Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Qupperneq 14

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Qupperneq 14
Hætta er á að afleiðingar síðustu vikna verði ekki síður alvarlegar fyrir gyðinga en araba og nú þegar berast fréttir af aukinni andúð og jafnvel gyðingahatri. Bandaríkjastjórn verður að endurskoða stefnu sína á svæðinu öllu. Hagsmunir innanlands krefjast stuðn- ings við málstað gyðinga, en utanríkisstefnan krefst stuðnings við málstað araba. 0* Aldrei hefur niðurlæging Arafats verið slík sem nú og hefur hann þó marga fjöruna sopið. Eftir að hann studdi íraksforseta í Persaflóa- stríðinu átti hann fáa formælendur meðal þjóð- arleiðtoga og fjárhirslur samtakanna nær tæmdust. Andstæðingar hans halda því fram að Óslóarsamkomulagið hafi bjargað samtök- unum frá hruni. PLO hefur stjórnað Þjóðarsjóði Palestínu- manna frá upphafi og greitt framfærslu þús- unda manna. Arafat heyr ekki einungis harða valdabaráttu inn á við heldur einnig við öfga- samtök eins og Hamas, sem eru í hörkubaráttu við hann um völd og áhrif yfir (búum svæðanna. Vinsældir hins þreytta leiðtoga hafa þó ekki ver- ið meiri í tvo áratugi. Hernám ísraela á Vesturbakk- anum og Gaza Frá lokum sex daga stríðsins í júní 1967 hefur Israel haldið Palestínumönnum í heljargreipum hernáms á Vesturbakkanum og á Gaza. Á 360 ferkílómetrum Gazasvæðisins býr um ein milljón araba í örbirgð og fimm þúsund gyðing- ar í svokölluðum landnemabyggðum. Slíkar byggðir kalla á gífurlega öryggisgæslu fyrir ísra- elsk stjórnvöld. íbúarnir fá aðstoð frá Hjálpar- stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu- menn, frá Hamas og Fatah, hreyfingu Arafats og síðan 1994 frá heimastjórn sinni. Frá 1948 tilheyrði Gaza Egyptalandi og Vesturbakki Jórdanár og Austur-Jerúsalem tilheyrði Jórdan- íu. Á Vesturbakkanum búa um tvær milljónir manna, þar af um 170.000 gyðingar í svoköll- uðum landnemabyggðum. Stjórnvöld í ísrael taka af rafmagn, vatn, síma, loka skólum og setja á ferðabann í nafni sameiginlegra fjölda- refsinga. fbúar herteknu svæðanna verða að hafa sérstök leyfi til ferða og vinnu og efna- hagslíf þeirra fer mjög eftir aðgengi þeirra til at- vinnu. Þessi vonlausa og niðurlægjandi staða hefur án efa stuðlað að tilvist og stuðningi Palestínumanna við Hamas-samtökin og hið ís- lamska Jihad. Bakgrunnur deilunnar Löndin fyrir botni Miðjarðarhafs eru krossgötur þriggja heimsálfa. Þar eru eingyðistrúarbrögð heimsins upprunnin og þar mætast menningar- straumar austurs og vesturs, norðurs og suð- urs. Áður en flugsamgöngur komu til sögunnar var svæðið líkt og þrú milli heimsvelda og því hafa Mið-Austurlönd lengst af verið undir er- lendri stjórn. Á nítjándu öld komu síðan fram kröfur nokkurs hóps gyðinga um að þeir ættu sögulegan og trúarlegan búseturétt ( hinu forna landi Hebrea. Þessi „réttur" stangaðist á við fæðingarrétt þeirra sem þar bjuggu og rétt þeirra til sjálfsákvörðunar, sem mjög var haldið á lofti á alþjóðavettvangi eftir lok seinni heim- styrjaldarinnar. Kröfur gyðinga má rekja til land- lægs gyðingahaturs í Evrópu og stofnunar þjóð- ernishreyfingar þeirra árið 1897. Aðdragandinn