Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 46
blekkingarvef sínum og afhjúpar þær um leið. f báðum þessum tilvikum eru á ferð klisjur sem notaðar eru til að gera lítið úr konum. Sviðsmunir og trúgirni f They Do It with Mirrors er minnst á sviðsmuni sem nýtast við sjónhverfingar. f ýmsum sögum Agöthu Christie eru sviðsmunir notaðir til að láta einfaldan glæp virðast flókinn, bæði af morðingjanum og af höfundinum sjálfum. Skýrt dæmi um þetta er sagan The Clocks (1963). Þar finnst maður myrtur í íbúð blindrar konu og í sama herbergi hefur verið komið fyrir allmörg- um klukkum sem eiga þar ekki heima. Ein þeirra vísar til nafns ungu konunnar sem finnur líkið. Maðurinn sem hefur verið myrtur er skil- ríkjalaus og lítur út eins og virðulegur eldri mað- ur. Fljótlega koma hins vegar fram vísbending- ar um að hann hafi verið forhertur svikahrapp- ur. í sakamáli eins og þessu liggur beint við að beina sjónum að klukkunum og hugsanlegu tákngildi þeirra. Um leið virðist augljóst að hinn látni tengist fjárkúgun eða einhverju slíku. Hvorttveggja reynist villuslóð. Hinn látni reynist vera nákvæmlega sá sem hann sýndist vera. Klukkurnar eru hins vegar sviðsmunir sem komið hefur verið fyrir til að leiða lögregluna og lesendur á villigötur. Þær tákna nákvæmlega ekkert og það er tilviljun að ein þeirra vísar á nafn konunnar sem fann líkið. Hið raunverulega morðmál er fjarska einfalt, fégráðugt par hefur logið til þess að komast yfir mikla fjármuni og myrt til þess að leyna glæpnum. Hér leikur Ag- atha Christie sér líka með enska nafnahefð. Byggingameistarinn Bland hefur átt tvær konur og báðar heita frú Bland. Hin látna frú Bland er erfingi að miklum auði en ekki seinni konan. Þannig er lykillinn að gátunni að enskar konur bera nöfn manna sinna. Sjálf þurfti Agatha Christie að burðast alla ævi með nafn eigin- manns sem hún var löngu skilin við og kannski ekki nema von að þessi flétta hafi komið henni í hug. Ekki er þetta alltaf svona skýrt en á hinn bóg- inn er það býsna algengt að sviðsmunir trufli lesendur og persónur sagna í að sjá það skýra og einfalda - í sögum Agöthu Christie leita les- endur iðulega lengi að flókinni lausn en upp- götva svo í lokin að lausnin var fjarska einföld. Þessi leikur hennar er hvað meistaralegastur í bókinni The Pale Horse (1961). Hún er að mörgu leyti ein óhugnanlegasta bók Agöthu Christie. Fyrsta morðið er meira að segja framið í myrkri Lundúnaþoku, í besta film noir- stíl. Agatha Christie er nefnilega ekki alltaf á setrinu. The Pale Horse virðist snúast um yfirnáttúru- lega hluti, glæpi sem eiga rót í göldrum. Tvítug stúlka deyr skyndilega. Kaþólskur prestur er myrtur í þoku og á honum finnst listi með nöfn- um þessarar stúlku og fleiri sem hafa látist ný- verið. Allt virðist þetta tengjast gömlu húsi sem nefnist The Pale Horse og þar búa þrjár venju- legar gamlar konur sem eru þó taldar vera galdrakindir, miðlar eða gamaldags nornir. Virð- ast þær tengjast fyrirtæki sem myrðir fólk eftir pöntun. Eftir því sem söguhetjan, Mark Easter- brook, rannsakar málið betur virðist æ líklegra að þessar konur geti drepið fólk með eins kon- ar fjarhrifum. Þær minna talsvert á nornirnar þrjár í Macbeth en nokkuð er um vísanir í það leikrit í bókinni. Farið er á leikritið og persónur bókarinnar ræða það og finnst nornirnar draga verkið niður. Ein persóna stingur þá upp á að skynsamlegra væri að láta nornirnar ekki velt- ast um skrækjandi heldur ættu þær að vera eins og venjulegar gamlar konur (33).13 Það er einmitt það sem konurnar þrjár í The Pale Hor- se eru. Segja má því að Agatha Christie geri al- vöru úr hugmyndinni í eigin verki og bendi les- endum síðan kankvíslega á það. Smám saman verður Mark Easterbrook sífellt hræddari við konurnar þrjár, einkum eftir að vinkona hans veikist, að því er virðist eftir pöntun hans. The Pale Horse verður stöðugt óhugnanlegri eftir því sem lesandinn dregst