Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Side 44
viljanir.3 Ungfrú Oliver virðist vera hliðstæða
Agöthu Christie en með sköpun hennar er
glæpasagnadrottningin enn einu sinni að leiða
lesendur sína á villigötur, ekki varðandi lausn
sakamálanna heldur varðandi sjálfa sig og að-
ferðir sínar. Ólíkt ungfrú Oliver var Agatha
Christie ekkert að vaða áfram heldur er hún
íhugull samfélagsrýnir þó að sjónum hennar sé
beint að hinu smáa og persónulega fremur en
hinum stóru línum samfélagsins.4 Hún hefur
líka velt glæpasagnaforminu mikið fyrir sér og
sumar sögur hennar eru eins konar táknsögur
um formgerð glæpasögunnar.
Það á ekki síst við söguna They Do It With
Mirrors (1952) en nafn sögunnar vísar til sjón-
hverfingamanna.6 Morðinginn í þessari sögu er
hálfgerður sjónhverfingamaður en það eru ekki
aðeins sjónhverfingar hans sem vísað er til
heldur einnig höfundarins sjálfs. Glæpasagna-
höfundurinn er sjónhverfingamaður og sjón-
hverfingar hans eru iðulega af svipuðu tagi og
hjá töframönnum. Lausn gátunnar er skýr og
einföld en sviðsmunirnir leiða athyglina frá því
sem er að gerast.
í They Do It With Mirrors greina „áhorfend-
ur" að glæpnum ekki nógu skipulega á milli
þess sem þeir sjá og heyra og þess sem þeir
telja sig hafa heyrt og séð. Þetta er lykillinn að
list sjónhverfingamannsins og ungfrú Marple
leysir morðgátuna þegar hún áttar sig á þvf að
hún hefur verið áhorfandi að sjónleik:
and just like on the stage there are
entrances and exits and the characters go
out to different places. Only you don't think
when you're in the audience where they are
really going to. They go out 'to the front
door’ or 'to the kitchen' and when the door
opens you see a little bit of painted
backcloth. But really of course they go out to
the wings - or to the back of the stage with
carpenters and electricians, and other
characters waiting to come on - they go out-
to a different world. (177)
(og alveg eins og á sviðinu þá eru inngangar
og útgangar og persónurnar fara út á mis-
munandi stöðum. Þegar maður er að fylgjast
með þá veltir maður því ekki fyrir sér hvert
þær fara í raun og veru. Þær fara út „um úti-
dyrnar" eða „inn í eldhús" og þegar dyrnar
opnast þá sést í málað baktjald. En í raun er
fólkið að fara út á sviðsvænginn - eða bak
við sviðið þar sem eru trésmiðir og rafvirkjar
og aðrar persónur sem bíða þess að fara inn
á sviðið. Fólkið fer út og kemur inn í annan
heim.)6
Hún er stödd á heimili æskuvinkonu sinnar, frú
Serrocold. Roskinn stjúpsonur gömlu konunn-
ar, Christian Gulbrandsen, er gestkomandi á
heimilinu. Hann er skotinn á meðan íbúar
hússins eru uppteknir við að hlusta á rifrildi bak
við luktar dyr. Allir hafa verið að fylgjast með
leikritinu á sviðinu þó að í þessu tilviki heyrist
raunar aðeins raddir. Enginn hefur velt því fyrir
sér hvað sé á bak við sviðið. En með því að
hugsa um það sem er á bak við sviðið skilur
ungfrú Marple hvernig morðið gæti hafa verið
framið.
Ungfrú Marple leysir þannig í þessu tilviki
morðgátuna með því að falla ekki fyrir hinni list-
rænu blekkingu og hugsa um það sem gerðist
í raun og veru. Hún fellur ekki heldur ( þá gryfju
að glepjast af sjónhverfingalíkingunni. Allt
bendir til þess að hér hafi verið framin sjón-
hverfing af því tagi að athygli áhorfenda er
beint á einn stað þegar það sem skiptir máli er
að gerast annarstaðar. En það eru til fleiri brell-
ur, til að mynda þegar aðstoðarkonan er söguð
í sundur. Þá sjá áhorfendur fætur og höfuð og
halda að sama stúlka eigi hvorttveggja en stúlk-
urnar eru í raun og veru tvær. í þessu tilviki er
lausnin önnur: Tvær raddir koma úr sama
barka.
En það er fleira sem villir sýn. Morðingjanum
hefur haganlega tekist að koma á flot þeirri
hugmynd að verið sé að eitra fyrir frú Ser-
rocold. Þar með hefur rannsókn lögreglunnar
verið beint í tiltekinn farveg og hún hefur ekki
gaumgæft nógu vel hvort heimildirnar séu
nógu góðar, einkum þar sem síðari atburðir
virðast staðfesta það. En hér eru frekari sjón-
hverfingar á ferð. Frú Serrocold þjáist af gigt og
einkennin eru ekki ósvipuð arsenikeitrun.
