Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Síða 12
Hugmyndir um sérstakt ríki Palestínumanna koma fram eftir afhroð arabaríkjanna í sex daga stríðinu árið 1967. Forystumenn PLO, með Yasser Arafat í broddi fylkingar, kröfð- ust þess að Palestínumenn tækju málin í eigín hendur. ísraelsmenn réðust inn í landið og flæmdu PLO út 1982. Þar var að verki varnarmálaráðherrann Sharon, sem átti óbeinan þátt í fjöldamorðunum í flótta- mannabúðunum Shabra og Shatila. Árið 1914 voru um 700.000 arabar í Palest- ínu og 85.000 gyðingar. Á þeim tíma var óvinurinn nýlendustjórnin en ekki aðfluttir gyðingar. Eftir 1930 komu um 100.000 gyðingar frá Evrópu enda höfðu Bandaríkin og Evrópa lokað landamærum sínum fyrir gyðingum. Hvatti múftinn til uppreisnar gegn Bretum sem hófst 7. mai 1936 og stóð yfir í þrjú ár. Uppreisnin mistókst hrapallega. Að henni lokinni höfðu 50.000 manns verið fangels- aðir, 146 hengdir og 1.500 hús eyðilögð. Á árunum 1944-46 börðust síonístar hat- rammlega gegn stjórn Breta m.a. í skæru- liða/hryðjuverkahópunum Stern gang, þar sem Yitshak Shamír barðist, og Irgun, þar sem Menachim Begin barðist. Rituð stjórnarskrá er ekkí til (ísrael og mis- munun er ekkí bönnuð með lögum. Helstu ágreinings Óheftur fjöldi innflytjenda Grundvöllur sjálfstæðs ríkis gyðinga eru lögin um endurkomu frá 1950 (e. Law of return). Lögin kveða á um rétt allra gyðinga til að koma til landsins og gerast ríkisborgarar. Gyðingur, skv. lögunum, er sá sem á gyðingamóður eða hefur tekið gyðingatrú. Heiti laganna ber með sér að allir gyðingar séu í útlegð frá fyrirheitna landinu og eigi skilyrðislausa kröfu á að snúa þangað aftur. Þeir voru hins vegar ekki nógu margir sem viljugir tóku sig upp frá heimalönd- um sínum og því var lögunum breytt árið 1970. Síðan þá hefur hver sá sem getur sýnt fram á að eiga, eða hafa átt, ömmu eða afa sem voru gyðingtrúar fengið ríkisborgararétt í (srael. Lög- in ná einnig til ættingja þeirra sem fyrir eru í ísr- ael. Þykir nú mörgum nóg komið. Meintir af- komendur gyðinga frá fjarlægum og fátækum ríkjum flytjast nú í æ meira mæli til velferðarrík- isins Israels. Frá tíma perestrojku í Sovétríkjun- um 1989 hefur um ein milljón manna flutt það- an til ísraels. Þá hafa um 60.000 gyðingar frá Eþíópíu gerst ríkisborgarar á síðastliðnum árum. Lögin viðurkenna ekki tilvist þeirra 150.000 araba sem urðu eftir árið 1948 og urðu ■ ríkisborgarar í ísrael. Einn hópur gyðinga er hins vegar ekki eins velkominn og það eru arabar sem eru gyðingtrúar/gyðingar sem eru arabar. Stjórnvöld ( ísrael telja þá ógn við öryggi ríkis- ins. Rétturinn til að snúa aftur til Palestínu (sraelsríki var stofnað 15. maí 1948 og sam- dægurs réðust herir arabaríkjanna til atlögu við hið nýja ríki. Þeir lutu ekki einni stjórn og engin heildaráætlun var gerð. Það samstöðuleysi sem æ síðan hefur einkennt stefnu arabaríkj- anna í garð Palestínu kom þá berlega í Ijós enda hafði hvert ríki eigin hagsmuni að leiðarljósi. ísraelsher sigraði og náði til sín mun meira landi en Sameinuðu þjóðirnar höfðu ákveðið. Með hinum ísraelsku lögum um endurkomu frá 1950 var komið í veg fyrir að þeir Palestínu- menn sem flúðu stríðsátökin eða voru reknir á mál brott með ofbeldi ættu afturkvæmt til heima- landsins. Það á einnig við um þá sem eiga fjöl- skyldur í ísrael. Fjöldi þeirra er mjög á reiki en Sameinuðu þjóðirnar töldu þá 726.000 árið 1949. Meirihluti þeirra flúði/fór til Vesturbakk- ans og Gaza en aðrir til nágrannaríkjanna, Sýr- lands, Jórdaníu og Líbanon. Þessir Palestínu- menn og afkomendur þeirra bíða heimfarar. í stríðinu 1967 flúðu/fóru um 300.000 manns frá Vesturbakkanum og Gaza til nágrannaríkjanna, um 200.000 þeirra flúðu til Jórdaníu. Um helm- ingur þeirra var að flýja í annað sinn. Fjöldi þessara flóttamanna var kominn í 3,7 milljónir árið 2001 skv. upplýsingum Hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn (UN- RWA). 42% þeirra hafa aðsetur í Jórdaníu, 22% á Gaza, 15,6% á Vesturbakkanum, 10,3% í Sýrlandi og 10,1% í Líbanon. Palestínumenn í Jórdaníu búa við bestu skilyrðin og þar hafa þeir full félagsleg og stjórnmálaleg réttindi. Að- stæður þeirra eru mun verri í öðrum ríkjum og sýnu verst í Líbanon og Gaza þar sem offjölgun og örbirgð ríkir (UNRWA 2000). Konur í flótta- mannabúðunum búa við margfalda kúgun og erfiðleika. Hlutverk þeirra er að koma þjóðararf- inum áfram til næstu kynslóða sem þekkja ekki fósturjörðina og fólksfjölgun í flóttamanna- hópnum er gífurleg. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu í ályktun nr. 191 árið 1948 að flóttamennirnir ættu rétt á því að snúa aftur til heimila sinna. Margir hinna brottreknu/brottfluttu áttu jarðir, verslanir, fyrirtæki og allir áttu heimili. ísraels- ríki tók eigur þeirra eignarnámi. Eitt margra mála sem bíða úrlausnar í þessari deilu er hvernig bæta megi flóttafólkinu eigur þess og þann miska sem ákvörðun alþjóðasamfélags- ins olli því. ísraelsk stjórnvöld viðurkenna ekki að Palestínumenn eigi rétt á að snúa aftur þar sem þeir viðurkenna ekki tilvist þeirra. Þau halda því fram að múftinn yfir Jerúsalem, sem var trúarlegur og pólitískur leiðtogi araba í Palestínu, hafi hvatt þá til að fara auk þess sem leiðtogar arabaherjanna hafi einnig hvatt til brottfarar.

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.