inn í galdrana með söguhetjunni, fyrst fullur efa en engin önnur lausn virðist möguleg. Eða hvað? Eftir að Agatha Christie hefur byggt blekkinguna upp og hrifið lesendur með afbyggir hún allt saman. Hér er vissulega á ferð leigumorðingjafyrirtæki sem drepur fólk eftir pöntun. Húsið og nornirn- ar þrjár hafa hins vegar ekkert með sjálft morð- ið að gera heldur er það framið af manni sem dulbýr sig sem iðnaðarmann og skiptir snyrti- vörum og þvílíku út fyrir eitraðar vörur. Agatha Christie hafði unnið við hjúkrun og þekking hennar á því sviði var traust og örugg. Hér reyn- ist á ferð þalíumeitrun sem blekkir lækna vegna þess hve einkennin geta verið misjöfn. Hús nornanna þriggja og þær sjálfar eru á hinn bóg- inn aðeins sniðug leiktjöld og konurnar þrjár geta vitaskuld ekki drepið neinn með fjarhrif- um. Fáir glæpasagnahöfundar hafa náð viðlíka áhrifum með leikmunum og Agatha Christie. í The Pale Horse spilar hún einnig á trúgirni jafn- vel harðsoðnustu efnishyggjumanna. Jafnvel þeir sem trúa ekki á galdra trúa á annars konar bull: We don't believe in spirits and witches and spells nowadays, but we're a gullible lot when it comes to 'rays' and 'waves' and psychological phenomena. (189) (Menn trúa ekki á anda og seiðskratta og galdraþulur nú á dögum, en þegar um er að ræða „geisla" og „bylgjur", þá vantar ekki að þeir séu trúgjarnir).4 Þannig snýst The Pale Horse þegar allt kemur til alls um trúgirni nútímamanna sem er í raun hliðstæð trú manna á nornir fyrr á öldum. Lífið er einstefnugata í sögum Agöthu Christie er mjög treyst á gam- alt en síkvikt bragð: byggð er upp trú á falska forsendu sem kallar síðan á rökfærslu sem leið- ir frá hinni raunverulegu atburðarás. Þannig flækjast málin stöðugt en morðin sjálf reynast fjarska einföld þegar hinni röngu forsendu er kippt burt. Morðingjar Agöthu Christie láta oft líta út fyrir að hið raunverulega fórnarlamb sé annað en sá sem hefur verið myrtur, oftar en ekki morðingjarnir sjálfir (m.a. í A Murder is Announced (1950), The Mirror Crack'd (1962), Peril at End House (1932) og One, Two, Buckle My Shoe (1940)). Önnur algeng brella er að hið raunverulega morð er sett í samhengi við önn- ur morð sem í raun eru tilviljanakennd (Three Act Tragedy (1935) og The ABC Murders (1935)) þannig að þeirsem rannsaka málið leita í örvæntingu að tengslum sem ekki eru fyrir hendi. Þá eru nokkur dæmi þess að morðingj- arnir séu tveir og þykjast hatast innbyrðis (The Mysterious Affair at Styles (1920) og Death on the Nile (1937)). Stundum grípur Agatha jafnvel til dulargerva, til að mynda í Third Girl (1966), en það er þó ekki henni líkt. Agatha Christie varð fræg fyrir að nota óá- reiðanlegan sögumann sem lýgur þó aldrei. Þannig vandi hún lesendur sína á að treysta aldrei neinu. Allur veruleikinn getur verið blekk- ing. Mæðgin eru ekki mæðgin, fólk sem er talið óskylt er í raun skylt, ein systir er í gervi annarr- ar og fólk er gift án þess að nokkur viti. Slíkar flækjur eru þó fjarri þeim kjarna sem galdur Agöthu Christie byggist á. Hún fellur sjaldan í þá gryfju að lausnin sé flókin. Flækjurnar eru all- ar í huga lesenda og þeirra sem sjónarhornið í bókunum er hjá. Oft hefur því verið haldið fram að bækur Agöthu Christie gerist í þægilegum gerviheimi þar sem allt sé fast í gömlu stéttskiptu samfé- lagi á setrinu, þar sem brytinn kemur alltaf til dyra. Ekkert gæti verið fjær sanni því að í mörg- um bóka Agöthu Christie snýst fléttan einmitt um efnahagslegar kröggur.15 Agatha Christie vissi hins vegar mætavel að margir lesendur lásu bækur hennar í eins konar lífsflótta og þótti ákveðin öryggiskennd í því, nánast eins og að halda til bernskunnar. Um þetta fjallar hún í bókinni At Bertram's Hotel (1965). Bertram's Hotel í Lundúnum breytist ekki. Það lítur nákvæmlega eins út á sjöunda ára- tugnum og í upphafi 20. aldar. Þar eru að vísu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.