Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 19
manna hans skýtur heimamönnum í Skálholti skelk í bringu í umsátrinu. Þannig kemur hann Svarthöfða Dufgussyni fyrir sjónir: „Og kannski var það eftirminnilegast hvernig Þórður hló. Ég hef aldrei fyrr eða síðar kynnst öðrum eins hlátri. Hann hló eins og gleðimað- ur, eins og drykkjumaður, allsgáður sem hann þó jafnan var þarna þegar barátta hans var snörpust. Rödd hans var frá náttúrunni há og hvell, en hafði ryðgað á Noregsárunum, var orðin nokkru rámari, hásari. En hláturinn var skær og gjallandi, - eða jafnvel skrækur og skerandi, - Þórður yfirgnæfði allt með sínum hlátursveinum, hann „grét" af hlátri, ef ég hef einhverntíma heyrt slíkt, - og hann hló mikið og oft, hann hló eins og smyrill í björgum, og mað- ur gat hreinlega ekki annað en hrifist með, komist í gott skap hvað sem á bjátaði er mað- ur heyrði þennan hlátur..." (170-1) Hin útópíska þýðing Þórðar í sögunni felst í því að hann er maður holdsins og gleðinnar og kærir sig í raun ekki um völd. Hann „... hefði frekar kosið mjaðartunnur djúpar og góðan mat og skemmtilega drykkjubræður og fagrar kon- ur..." (40) og hefur fáar en skýrar grundvallar- reglur, eins og fram kemur í skorinorðum hug- leiðingum hans eftir að hann kemst til valda: „Óheimskir og sáttfúsir skulu jafnan aufúsu- gestir, og hjá mér skulu jafnan verða taflborð og drykkir til reiðu fyrir þá sem vilja leysa mál í góðsemi og glaðværð. Þurfi dráp að fremja skulu heimskir menn einbeita sér hver að öðrum. Og allir níðingar kirkjugriða og þeir sem myrða konur og börn skulu réttdræpir. Ég myndi semja við landslýð: ef þið verðið til friðs skal ég ekki skipta mér af neinu." (230). Valdatíð Þórðar kakala einkennist af því að „...ekkert er gert, nema dansað og hlegið", þar ríkir „[ajgaleysi, upplausn, taumlaus gleði" (245-6). En þetta sæluástand glaðværrar ringul- reiðar og afskiptaleysís valdsmanna getur ekki varað lengi í sagnaheimi Einars Kárasonar. Gullöld stjórnleysisins í braggahverfinu í Eyja- bókunum stóð heldur ekki langa hríð. i Ów'nafagnað/ endurtekur sig sú togstreita milli stöðugleika og óreiðu sem vart verður í fyrri bókum höfundar. Það sem hefur breyst er að fulltrúi óreiðunnar er hér ekki brenndur marki flónsku og vitfirringar eins og áður, heldur verða athafnir hans til góðs þótt það komi ekki í Ijós fyrr en á söguna líður og þá um skamma hríð. Hann léttir álögum óttans af landsmönn- um, kemur á friði og um stund ríkir á býli hans á Grund dýrlegur fagnaður. Þórður er jákvæð hetja. Hann er ekki flókin persóna, ögn Hollywoodlegur, það er eins og hann hafi hrokkið út úr amerískum vestra og engin ástæða til að amast við því. Þótt hann sé mikill lífsnautnamaður er hann ekki haldinn sjálfseyð- ingarhvöt í sama mæli og ýmsar fyrri hetjur í bókum Einars. Hann nær ekki sama hrörnunar- stigi og Baddi og Jerry Lee Lewis í Fyrirheitna landinu. Hann er góður náungi. Hylling ómennsku? Sá sem þetta ritar er ekki sammála þeirri gagn- rýni sem fram kom hjá Inga Boga Bogasyni í Morgunblaðinu 28.11.2001 að samhengi per- sóna við söguframvinduna í Óvinafagnaði sé óljóst. í flestum tilfellum kemur glöggt fram að þær persónur sem hafa orðið eru beinir þátttak- endur í atburðum sögunnar. Helsta undantekn- ingin frá því er Halldóra Tumadóttir, en tengsl hennar við söguframvinduna eru þó augljós. Þá heldur Ingi Bogi því fram að „[fllétta atburð- anna fel[i] í sér fátt sem kann að koma á óvart". Því er til að svara að öll rök hníga að því í frá- sögninni að Þórður sé að ana út í opinn dauð- ann. Engar sérstakar líkur eru á því að honum takist að sigrast á ofurefli Kolbeins unga, ekk- ert bendir til þess í upphafi að hann sé efni í sigursælan leiðtoga og úrslit Flóabardaga koma svo sannarlega á óvart. Þá kemur sáttatilboð Kolbeins unga heldur betur á óvart, en reynist svo vera útsmogið klækjabragð. Með hliðsjón af því sem hér hefur verið sagt um söguna er einnig óskiljanlegt hvernig Ingi Bogi kemst að þeirri niðurstöðu að ,,[þ]rátt fyrir voðaverk og viðbjóð líð[i] sagan áfram eintóna og án þess að rísa og hníga". Þótt í Óvinafagnaði sé veitt innsýn í hugarfar vígaaldar er bókin harla langt frá því að vera „hylling ómennsku", eins og Birna Bjarnadóttir ýjaði að í Ríkisútvarpinu 5.12.2001. ( því sam- bandi nægir að vísa til ummæla Kolbeins unga og Sturlu Sighvatssonar um ófriðinn ( sögunni. Það er einnig hæpið að halda því fram, eins og hún gerir, að persónur sögunnar séu ,,[k]annski ... steyptar í ófullgert en um leið storknað mót", þ.e. að höfundur sé of bundinn af sagna- hefðinni, í þessu tilfelli mannlýsingum Sturl- ungu. í þessari grein hefur þvert á móti verið sýnt fram á að höfundurinn hefur vikið frá Sturl- ungu í veigamiklum atriðum til að laga persón- ur að sínum eigin sagnaheimi. Útkoman er bók sem sver sig í ætt við mjög sérstætt höfundar- verk Einars Kárasonar þar sem frásagnarhæfi- leikar hans, skopskyn og alvara njóta sín í ríkum mæli í nýju samhengi. Mynd: Páll Stefánsson Tilvísanir 1 Einar Kárason: Óvinafagnaður. Mál og menning, Reykjavík 2001. 2 Guðmundur Andri Thorsson: „Af óhamingjusöm- um fjölskyldum. Þankar um (slenskar skáldsögur." TMM 1 1990, bls. 71. 3 Sama rit, bls. 71. 4 Ásgeir Jakobsson: Þórður kakali. Skuggsjá, Hafnar- firði 1988, bls 45. 5 Sturlunga saga. II. bindi. Örnólfur Thorsson (ritstj.). Svart á hvítu, Reykjavík 1988, bls. 515. 6 Sáma rit, bls. 471, 500. Árni Óskarsson (f. 1954) er bókmenntafræðingur og hefur fengist við þýðingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.