Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 13
Lilja Hjartardóttir: Deilur Ísraelsríkis og Paiestínumanna tmm bls. 11 Af hálfu (sraela er útilokað að hægt sé að semja um flutning milljóna araba til ísraels og gera þannig út um ríki gyðinga. í Ísraelsríki búa nú um 5 milljónir gyðinga og ein milljón Palest- ínumanna. Krafan um heimför er ein af lykil- kröfum Palestínumanna. Undanfarin ár hafa umræður beinst að því að heimförin sé til Palestínu, þ.e. til Vesturbakkans og Gaza, en ekki til fyrra heimilis þó svo að rétturinn til þess sé til staðar. Þegar vinna við friðarferlið hófst í Madríd árið 1991 hófust umfangsmiklar rann- sóknir á stöðu flóttafólksins. Sérstakur vinnu- hópur var skipaður en eftir að al-Aqsa-uppreisn- in hófst haustið 2000 var hópurinn lagður niður. Jerúsalem Bretar hernámu hina helgu borg Jerúsalem árið 1917 og var það upphafið að stjórn þeirra í Palestínu. f tillögu Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu átti Jerúsalem að vera „corpum seperatum" og lúta alþjóðlegri stjórn. ( stríðinu 1948 náðu ísralear yfirráðum yfir Vestur-Jerúsalem (nýja hlutanum) og færðu þeir Knesset (þing Ísraelsríkis) þangað um leið. í sex daga stríðinu árið 1967 náðu fsraelar Austur-Jerúsalem (gamla hlutanum) frá Jórdan- íu og þar með yfirráðum yfir allri borginni. Um leið og Netanyahu tók við stjórnartaumunum 1996 og Sharon við skipulagsráðuneytinu voru göngin opnuð undir Musterishæðina og nýjar byggingar fyrir gyðinga reistar í austurhlutan- um. Ólíklegt er að Palestínumenn muni semja um frið án yfirráða yfir austurhlutanum og þeir gera kröfu um að Jerúsalem verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra. Stofnun sjálfstaeðs ríkis Palestínumanna og hlutverk PLO Öryggi fyrir ofsótta þjóð og lausn á flótta- mannavandamáli Evrópu voru markmið hinna 33 fulltrúa Sameinuðu þjóðanna sem ákváðu þann 29. nóvember 1947 að skipta Palestínu. Um leið urðu væntingar einnar og hálfrar millj- ónararaba í Palestínu um rétt til sjálfsákvörðun- ar að engu. Fulltrúar araba mótmæltu því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna væri lög- mætur aðili til slíkra gjörninga sem gengju þvert á sjálfsákvörðunarrétt íbúanna. Vildu þeir vísa deilunni til Alþjóðadómstólsins en sú tillaga var naumlega felld. Fulltrúar araba stóðu mun verr að öllum málarekstri hjá Sameinuðu þjóðunum en síonistar. Þeir voru illa undirbúnir og tungu- málaerfiðleikar háðu sumum þeirra. Æðsta- nefnd araba í Palestínu neitaði að taka þátt í störfum nefndarinnar sem vann að málinu. Flugmyndir um sérstakt ríki Palestínumanna koma fram eftir afhroð arabaríkjanna í sex daga stríðinu árið 1967. Forystumenn PLO, með Yasser Arafat í broddi fylkingar, kröfðust þess að Palestínumenn tækju málin í eigin hendur. Frá stríðinu um Súez-skurð 1956 hafði Nasser, forseti Egyptalands, verið leiðtogi araba. Tími hans var liðinn eftir sex daga stríðið, sem hann var upphafsmaður að, og um leið væntingar araba um þróun sam-arabískrar þjóðernis- stefnu. ísraelar litu á Frelsisamtök Palestínu, PLO, sem ólögleg hryðjuverkasamtök, og ekki að ástæðulausu. Frá því margar og ólíkar hreyfing- ar sameinuðust undir hatti þeirra árið 1964 hafði PLO beitt skæruhernaði gegn mannvirkj- um í ísrael, staðið að sprengingum í borgum og bæjum, og alræmdasti hópurinn, PFLP (sem samanstóð af nokkrum skæruliðahópum) undir stjórn Habas, hafði rænt flugvélum og skipum, tekið gísla og m.a. myrt 11 Israelska íþrótta- menn á Ólympíuleikunum í Munchen 1972. PLO-samtökin voru rekin með valdi frá Jórdan- fu eftir blóðuga valdaránstilraun. Þaðan fóru þau til Líbanon og áttu sinn þátt í borgarastyrj- öldinni sem geisaði frá 1975-1982. ísraels- menn réðust inn í landið og flæmdu PLO út 1982. Þar var að verki varnarmálaráðherrann Sharon, sem átti óbeinan þátt í fjöldamorð- unum í flóttamannabúðunum Shabra og Shatila. Þúsundir féllu íárásinni á landið. Frá Lí- banon fluttist starfsemin til Túnis, Israelar sprengdu höfuðstöðvarnar þar árið 1985. Árið 1974 fengu PLO stöðu áheyrnarfulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum og náðu smám saman að verða málsvarar Palestínumanna á alþjóða- vettvangi. Árið 1988 kúventu samtökin í tilraun til þess að verða lögmætir samningsaðilar við ísrael. Þjóðráð Palestinu lýsti jafnframt yfir sjálfstæðu ríki í Palestínu. Sama ár lét Jórdanía stjórn Vesturbakkans í hendur PLO. Þegar friðarferlið hófst ( Madríd árið 1991 neituðu stjórnvöld í ísrael því að hryðjuverka- samtökin PLO kæmu þar nærri og samninga- nefnd Palestínumanna var ekki viðurkennd sem slík heldur sem hluti sameiginlegrar nefndar Jórdanlu. Nefndin var hins vegar í stöð- ugu sambandi við Arafat. Með Óslóarsam- komulaginu viðurkenndi ísrael að lokum stöðu PLO. UO A- FIÐ 0 MIL S 60 0 KILOMETERS 100 / ) ísrael 1. |ún 1948. Herlr Araba ísrael baetlr vlb slg. Nóvember 1948 (srael bætir vib sig. 1. janúar 1948 Landamærin vlb vopnahlé, jún. 1949
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.