Arsenik á réttum stað leiðir því lögregluna á
ranga braut. Hún gefur sér að Christian Gul-
brandsen hafi haft áhyggjur af lífi stjúpmóður
sinnar og gleymir því að gesturinn Gulbrandsen
var mun ólíklegri en flestir heimilismenn til að
komast á snoðir um slíkt. Eins og ungfrú
Marple orðar það: „the real reason for Mr. Gul-
brandsen's coming here was the most likely
reason." (179)
(En rétta ástæðan fyrir komu herra Gulbrand-
sen hingað lá í augum uppi)7. Þetta er dæmi-
gert fyrir lausnir í bókum Agöthu Christie. Það
er yfirleitt hin einfalda lausn sem er rétt. í
þessu tilviki - og langoftast í glæpasögum
Agöthu Christie - er það fégræðgi sem veldur
glæpnum.
Það sem gerir ungfrú Marple að góðum
leynilögreglumanni er hæfileikinn til að horfa
fram hjá hinu flókna og falla ekki ( gildrur af
þessu tagi. Ungfrú Marple er þannig eins og
fyrirmyndarlesandi glæpasögu og raunar er hún
í því hlutverki ( annarri bókinni þar sem hún
kemurfyrir, The Thirteen Problems (1932). Þar
er notuð gömul formgerð úr Tídægru, fólk seg-
ir hvert öðru sögur. í þessu tilviki eru sagðar
sögur af glæpamálum og menn eiga að leysa
málið með því einu að hlusta á söguna og vís-
bendingarnar í henni. Ungfrú Marple er þar
nánast eins og hver annar lesandi, fær þó raun-
ar að vera með í rammafrásögninni og ræður
gátuna i hvert sinn.
En ef ungfrú Marple er fyrirmyndarlesandi í
þessari bók er glæpasagnahöfundurinn hlið-
stæður morðingjanum. Báðir stunda sjónhverf-
ingar. Eini munurinn er að þessi tiltekni höfund-
ur afhjúpar alltaf lausnina sjálfur í lokin, oftast
með hjálp Hercule Poirot og ungfrú Marple.
They Do It With Mirrors er þannig sakamála-
saga en einnig táknsaga um glæpasagnaform-
ið.
Veruleikinn og fordómarnir
Eitt af því sérkennilega við lausn ráðgátunnar í
They Do It With Mirrors er að hún snýst ekki
aðeins um blekkingar morðingjans heldur
einnig um sjálfsblekkingar annarra persóna í
sögunni eða jafnvel samfélagsins alls. Sú
sjálfsblekking tengist frú Serrocold, æskuvin-
konu ungfrú Marple. Það er systir hennar, frú
Van Rydock, sem fær ungfrú Marple á staðinn,
meðal annars á þeim forsendum að það þurfi
að vernda frú Serrocold þar sem hún skilji ekki
hvernig heimurinn er í raun og veru: „Carrie
Louise ... has always lived right out of this
world. She doesn't know what it's like." (10)
(Carrie Louise hefur aldrei lifað í takt við um-
heiminn. Hún veit ekkert um hann)8. Þannig er
því komið á framfæri strax í upphafi að frú Ser-
rocold skynji ekki hinn raunverulega heim, trúi
um of á hið góða ( heiminum og taki því ekki
eftir hinu illa sem aðrir sjái mun skýrar. Þetta
endurtaka síðan persónur sögunnar aftur og
aftur. Lesandinn lætur glepjast.
í sögulok uppgötvar ungfrú Marple hins veg-
ar að þetta er alls ekki rétt:
Everyone kept saying how Carrie Louise
lived in another world from this and was out
of touch with reality. But actually, Carrie
Louise, it was reality you were in touch with,
and not the illusion. You are never deceived
by illusion like most of us. (181)
(Allir sögðu að Carrie Louise lifði ( öðrum
heimi og væri úr snertingu við raunveruleik-
ann. En í raun var Carrie Louise í snertingu
við raunveruleikann en ekki tálsýnina. Ólíkt
flestum okkar lést þú aldrei villa þér sýn.)9
Þessi uppgötvun getur nýst ungfrú Marple við
lausn málsins. Fram að því höfðu menn ekkert
tekið mark á frú Serrocold. Ungfrú Marple gef-
ur sér hins vegar að hún hafi haft á réttu að
standa en það merkir að allt sem virtist í upp-