að stofnun Ísraelsríkis Stjórnendur Tyrkjaveldis tóku þá afdrifaríku ákvörðun að ganga til liðs við Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og olli það bæði Rússum og Bretum þungum áhyggjum. Samgönguleið Breta til Indlands og nálægð við Persaflóann var í húfi. Bretar hófu viðræður við leiðtoga araba, Feysal Hussein, um stuðning við sjálf- stæði araba frá Tyrkjum, og hófu þeir uppreisn gegn Tyrkjaveldi. í bréfaskiptum McMahons landstjóra í Egyptalandi og Husseins árið 1915 lofa Bretar aröbum landi að launum. Enn er deilt um hvort það svæði sem seinna var kallað Palestína hafi verið þar meðtalið og virðist svo ekki vera. Ári seinna, eða 1916, gerðu Bretar, Frakkar og Rússar leynilegt samkomulag um að skipta löndum Tyrkjaveldis á milli sín. Sam- komulagið er kennt við ráðherrana Sykes og Picot. Rússar drógu sig út úr ráðabrugginu og birtu samkomulagið eftir byltingu bolsévika. Næstu sögulegu bréfaskriftir breskra ráða- manna, Balfour-yfirlýsingin, áttu eftir að valda straumhvörfum og má segja að með þeim hafi friðurinn verið úti og deila araba og síonista hefjist. Utanríkisráðherra Breta, Lord A.J. Balfour, hét gyðingum þjóðarheimili (a national home) í bréfi til bresks gyðings, L. Rotschild, 2. nóvember 1917. í bréfinu er loforðið skilyrt því að borgaraleg og trúarleg réttindi þeirra sem fyrir eru í landinu verði ekki skert. Slík yfirlýsing milli stjórnvalds og borgara getur ekki staðist samkvæmt alþjóðalögum. Síonistar túlkuðu yf- irlýsinguna um leið sem opinberan stuðning Breta við stofnun sjálfstæðs ríkis í hinu forna fsrael. Bretar voru síðan undir miklum þrýstingi frá síonistum allt tímabilið 1920-1948 er þeir voru við stjórnvölinn í Palestínu. Margir síonist- ar í Bretlandi og víðar voru áhrifamiklir og þeir voru vel skipulagðir, m.a. með langtímaáætlun um ríkisstofnunina. Eftir dauða hins austurríska stofnanda hreyfingarinnar, Theodors Herzl, árið 1904, tóku öflugir menn við, t.d. Chaim Weiz- mann, sem varð fyrsti forseti ísraels. Þrátt fyr- ir kröftugan áróður og hvatningu voru fáir gyð- ingar tilbúnir að taka sig upp frá heimalöndum sínum. Þeir sem fluttu til Palestínu á þriðja ára- tugnum voru flestir fátækir innflytjendur frá Rússlandi og Austur-Evrópu. Vonir araba um stofnun sjálfstæðs ríkis urðu að engu, í staðinn var löndunum skipt upp í nýjar einingar, þjóð- ríki. Bretar sömdu um landamæri íraks og bjuggu til nýtt ríki, Trans-Jórdaníu og Palestínu. Frakkar héldu yfirráðum yfir Sýrlandi og L(- banon og réðu landamærum þeirra. Tilurð þjóðernishyggju araba og Palestínumanna og stjórn Breta 1920-1947 Frá öndverðri sextándu öld lutu lönd araba yfir- ráðum soldánsins í Konstantínópel. Stjórnin var fjarlæg og í raun komin að fótum fram. Á þessu tímabili (1517-1916) litu íbúar svæðisins fyrst og fremst á sig sem múslima og soldáninn var verndari íslams. Næst töldu þeir sig araba og þá íbúa Sýrlands. Svæðið sem hafði áður til- heyrt Beirút og Damaskus-héruðum varð að verndarsvæði Breta og nefndu þeir það sínu forna nafni, Palestínu. Árið 1922 fól Þjóða- bandalagið Bretum að stjórna verndarsvæðinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.