Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Side 16
Árni Óskarsson Agaleysi, upplausn, taumlaus gleði Um Óvinafagnað eftir Einar Kárason Hvað er það sem rekur nútímahöfurda til að sækja sér efnivið í íslenskar miðaldabókmennt- ir? Halldór Laxness leitaði í Fóstbræðra sögu og skrifaði Gerplu, skopstælingu á íslendingasög- um sem hafði beina skírskotun til voðaverka samtímans. Árni Bergmann skrifaði um Þorvald viðförla og velti fyrir sér trúarlegum spurning- um sem kvikna af frásögninni af þeirri leitandi sálu. Og fyrir fáum árum ritaði Thor Vilhjálms- son Morgurtþulu í stráum og fjallaði um þá miklu ráðgátu Sturlu Sighvatsson, þann gæfu- tausa og mótsagnarkennda leiðtoga sem sagt er frá í Sturlungu. Einar Kárason hefur nú tekið upp þráðinn nán- ast þar sem Thor skildi við hann og segir sögu Þórðar kakala, bróður Sturlu, en nálgast efnið með gjörólíkum hætti.1 Það er skiljanlega freist- andi fyrir rithöfunda að skrifa um atburði Sturl- ungu. Þetta er dramatískur efniviður, en texti Sturlungu er víða alltyrfinn og æpir á frekari úr- vinnslu fyrir nútímalesendur. Þar úir og grúir af mannanöfnum, frásagnir af keimlíkum atburð- um í tengslum við liðsafnað og vígaferli verða staglkenndar og lögð er meiri áhersla á áverka manna i bardögum en mannlýsingar. Vegna þess að höfundar Sturlungu skrifuðu samtíma- sögur höfðu þeir ekki jafnmikil tök á að móta frásagnir sínar að eigin geðþótta, færa þær í skáldlegan búning, og höfundar íslendinga- sagna sem voru ritaðar um sama leyti en fjöll- uðu um löngu liðna atburði. Augljóslega vakir það fyrir Einari að færa helstu persónur Þórðar sögu nær nútímalesendum. Hann styðst við texta Þórðar sögu kakala í Sturlungu og fleiri texta, en tekur sér víða skáldaleyfi, einfaldar at- burðarás töluvert frá heimildum sínum og breytir henni þar sem honum hefur þótt þurfa og leggur mun minna upp úr bardagalýsingum. Nútímaleg frásagnaraðferð gerir honum kleift að beina sjónum að innra lífi persónanna og varpa á þær nýju Ijósi. Vitfirrt brölt Einar Kárason sló fyrst í gegn í byrjun 9. áratug- arins með bókunum Þar sem djöftaeyjan rís og Gulleyjan, hressilegum og skemmtilegum skáldsögum með mörgum persónum sem lifðu á ystu nöf. [ bókunum steig fram alvitur sögu- maður sem lýsti í 3. persónufrásögn rótlausri og ruglingslegri tilveru fólks í óhrjálegum braggahverfum eftirstríðsáranna af nánast satanískri kæti og frásagnargleði. Fjallað var án vandiætingar eða klökkva um afgerandi áhrif rokktónlistarinnar og annarrar amerlskrar fjölda- menningar á fábrotið íslenskt samfélag og þau „uppgrip" íatvinnulífi með tilheyrandi lífsgæða- kapphlaupi og efnishyggju en þessum upp- lausnartímum þvert á móti lýst sem mikilli deiglu sem veitti einstaklingum ný og gullin tækifæri. í þriðja bindi þríleiksins, Fyrirheitna landið, sem gerist talsvert síðar, kvað þó við nokkuð annan tón. Þar er í 1. persónu frásögn lýst ferð þriggja ungra manna til fyrirheitna landsins, Ameríku, til að kynnast af eigin raun þeim hetjum sem sagt er frá í Eyjabókunum. Öll verður sú ferð hin ólánlegasta og leiðir í Ijós að draumarnir sem braggabúarnir ólu með sér voru blekkingar og hetjur þeirra komnar að fót- um fram. Eins og bent hefur verið á er sögu- maður þar „gjarn á að grafa jafnharðan undan sögunum", rjúfa seiðmagn frásagnarinnar með afhjúpunum.2 í skáldsögunum Helmskra manna ráð og Kvikasilfur hélt Einar áfram þessari víxlverkun sagnatöfra og afhjúpana með því að fjalla um framkvæmdaglaða íslendinga á ofanverðri 20. öld, athafnaskáld sem með öllum sínum bægslagangi koma fáu til leiðar nema að skapa glundroða og steypa sér í glötun. Frásagnarferl- ið einkennist af því að þær athafnir sem þar er lýst og sagnirnar spretta af eru afhjúpaðar jafn- óðum sem tilgangslaust og vitfirrt brölt. Það sætti því nokkrum tíðindum þegar Einar sendi frá sér sögulega skáldsögu, Norðurljós, árið 1998, 1. persónu frásögn af útilegumanni á 18. öld. Þetta er ævintýraleg saga, full af æsilegum atburðum og afar ólík fyrri skáldsögum Einars og engu líkara en hann hafi verið að reyna að brjótast út úr ógöngum sinnar eigin sagnagerð- ar. Alltént markast Norðurljós ekki af íronískri afstöðu til söguefnisins í sama mæli og fyrri bækur Einars. En það er eins og eitthvað fari forgörðum með íroníunni. Frásögnina skortir innri kraft og átök, hún verður of slétt og felld, yfirborðsleg og tilbreytingarlítil þrátt fyrir spennandi söguefni. Margradda frásögn Óvinafagnaður er betri bók. Hún er skrifuð í

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.