Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Qupperneq 24
innan tempraða beltisins á örugglega sinn þátt
í að meira en 95% íbúanna eru af evrópskum
uppruna, spænskum, ítölskum, frönskum,
þýskum og jafnvel enskum og skandinavísk-
um.
Miklu færri svartir þrælar voru fluttir til
Argentínu en hitabeltislandanna fyrir norðan.
Aðeins 3% íbúanna eru nú sagðir vera af
indjánskum uppruna.
Landið í heild er strjálbyggt. 75% íbúanna
búa á Pampas (Sléttunni) sem er aðeins um
20% af flatarmáli Argentínu. Nærri 90% íbú-
anna búa í borgum, þar af býr um það bil þriðj-
ungur Argentínumanna í eða kringum höfuð-
borgina Buenos Aires (um 11 milljónir íbúa).
Hinn mikli flutningur uppflosnaðra fátæklinga
af landsbyggðinni til Buenos Aires undanfarin
ár hefur leitt til þess að borgin öll er að breytast
í fátækrahverfi.
Landbúnaður hefur lengst af verið hefðbund-
inn grundvöllur efnahagslífs Argentínu og er
það enn þótt nokkuð hafi dregið úr mikilvægi
hans síðustu árin. Landbúnaðarvörur, ekki síst
nautakjöt, skapa þó um þriðjung innflutnings-
tekna landsins.
Stjórnarskrá Argentínu, sem er í grundvallar-
atriðum frá 1853, er að verulegu leyti sniðin
eftir stjórnskipun Bandaríkjanna. Landið er
sambandsríki og skiptist í 22 undirríki eða fylki.
Þrír aðilar hafa gegnt lykilhlutverki í stjórnmál-
um 20. aldar í Argentínu: Róttæki flokkurinn,
Unión Cívica Radical (UCR), perónistar eða
Réttlætisflokkurinn, Partido Justicialista, og
svo síðast en ekki síst herinn.
Róttæki flokkurinn er upphaflega hefðbund-
inn frjálslyndur flokkur sem í forsetatíð Raúl Al-
fonsíns, 1983-89, þróaðist í að verða sósíalde-
mókratískur flokkur.
Flokkur perónista, Réttlætisflokkurinn, er
hins vegar öllu undarlegra fyrirbrigði, korpórati-
vískur flokkur, eða flokkur „allra stétta" líkt og
Sjálfstæðisflokkurinn íslenski, með sterkar
fasískar tilhneigingar.
í flokknum hafa alla tíð tekist á fylkingar bæði
til hægri og vinstri. Hann hefur bæði staðið fyr-
ir hægri sinnuðu einræði og margvíslegum fé-
lagslegum umbótum, þar á meðal kosninga-
rétti kvenna árið 1946.
Það var í upphafi kreppunnar miklu sem her-
inn í Argentínu hrifsaði fyrst til sín völdin. í
margra huga er sá atburður talinn marka upp-
hafið að efnahagslegri afturför Argentínu og
óstöðugleika.
Árið 1943 komst til valda ofursti að nafni
Juan Perón. Hann efndi til lýðræðislegra kosn-
inga árið 1946 og ríkti eftir það sem borgaraleg-
ur einræðisherra til ársins 1955 að honum var
steypt af stóli.
Eftir það tók við óstöðugleikatímabil þar
sem á skiptust veikar borgaralegar stjórnir og
herforingjastjórnir. Á þessu tímabili gripu
margir marxistar og perónistar til skæruhern-
aðar.
Árið 1973 var enn efnt til lýðræðislegra
kosninga þar sem perónistar unnu mikinn sig-
ur. Juan Perón sneri aftur og var forseti í rétt
ár. Hann lést í júlí 1974. Þá tók ekkja hans Isa-
bella Perón við stjórnartaumunum og tókst
vægast sagt óhönduglega til.
Þrjátíu þúsund mannshvörf
Herinn gerði enn á ný byltingu árið 1976 og
stjórnaði til ársins 1983. Sá tími telst einn sá
blóðugasti og skelfilegasti í sögu Argentínu. í
stjórnun efnahagsmála tóku herforingjarnir
upp nýfrjálshyggjuaðferðir (í anda þeirra Fried-
mans, Hannesar Hólmsteins og Pinochets)
sem nánast leiddu til gjaldþrots þjóðarinnar.
