Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 55
Guja Dögg Hauksdóttir: Landstag hugans - staðir og staðteysur tmm bls. 53 ir skuggana beint niður af þakbrúnum jafnt sem fólki eða trjám. Hér norðan til er þetta allt óræð- ara, sólin er í sífelldum leik við skýin, skáskýtur sér af breytilegum styrk yfir byggingar og land, sem eiga það til hvort tveggja að renna alveg saman í skuggaleysinu eða senda frá sér ógn- arlanga skugga í sýrðum litum vetrarsólar. Rýmin í landslaginu virðast eiga fleiri líf, ým- ist þétt eða opin, spennandi eða róleg, þrungin krafti eða flðt. Og tilvist bæði bygginga og manna í rýminu tekur breytingum í takt við um- hverfið. Myndin af Norræna húsinu í Vatnsmýrinni (mynd 6) er tekin einn af þessum ævintýralegu dögum um sumarsólstöður. Þótt ég hafi búið í næsta nágrenni til margra ára hafði ég aldrei tekið eftir því að á miðnætti þessa fáu daga á ári sem sólin skín nánast úr norðurátt, þrýsta geislar sólarinnar sér á milli stæðilegra bygg- inga Háskóla íslands, sem standa aðeins ofar í landslaginu, og beinlínis kveikja í undarlega formuðum toppi hússins. Fyrirbærið stendur aðeins yfir í nokkrar mínútur þar sem sólin heldur áfram gangi sínum og hverfur á bak við aðalbyggingu Háskólans. Arkitektinn, hinn finnski Alvar Aalto, var þekktur fyrir að vefa byggingar sínar mjög náið með umhverfinu, hann eyddi löngum tíma í að kynnast því og nýtti sér það mjög meðvitað við hönnun húsa sinna. Það er engin tilviljun að strýtan, eða toppurinn, sem stendur upp úr látlausri, hvítri jarðhæðinni er klæddur háglansandi, fjólubláum flísum sem nokkra daga á ári - og aðeins ef heiðskírt er - lifna við í appelsínugulu og rauðu litahafi augnabliksins. Byggingin lætur sér þannig ekki nægja að uppfylla praktísk skilyrði kaffihúss og bókasafns með meiru, heldur dregur fram sérstöðu og gæði staðarins sjálfs og vísar þar að auki til norrænu nágrannanna og sameiginlegra náttúrukosta. Ráðhús Reykjavíkurarkitektanna í Stúdíó Granda birtist hér jafndimmbláan vetrardag (mynd 7). Byggingin heldur niðri í sér andanum og bíður vors, en Ijóstýrur út um vandvirknis- lega formaða gluggana á frosið vatn Tjarnarinn- ar vitna um seigfljótandi líf í skjóli þykkra veggja. Klassísk reglusemi glugga sem allir væru einnar stærðar og gerðar, lagðir í föstum takti yfir veggflötinn myndu ekki skila þessum þunga andardrætti á sama hátt, þessari þolin- móðu spennu. Sérstaða lítillar þjóðar sem þrjóskast við að draga fram lífið á norðlægum mörkum hins byggilega heims er með þessum einfalda hætti meitluð í byggingarlist sem á engan sinn líka annars staðar. Landslag og byggingarlist Þegar unnið er með landslag og menningarleg skilyrði þannig að „innbyggðum" gæðum þess sé miðlað í manngerðu umhverfi, byggingum sem hraðbrautum, er næsta víst að útkoman auðgar líf þeirra sem fara um það. Næmi og virðing fyrir samspili þessara atriða - í stað ein- tómra „sólista", vinnur gegn firringu og „stað- leysum" sem einkenna byggð æ meir. Reykjavík býr yfir einstöku bæjarstæði, þótt langt sé frá því að alltaf hafi verið unnið meðvit- að með þann efnivið. Hinu nýbyggða baðhúsi við ylströndina í Nauthólsvík (arkitektar Arkibúllan) (mynd 8) er þrýst inn í landslagið og leggst það þannig svo lítið ber á við hlið grænna tungna sem fyrir eru, leifar mannvirkja frá seinni heimsstyrjöldinni. Fínleg tréklæðningin í útveggnum kveðst á við gullinn sandinn í fjörunni og undirstrikar þannig milt yfirbragð lárétts flatarins sem býður upp á afslappaða dægradvöl langra daga. Yfirgefið Ijóskastarahús hermanna við Atl- antshafið í öllu sínu veldi stendur hins vegar hnarreist og býður októberstormi byrginn (mynd 9). Skýrt, nánast grafískt form bygging- arinnar ber sjálfsöruggt við órólegan himininn, sama hvað á dynur. Forgengilegir hlutar húss- ins eru löngu horfnir, en því áleitnari er styrkur járnbentrar steinsteypunnar sem eftir stendur. í samanburði við stórkarlalegt grjótið í garðin- um er vitnisburður mannsins þó nánast eins og hnerri. Þó að myndirnar séu teknar á ólíkum jöðrum borgarinnar í Nauthólsvík við Fossvog og vest- ast á Seltjarnarnesi og sýni í raun breidd þeirr- ar fjölbreytni sem náttúran býður upp á hér í borginni, má nota einlæg tengsl hinna ólíku bygginga við hið ólfka landslag í öðru sam- hengi. Ekkert mælir gegn því að nota sömu nálgun á þéttari byggð þar sem upprunalegt umhverfi er orðið lítið áberandi, og jafnvel snið- gengið með öllu af ráðríkum byggingum og mannvirkjum sem átta sig ekki á að þau eru hluti af heild, en ekki einleikarar í keppni hver við annan. Gervilegt afturhvarf til fortíðar eða kjánaleg eftiröpun á útlenskum ímyndum, sem ekki falla að íslenskum veruleika, kynda undir óþreytandi leit að sjálfsmynd þjóðar sem endurspeglast í menningu hennar, byggðri sem hugsaðri. Það er þessi grunnhugmynd samhengis og samspils manns og staðar sem einkennir nýja heimsmynd nýrrar aldar. Guja Dögg Hauksdóttir (f. 1965) er arkitekt og kennari f arki- tektúr. Allar Ijósmyndir eru eftir greinarhöfund. Kortið er frá Árbæjarsafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.