Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 11
seinna, Camp David 2000, og Taba-viðræðurn-
ar 2001. Viðamesta tillagan og sú sem hefur
fullt stjórnmálalegt vægi er hins vegar Beirút-
yfirlýsing Arababandalagsins sem samþykkt
var á leiðtogafundi þess í mars sl. Þar heita
arabaríkin þvf að Ijúka deilunum við ísrael með
friðarsamningum og taka upp eðlileg sam-
skipti. í skiptum krefst bandalagið þess að ísr-
ael láti af hendi herteknu svæðin frá 1967, að
réttlát lausn finnist á vanda flóttafólksins f sam-
ræmi við ályktun Sameinuðu þjóðanna (nr. 191
frá 1948) um rétt þess til að snúa aftur til
heimalandsins, að ísrael viðurkenni sjálfstætt
ríki Palestínu á Vesturbakkanum og Gaza og að
austurhluti Jerúsalem verði höfuðborg þess.
Þar með er viðurkennt að ísrael haldi landvinn-
ingum sínum frá því í stríðinu 1948. ísraelar
hafa alfarið hafnað þessum tillögum.
Hvað tekur nú við í landinu helga? Höfðu
árásirnar á herteknu svæðin verið lengi í bfgerð
til að losna endanlega við Arafat og gera vonir
um sjálfstætt ríki Palestínumanna að engu?
Eða voru þær hefndarárás gegn hryðjuverkum
á óbreytta borgara í ísrael? Er atburðarásin þar
með í höndum öfgasamtaka eins og Hamas og
hins íslamska Jihad? Var friðarferlið aðferð ísra-
elsstjórnar til að kaupa tíma til að fjölga innflytj-
endum í ísrael og gera þannig Óslóarsam-
komulagið að engu?
Öfgasamtökin Hamas komu til sögunnar um
svipað leyti og intifada-uppreisnin 1987 en voru
formlega stofnuð í ágúst 1988. Tilgangur þeirra
er að berjast gegn heimsvaldastefnu Vestur-
landa með því að útrýma ísrael og stofna ís-
lamskt ríki í Palestínu. Samtökin starfa aðallega
á Gaza en einnig á Vesturbakkanum. Þau eru
allt í senn hryðjuverkasamtök, stjórnmálaleg,
félagsleg og trúarleg hreyfing. Hamas nýtur
mikils stuðnings á herteknu svæðunum í beinni
samkeppni við Arafat og stjórn hans. Stjórnvöld
f Saudi-Arabíu og Iran, auk einkaaðila, sjá um að
fylla fjárhirslur samtakanna.
Saga gyðinga og araba í Israel/Palestínu er
samofin goðsögnum og hálfsannleik í miklu
áróðursstríði fólks sem á þrátt fyrir allt margt
sameiginlegt. Hinir fornu fþúar Kanaanlands,
hebrear og filistear, voru semítar og arabíska
og hebreska eru semísk tungumál. Trúarbrögð
araba og gyðinga eru náskyld, enda af sama
meiði, og sumir helgustu staðir þeirra eru hinir
sömu í Jerúsalem. Þá bera múslimar og gyð-
ingar nöfn spámannanna t.d. Daoud/Davíð,
Ibrahim/Abraham. íslam og gyðingdómur eru
ekki síður lífsmáti en trúarbrögð. Frá aldaöðli
voru arabar undir íslamskri stjórn og lutu lögum
íslams, Sharia, sem byggð eru á Kóraninum og
kenningum spámannsins. Kenningar um þjóð-
erni og þjóðríki voru aröbum fjarlægar þegar sí-
onistar hófu að flytja til lands þeirra.
Gyðingar eiga mörgum grundvallarspurning-
um ósvarað. Fyrst og fremst hverjir teljist vera
gyðingar og hvort gyðingdómur jafngildi þjóð-
erni, en síonismi byggist á þeirri kenningu. Sf-
onistar hófu baráttu fyrir sjálfstæðu ríki gyðinga
rétt fyrir aldamótin 1900. Meirihluti gyðinga var
þá andsnúinn þeirri hugmynd en eftir því sem
hreyfingin efldist jókst stuðningur við hana.
Segja má að tilgangurinn hafi verið að nútíma-
væða gyðinga. Margir lifðu samkvæmt hefðun-
um og voru frábrugðnir öðrum í háttum og út-
liti. Gyðingur (e. Jew) er sá sem kemur frá Júd-
eu (Judah). Síðast en ekki síst eiga gyðingar
harmsögu um hina þrjú þúsund ára dreifingu
(diaspora). Palestínumenn tala einnig um brott-
rekstur/brottför sína frá Palestínu 1948 og
1967 sem dreifingu.
Bakgrunnur þessarar harðvítugu og tilfinn-
ingaþrungnu deilu erflókinn. Síonismi þróaðist
í vel skipulagða pólitíska hreyfingu, sem tókst
með ákvörðun Þjóðabandalagsins (forvera
Sameinuðu þjóðanna) og Breta að byggja upp
öflugt og vel skipulagt samfélag gyðinga f
Palestínu fyrir stofnun Ísraelsríkis. Kyrrstöðu-
samfélag araba var illa undir það búið að berjast
gegn nýlendustjórn Breta og stórauknum inn-
flutningi gyðinga á sama tíma. Þjóðernishyggja
araba og Palestínumanna verður tíl í sjálfstæð-
isbaráttu gegn Bretum, Frökkum og síonísma.
Palestínumönnum finnst þeir illa sviknir, fyrst
af Bretum, sem lofaðu aröbum sjálfstæðu ríki
eftir fall Tyrkjaveldís, síðan af öðrum ríkjum
araba sem hafa brugðist I tilraunum sínum til
að frelsa Palestínu, og að lokum skipti alþjóða-
samfélagið landi þeirra og gerði þá að réttlaus-
um flóttamönnum í eigin landi og öðrum ríkj-
um.
i stríðinu 1967 flúðu/fóru um 300.000 manns frá
Vesturbakkanum og Gaza til nágrannaríkjanna,
um 200.000 þeirra flúðu til Jórdaníu. Um helm-
ingur þeirra var að flýja í annað sinn. Fjöldi flótta-
manna var kominn í 3,7 milljónir árið 2001.
Af hálfu ísraela er útilokað að hægt sé að semja
um flutning milljóna araba til ísraels og gera
þannig út um ríki gyðinga. í Ísraelsríki búa nú um
5 milljónir gyðinga og ein milljón Palestínu-
manna. Krafan um heimför er ein af lykilkröfum
Palestínumanna.