Á árum þessarar ógnarstjórnar er talið að í
það minnsta 30 þúsund manns hafi horfið
sporlaust. Margir muna enn í dag eftir „geggj-
uðu ömmunum" sem börðust fyrir því að fá að
vita afdrif maka sinna, barna og barnabarna.
Herforingjarnir kórónuðu síðan feril sinn
með því að leggja í stríð við systur sína í frjáls-
hyggjutrúnni, Margréti Thatcher, um
Falklandseyjar, eða Malvinaseyjar, og þær
rúmlega tvö þúsund sálir og heldur fleiri sauð-
kindur sem þar búa.
Frá árinu 1983 hafa verið lýðræðiskjörnar
stjórnir, fyrst stjórn radikalans Raóls Alfonsíns
sem ríkti til 1989. Þar eftir kom stjórn perónist-
ans Carlosar Menems til ársins 1999.
Eftirstríðsárin í Argentínu hafa einkennst af
miklum óstöðugleika i efnahagsmálum og
óðaverðbólgu (sem gerir íslenska verðbólgu-
tímabilið á 8. og 9. áratugnum heldur hjákát-
legt).
Er Argentína eina landið í veröldinni sem
búið hefur við þriggja stafa verðbólgutölu i
meira en 15 ár samfellt. Árið 1990 var verð-
bólgan 2000%! Sjö árum síðar var hún komin
niður í 1 % og því héldu menn að loksins væri
að komast meiri stöðugleiki á. En eins og síð-
ustu fréttir herma eru nú enn miklar blikur á
lofti í argentínskum efnahagsmálum.
Margir ætla að saga Argentínu á 20. öld hefði
alls ekki þurft að verða með þessum hætti. Til-
koma Bartolomé Mitres í forsetaembætti árið
1862 markaði upphaf 70 ára stöðugleikatíma-
bils í argentínskum stjórnmálum, eða allt þar til
herforingjarnir hrifsuðu fyrst til sín völdin árið
1930.
Síðari hluti 19. aldar og upphaf þeirrar 20.
voru miklir gróskutímar. Innflytjendur frá Evr-
ópu streymdu inn í landið. Um aldamótin 1900
fluttu fleiri innflytjendur til Argentínu heldur en
landa eins og Bandaríkjanna og Ástralíu.
íbúafjöldi Argentínu óx úr um það bil 800
þúsund árið 1852 í næstum átta milljónir árið
1914. Öflugt járnbrautanet, alls um 30 þúsund
kílómetra langt, var lagt um landið. Erlent fjár-
magn flæddi inn í stríðum straumum.
I upphafi 19. aldar bjuggu 50 þúsund íbúar í
Buenos Aires en árið 1913 voru þeir orðnir 1,5
milljón. Borgarvæðingin var ekki hraðari í neinu
öðru landi nema Bretlandi. Argentína var í hópi
ríkustu landa heims, Buenos Aires stærsta
heimsborgin sunnan miðbaugs.
Allt þetta umrót skapaði mikla grósku (
menningu og listum. Það skapaði líka mikinn
félagslegan ójöfnuð og óhamingju fjölda
manns. Og úr þeim jarðvegi spratt tangóinn
upp.
Frá gleðihúsum til Versala
Tangóinn er tregasöngur hins rótlausa manns
sem ýmist er að koma eða fara, mannsins sem
hvergi á heima.
Brasilísk knattspyrna er oft kölluð sambafót-
bolti eftir þjóðardansi Brasilíumanna. Af ein-
hverjum ástæðum hafa menn sjaldan eða
aldrei kennt sparklist Argentínumanna við
tangó.
Það þarf vart annað en að nefna nafn snill-
ingsins Pelé til að menn skynji tenginguna við
samba, það er að segja leikgleðina, mýktina og
hrynjandina sem einkennir brasilíska knatt-
spyrnu.
Þótt Argentína eigi leikna knattspyrnumenn
þá finnst manni argentínsk knattspyrna yfirleitt
þyngri og grimmari en sú brasilíska og einhvern
veginn fjarri lagi að kenna hana við dans.