltakast og 600 m hlaup. Unglingamót er síðan ráðgert frá kl. 18:00 - 20:00. Það er fyrir kepp- endur á aldrinum 11-16 ára. Hver keppandi ræður því í hvaða grein- um hann tekur þátt, en þessar grein- ar eru í boði: Piltar/stúlkur 11-12 ára geta keppt í 60m hlaupi, langstökki, kúluvarpi, hástökki og 600m hlaupi. Piltar/stúlkur 13-14 ára og piltar/ stúlkur 15-16 ára geta keppt í 60m hlaupi, langstökki, spjótkasti, há- stökki, 60m grind og 800m hlaupi. Öllum er boðið að vera með og því er hér á ferð kjörið tækifæri til þess að prófa að taka þátt í einhverri grein frjálsra íþrótta. Boðið verður uppá grillveislu um klukkan 18 fyrir yngri krakkana og gesti. Síðan verður aftur grillað að móti loknu klukkan 20. Skráningar þurfa að berast á netfangið bjarni@ menntaborg.is mm Frjálsíþróttaveisla verður í Borgarnesi 10. júní Frá vinstri: Kristján Vagn, Stefán Ólafs og Jón Sigþórsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.